Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 75
(Ljósmyndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson)
ÁFRAM ÍSLAND
Þráttfyrirglæstan sigurgegn Tyrkjum á Laugardalsvell-
inum í haust tókst íslenska landsliðinu ekki að tryggja sér
þátttökurétt í úrslitakeppni HM á Ítalíu næsta sumar.
Menn ólu þá von í brjósti að sigur gegn Austur-Þjóðverj-
um myndi verða staðreynd en þegar líða tók á þann leik
var Ijóst hvert stefndi. Litlu munaði að 6:0 ævintýrið
myndi endurtaka sig en leiknum lyktaði 3:0 fyrir gestina.
Þegarstuttvartil leiksloka, reis eldheitur stuðningsmaður
íslands úr sætinu og öskraði af lífs og sálar kröftum.
„Áfram ísland. Ég er búinn að kaupa miða til Ítalíu." Þessi
drengur fær bjartsýnisverðlaunin í ár.
HUGMYNDAFRÆÐIN OG
RAUNVERULEIKINN
SÓSÍALISMI: Þú átt tvær kýr og gefur nágranna þínum
aðra.
KOMMUNISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar
og gefur þér mjólk.
FASISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og selur
þér mjólk.
NASISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og skýt-
ur þig.
SKRIFRÆÐI: Þú átttvær kýr, stjórnin tekur báðar, skýt-
ur aðra, mjólkar hina og hellir mjólkinni niður.
KAPITALISMI: Þú átt tvær kýr, selur aðra og kaupir þér
tarf.
Seoul frá
fyrir fólk sem gerir kröfur
UTSOLUSTAÐ _____________________
Skóverslun Kópavogs, SporfFTl^-AjwfeýilfSkoverslunin Neskaupstað, Akrasport Akranesi,
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík, Kaupfélag Borgfirðinga.
75