Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 73

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 73
VAN BASTEN Hann þykir þögull, er illa við sviðsljósið nema þegar hann leikur knattspyrnu og er lítið fyrir að trana sér fram. Hann heldur sig fyrir sjálfan sig og unnustuna sem heitir Liesbeth. Árið 1985 vann Marco Van Basten gullskóinn sem markahæsti leikmað- ur Evrópu og það ár vann hann til þriggja titla með Ajax. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um frammistöðu Van Bastens í Evrópukeppni landsliða í fyrra því þar kom hann, sá og sigraði. Markið sem hann skoraði gegn Sovétmönn- um í úrslitaleiknum líður seint úr minni. Van Basten hefur stundum verið kallaður „prinsinn" í fótboltan- um, sökum þess hvernig hann er byggðuroghvernighann hreyfirsigá leikvelli. Hann er fæddur 31. október 1964 í Haag í Hollandi. Hann er 186 sm á hæð og 80 kg. Það verður spennandi að fylgjast með Van Basten í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem verður á Ítalíu næsta sumar og velta menn því fyrir sér hvort stjarna hans muni skína skært þar. Franz Beckenbauer, þjálfari vest- ur-þýska landsliðsins, var beðinn um að leggja dóm á hæfileika Van Bast- ens og þeir eru eftirfarandi: 10 nákvæmni með hægri fæti 7 nákvæmni með vinstri fæti 9 skot 9 knattrak 7 iipurð 8 næmleiki 8 líkamlegur styrkur 9 hraði 9 þol 9 hugvitssemi 9 hjálpsemi 10 kollspyrnur 10 markaskorun Við eigum ávallt mikið úrval af leikfimi, erobik og ballett fatnaði arena =-=MP Blkarim Betri sportvöruverslun Skólavörðustíg 14 - Sími 24520

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.