Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 35
að gera skipulagðar rannsóknir á þreki skólabarna og unglinga. Ekki er vitað um að slík könnun hafi verið gerð hér á okkar æskufólki, sem sí- fellt eyðir meiri tíma, eins og raunar þeir fullorðnu, fyrir framan sjónvarpið og hreyfir sig helst ekki milli staða nema á bílum. Slík könnun yrði grundvallarrannsókn og gæfi mikils- verðar upplýsingar. Þetta yrði þó vinnufrekt fyrirtæki og tæpast fram- kvæmanlegt nema í samvinnu við íþróttakennara eða þeirra Iandssam- tök. Eitt af þeim málum sem stefnt er að á næsta sumri, er að koma á sam- starfi við (Jngmennafélag Islands. Það ætlar þá að virkja sína félaga í víðtæku verkefni á sviði umhverfis- verndar og ber nafnið „Fósturbörn- in“. Það er hugmynd Trimmnefndar ÍSÍ að hægt sé að skipuleggja reglu- legar líkamsæfingar og trimm hjá þessum hópum til viðbótar við þá hreyfingu sem sjálft verkefnið krefst, t.d. við hreinsun eða gróðursetningu. Nánari útfærsla á þessu hefur ekki verið gerð, en þar yrði væntanlega stuðst við finnska hugmynd ef til kemur. Á næsta sumri fer fram hlaup sem er einskonar hringhlaup um landið og verður það í samvinnu FRI og Sri Chinmoy maraþonliðum sem staðið hefur fyrir Friðarhlaupi tvisvar. Trimmnefnd ÍSÍ finnst með þessu hlaupi unnið að sínum markmiðum, og mun stuðla að því, að það verði sem fjölmennast og takist sem best. Öllum má vera ljóst að erfitt er að fá fólk til að breyta lífsháttum og rót- grónum lifnaðarvenjum. Allt of marg- ir gefa ekki gaum að undirstöðuatrið- um heilbrigðs lífernis. Fyrir þá sem farnir eru að reskjast og þyngjast eru einföldustu boðorðin að borða minna, velja fitusnauðan og trefjarík- an mat, HREYFA SIQ MEIRA og hætta að reykja. Það hefur sífellt kom- ið betur í Ijós, hvað þáttur hollrar hreyfingar er mikilvægur, og það er hlutverk nefndarinnar að gera þann þátt sem mestan. Til að vinna að þessu verkefni þarf Trimmnefnd ÍSÍ aðstoð áhugafólks um allt land. Hug- mynd formanns er að koma upp sambandi við samstarfsaðila eða áhugamannahópa um landið, mætti vera í formi þriggja manna „trimm- nefnda“ í öllum bæjum og stærri sveitarfélögum Hermann Sigtryggsson. Þess vegna er því beint til þeirra áhugaaðila sem vilja vinna að þess- um málum að hafa samband við starfsmann nefndarinnar, Quðmund Gíslason á skrifstofu ÍSI, sími 91- 83377 ef þeir óska eftir aðstoð eða upplýsingum. Hermann Sigtryggsson sextugur. Hermann Sigtryggsson stjórnar- maður í framkvæmdastjórn ÍSÍ og fé- lagsmálafulltrúi á Akureyri varð sex- tugur fyrir skömmu og bauð að því tilefni til fagnaðar á Hótel KEA. Fram- kvæmdastjórn ISI færði honum að gjöf grafíkmynd sem Jón Ármann Héðinsson ritari framkvæmdastjórn- ar ÍSÍ færði honum ásamt kveðjum og árnaðaróskum frá framkvæmda- stjórninni. íþróttamaður UDN 1990 Á nýafstöðnu þingi (JDN var kos- inn íþróttamaður ársins 1990. Að þessu sinni var kjörinn Gunnlaugur Vésteinsson ungur og efnilegur íþróttamaður úr (Jmf. Æskunni. Gunnlaugur varð þrefaldur íslands- meistari á Meistaramóti Islands 1990. Þá varð íris Grettisdóttir úr (Jmf. Ólafi Páa tvöfaldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki á sama móti. íris Grettisdóttir og Gunnlaugur Vésteinsson, íþróttamaður GDN 1990. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.