Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 60

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 60
Craig Johnston fyrrum leikmaður Liverpool er farinn að vinna í þágu barna. ÚR FÓTBOLTA í BARNAHJÁLP Þegar þú ert búinn að skora mark fyrir sigurliðið í bikarúrslitaleik á Wembley og aðstoða lið þitt í því að sigra í deildinni og Evrópukeppninni — hvað áttu þá eftir að upplifa í enskri knattspyrnu? Þetta er ef til vill óvenjuleg staða en var engu að síður staðreynd í lífi Ástralans Craigs Johnston. „Það er einfaldlega of mikið að gerast í heim- inum til þess að það sé hægt að ein- skorða sig við fótbolta," segir John- ston í nýútkominni ævisögu sinni „Walk Alone". Johnston var topp- leikmaðurmeð Liverpool þegarhann ákvað að víkka sjóndeildarhringinn og snúa sér að öðrum málum. Þetta var fyrir 2 árum en þá hafði hann búið í Englandi í 11 ár. Fyrir þremur árum sat Johnston á varamannabekk Liverpool og þá gerði hann sér allt í einu grein fyrir því að áhuginn fyrir fótbolta var ekki sá sami og áður. Lífið sjálft var farið að skipta hann meira máli. Ári eftir að Johnston varð bikar- meistari með Liverpool hlaut systir hans heilaskemmdir í umferðarslysi. Johnston brást þannig við að hann yfirgaf þann heim, sem flesta dreymir um að vera þátttakendur í, og aðstoð- aði systur sína sem mest hann mátti. „Ég var búinn að öðlast frægð og frama á heiðarlegan hátt en það var mér einskis virði til samanburðar við heilsu systur minnar," segir Johnston. „Slysið opnaði augu mín fyrir því hversu auðvelt er að gleyma tilgangi lífsins og gleyma sér í eigin frama." Núna hefur Johnston helgað líf sitt bágstöddum börnum og er farinn að vinna fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Ég gaf mína æsku að sumu leyti upp á bátinn vegna fótboltans en núna er ég að upplifa hana fyrir önnur börn." Starfsheiti Johnstons er íþróttasendi- herra Sameinuðu þjóðanna en auk hans starfar austur-þýska skauta- drottningin, Katarina Witt, að sömu málum og hann. Eitt af málum sem Johnston hefur unnið að í þágu Barnahjálpar S.Þ. er að koma á leik milli heimsmeistara Vestur-Þjóðverja og heimsliðsins í október á þessu ári. Ágóðinn rennur síðan óskiptur til aðstoðar bágstödd- um börnum. Störf Johnstons eru margvísleg. Hann stjórnar sjónvarps- þáttum í Ástralíu, semur lög annað slagið og vinnur einnig fyrir ástralska knattspyrnusambandið. Johnston heilsar Díönu prinsessu fyrir úrslitaleik á Wembley. Craig Johnston segist vera ham- ingjusamari en nokkru sinni fyrr. „Ég er að starfa við það sem ég uni mér best við." Hann er gott dæmi um það hvernig þekktur knattspyrnumaður getur notfært sér frægð sína til þess að aðstoða aðra af fremsta megni. BOOKER í KÖRFUKJÚKLINGUM Franc Booker, körfuknattsleiks- maðurinn fljúgandi í liði ÍR, hefur þótt algjör hvalreki á fjörur áhuga- manna um körfubolta. Hann skorar að meðaltali 51 stig í leik, flest með 3ja stiga skotum og þykir engum lík- ur. Franc þykir hið mesta gæðablóð, innan vallar sem utan, og skapast engin vandamál í kringum hann. Hann er meira að segja kominn í vinnu á daginn — hjá Hard Rock Café í Kringlunni og ferst honum þjónustustarfið vel úr hendi. Sérstak- lega finnst gestum staðarins honum takast vel upp þegar hann færir þeim körfukjúkling — „chicken in a bask- et". Á því sviði er Booker á heima- velli og skyldi engan undra. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.