Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 31
„Það er mikil samkeppni á milli skíðamanna frá Akureyri og ég tel það vera af hinu góða." hámark að vera með 6 skíðamenn í landsliðinu, ekki síst þegar fjár- hagsstaða Skíðasambandsins er ekki betri en raun ber vitni. Því minni sem hópurinn er, því meira er hægt að gera fyrir einstaka landsliðsmenn og um leið er hægt að gera meiri kröfur til þeirra. I dag eru nánast allir þeir sem æfa af einhverju viti í landsliðs- hópnum." íslenskir skíðamenn í fremstu röð æfa gífurlega mikið og eru að nánast allt árið um kring. Að sögn Valde- mars æfir hann sex daga vikunnar, allt frá tveimur og upp í fjóra tíma f senn. Oft erfitt að samræma æfingar og vinnu Valdemar Valdemarsson hefur verið í fremstu röð íslenskra skíðamanna um árabil og unnið til fjölmarga verðlauna. Helstu afrek hans í skíðabrekkunum eru þessi: Tólf ára gamall sigraði hann í stórsvigi á Andrésar Andar-leik- unum. Valdemar varð tvöfaldur unglingameistari og bikarmeist- ari á eldra ári í flokki 13-14 ára og þrefaldur unglingameistari og bikarmeistari á yngra ári í flokki 15-16 ára. Valdemar varð bikarmeistari Skíðasambandsins bæði árið 1989 og 1990 í karlaflokki og seinna árið varð hann einnig ís- landsmeistari í stórsvigi og alpa- tvíkeppni. „Það fer mikill tími í æfingar og oft er erfitt að samræma æfingar og vinnu. Yfir sumartímann reyni ég að vinna þetta 10-12 tíma, til þess að eiga pening fyrir keppnisferðunum á veturna. Þarna finnst mér að Skíða- sambandið ætti að koma inn í og hjálpa landsliðsmönnum sínum að komast í góða vinnu, eins og t.d. er gert í flestum öðrum íþróttum. Það er orðið geysilega erfitt fyrir skíðamenn að fá vinnu, þvíeins og í mínu tilfelli, þar sem ég kannski vinn í hálfan mánuð og er svo farinn í keppnisferð erlendis í mánuð. Og það þarf mikla velvild atvinnurekenda til þess að hlutirnir gangi upp." Valdemar hefur einnig farið í æf- inga- og keppnisferðir erlendis á eig- in vegum og hefur þá að mestu leyti þurft að standa straum af kostnaði þeirra ferða sjálfur. En hvað með stuðning félagasamtaka og fyrirtækja á Akureyri, hefur verið um slíkt að ræða? „Já ég hef fengið fjárstuðning hjá fyrirtækjum á Akureyri og má í því sambandi nefna Landsbankann, ís- landsbanka, Kjarnafæði og Höldur. Þá fékk ég 100 þús. króna styrk frá íþrótta- og tómstundaráði Akureyrar- bæjarnú íbyrjun ársinsog það bjarg- aði geysilega miklu og einnig 50 þús. króna styrkur sem ég fékk úr minn- ingarsjóði Jónasar Sigurbjörnssonar." Eins og fram kemur í viðtalinu við Valdemar, er það enginn dans á rós- um að vera landsliðsmaður á skíðum á íslandi. Engu að síður er engan bil- bug á honum að finna og íþróttaunn- endur eiga örugglega eftir að heyra á hann minnst í fjölmiðlum á næstu misserum. HVAÐA ÍÞRÓTTA- GREIN HEILLAR ÞIG MEST? Helgi Harðarson: „Knattspyrnan er mest heill- andi þótt ég sé meira fyrir hand- boltann. Maður heyrir aldrei 130.000 manns hrópa „goal" í handbolta. Það er þessi samba „fílingur" í kringum fótboltann sem er svo heillandi." Ólafur Sigmundsson: „Handboltinn heillar mig mest. í honum er mikill hraði og spenna og mikið skorað af mörk- um. Það er svo margt sem getur gerst á stuttum tíma í hand- bolta." Nanna Guðmundsdóttir: „Hraðinn og spennan í hand- boltanum er ástæða þess að hann heillar mig mest. Svo er líka svo mikið um óvænt úrslit í hand- bolta." Jónheiður Steindórsdóttir: „Fjálsíþróttir eru mest heill- andi. Mér finnst miklu skemmti- legra að horfa á einstaklinga keppa í íþróttum en heilan hóp. Hlaup og hástökk heilla mig mik- ið." 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.