Fréttablaðið - 04.07.2020, Page 27

Fréttablaðið - 04.07.2020, Page 27
 L AU G A R DAG U R 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 Sólheimar90 ára Í tilefni af 90 ára starfsafmæli Sól-heima hefur afmælisnefnd verið að störfum frá því fyrir áramót, sem leidd er af Magnúsi Ólafssyni, varaformanni stjórnar Sólheima. Starfsemi Sólheima frá upphafi mun kristallast í metnaðarfullri dagskrá og leika menning og listir þar stórt hlutverk. Menn- ingarveisla Sólheima var sett 6. júní síðastliðinn með glæsilegri afmælisdagskrá, sem mun lifa fram í lok ágúst með veglegum tónleikum í Sólheimakirkju alla laugardaga í sumar, en auk þess er í gangi sýning um sögu Sólheima í myndum og máli sem unnin er í samstarfi við Reyni Pétur, um starf Sesselju á Sólheimum og framlag Lionsklúbbsins Ægis til starfsins, allar götur frá árinu 1957. Vígslubiskup í Skálholti verður með messu í Sólheimakirkju á sjálfan afmælisdaginn sem er á morgun, 5. júlí, að viðstöddum forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og frú Elizu Reid, auk þess sem velgjörðarkona Sól- heima, frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðrar okkur með nærveru sinni. Þá stendur til að bjóða öllum íbúum í Grímsnes- og Grafnings- hreppi í opið hús á Sólheimum og fá þeir leiðsögn, kynningu og kaffi, ásamt því að félögum í Lionsklúbbnum Ægi verður gert hátt undir höfði. Þá má nefna að nú stendur yfir afmælissýning á listaverkum íbúa Sólheima í sýningarsal Völu. Glæsileg afmælisdagskrá

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.