Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 43
lofað að gera. Þátttaka okkar í Evr- ópukeppninni í vetur kostaði 1,5 milljónir og við stelpurnar öfluðum einnar milljónar af þeirri upphæð. Handknattleiksdeildin borgaði 'h milljón. Við erum líklega búnar að selja um 27.000 klósettrúllur í vetur. Á laugardögum höfum við selt kökur í kolaportinu þannig að það er alltaf í nógu að snúast fyrir utan það að vera í handbolta." KÚGAST RÉTT FYRIR LEIKI OG ÆLI STUNDUM Þótt Currý eigi 398 leiki að baki með meistaraflokki Fram og 73 landsleiki losnar hún aldrei við þann leiðinda draug sem hrjáir margan íþróttamanninn. Hún er alltaf yfir- máta stressuð fyrir leiki, sama hvort hún er að leika gegn liði sem er mun lakara en Fram eða með landsliðinu. Hún kúgast jafnan rétt fyrir leiki og það kemur fyrir að hún ælir. Skyldi þetta ekki há henni? „Jú, auðvitað háir þetta mér að vissu leyti. Sérstaklega fannst mér þetta slæmt þegar ég var að þjálfa og þurfti þar af leiðandi að tala mikið fyrir leiki. Þá var ekkert gaman að þurfa að fara afsíðis til þess að æla eða kúgast í annarri hverri setningu. Ég gæti þess að borða ekki síðustu 4-5 tímana fyrir leiki til þess að æla síður. Það er mikið búið að hlæja að mér vegna þessa og ég vissi ekki hvert Heimir Karlsson, þjálfarinn okkar, ætlaði þegar hann sá þetta fyrst. Annars finnst mér ég alltaf leika best þegar ég finn fyrir töluverðu stressi fyrir leiki. En fyrr má nú vera." Ég bað Gurrý að lýsa sér sem íþróttamanni og hún hafði þetta að segja: „Ég er mjög metnaðargjörn og skapmikil. Ég get sagt að ég sé fjöl- hæfur íþróttamaður og mér þykir gaman af flestum greinum. Jú, eflaust má segja að ég sé liðtæk á flestum sviðum. Strax á unga aldri varð ég tapsár og það hefur ekkert breyst. Sem betur fer höfum við ekki tapað mikið ígegnum tíðina. Ef mér gengur illa í leikjum á ég það til að láta það bitna á öðrum. Ég virka stundum fjar- ræn ef mér mislíkar eitthvaðog á það til að byrgja það inni í mér ístað þess að ræða það strax." — Hvar er íslenskur kvennahand- bolti á vegi staddur í dagá þínu mati? „Við erum C-þjóð í handbolta sem stendur en vonandi breytist það á íta- líu núna í mars. Ég hef alltaf haldið því fram að íslensk félagslið séu sterkari á heimsmælikvarða en ís- lenska landsliðið. Á sama tíma og Fram er að vinna sænskt lið í Evrópu- keppninni í handbolta er íslenska landsliðið að tapa fyrir því sænska með 15 mörkum. í dag bendir allt til þess að það sé verið að taka á málum yngri landsliðanna fyrir alvöru. Þeir, boltann á íslandi og það liggur alveg Ijóst fyrir að frumkvæðið verður fyrst og fremst að koma frá okkur sjálfum. Við þurfum að koma konum að í stjórnum félaganna og stjórn HSI og það er fyrst skrefið til þess að vinna að okkar málum. Við gerum okkur grein fyrir því að til þess að vel verði staðið að málum í framtíðinni verður uppbyggingin að byrja í yngri landsliðunum. Maður finnur það í dag að hugarfar yngri stúlkna er töluvert öðruvísi en okkar sem eldri eru. Þessar yngri eru ekki Gurrý, Haukur og Guðjón við fjallabílinn sem verður væntanlega nýttur betur í ferðalög og jöklaferðir þegar Gurrý leggur boltann á hilluna. sem eru að gera það, hafa bæði tíma og áhuga til þess og er það af sem áður var. Fyrir nokkrum árum var Slavko látinn þjálfa öll kvennalands- liðin. Slíktgengurvitanlegaekki upp. Mér hefur fundist það loða við lands- liðsnefndir og þjálfara hingað til að það sé alltaf verið að spá í það að fara utan í keppnisferðir, í stað þess að einbeita sér fyrst og fremst að alvöru undirbúningi landsliðanna. Núna horfir þessu öðruvísi við því A-lands- liðið og unglingalandsliðið hefja æf- ingar í maí næstkomandi og verður eingöngu hugsað um að æfa. Stelp- um hér heima vantar styrk og snerpu og verður unnið að því að gera brag- arbót á því í sumar. Fræðslunefnd HSÍ hefur unnið góð störf að undan- förnu í því að byggja upp kvenna- ÞAÐ ER SVOLÍTIÐ VÆLí UNGU STÚLKUNUM eins fúsar að standa í fjáröflunum einsogvið. Það er svolítið væl íungu stúlkunum en kannski er það ekkert óeðlilegt miðað við breyttar þjóðfé- lagsaðstæður. Núna vilja allir fá allt upp í hendurnar. Það hefur komið fyrir að ungar stelpur sem koma á landsliðsæfingar segjast ekki geta verið með á æfingunni því þær séu svo þreyttar. Þær kvarta yfir því hvað það er mikið að gera í skólanum og geta því ekki tekið þátt í hinu eða 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.