Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2020, Side 13
Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is É g hef alltaf haft áhuga á félagsmálum og byrjaði að taka virkan þátt í félagsstarfi SÁÁ fyrir tæpum áratug,“ segir Einar Hermannsson, sem býður sig fram til formanns SÁÁ. Einar etur kappi við Þórarin Tyrf­ ingsson, sem bæði er fyrrver­ andi formaður SÁÁ og fyrr­ verandi yfirlæknir á Vogi, en nýr formaður verður kjörinn á aðalfundi samtakanna þriðju­ daginn 30. júní. Mikil ólga hefur verið innan samtakanna að undanförnu. Valgerður Rúnarsdóttir, yfir­ læknir á Vogi, sagði upp störf­ um í marsmánuði vegna djúp­ stæðs ágreinings við sitjandi formann, Arnþór Jónsson, og í kjölfarið sögðu þrír sig úr framkvæmdastjórn félagsins, þeirra á meðal Einar. Eftir að Valgerður sagði upp steig fjöldi fólks fram og lýsti yfir stuðningi við hana og það starf sem hafði verið byggt upp. Starfsfólki mis­ bauð og lýsti yfir vantrausti á formann og það sem eftir var af framkvæmdastjórn. Nokkru síðar ákvað Valgerður að draga uppsögnina til baka í von um að ró kæmist á starf­ semi spítalans. Ljóst þótti að Þórarinn myndi bjóða sig fram til formanns en áður en það var tilkynnt formlega til­ kynnti Einar um sitt framboð. Valgerður hefur síðan lýst yfir stuðningi við Einar. Starfsfólk er óöruggt og hrætt Einar segist hafa tekið endan­ lega ákvörðun um framboð á fundi þar sem átti að kjósa nýtt fólk inn í staðinn fyrir þá sem höfðu sagt sig úr fram­ kvæmdastjórninni. „Þetta var afskaplega undarlegur fundur og þegar spurningum var beint að þeim sem voru eftir í framkvæmdastjórninni svaraði ekkert þeirra heldur stóð Þórarinn upp og svaraði fyrir hópinn. Þá sá ég hvar vandinn lá.“ Hann vill taka skýrt fram að honum finnst þessi kosn­ ingabarátta ekki sú skemmti­ legasta, leiðinlegt sé að lesa óhróður um bæði sjálfan sig og Þórarin, og leiðinlegt hvernig ýmsum rangfærslum sé haldið fram. „Ég ber mikla virðingu fyr­ ir Þórarni Tyrfingssyni. Sá maður þarf ekki að sanna eitt eða neitt fyrir neinum. Hann helgaði SÁÁ megnið af starfs­ frama sínum og skilaði góðu starfi,“ segir Einar. Þrjú ár eru síðan Þórarinn sagði skilið við yfirstjórn samtakanna, þá sjötugur, og var kvaddur með virktum. Hann er þó sagður hafa haldið áfram sem skugga­ stjórnandi og staðið að baki Arnþóri í hans formannstíð. „Auðvitað þykir Þórarni vænt um SÁÁ og vill sjá hag þeirra sem bestan út frá sín­ um forsendum. Við sem sitj­ um hinum megin við borðið höfum aðra sýn og viljum sjá starfið vaxa. Ég er alls ekki einn. Við erum yfir fimmtíu manns sem höfum hist reglu­ lega og mótað saman hvernig við viljum sjá framtíð SÁÁ. Frá því ég bauð mig fram hef ég fengið alls konar sím­ töl, frá stjórnmálamönnum bæði til hægri og vinstri, frá prestum og frá fólki utan af landi sem ætlar að koma sér­ staklega í bæinn til að kjósa. Við finnum fyrir miklum með­ byr. Það verður að höggva á þann hnút sem upp er kominn í stöðunni. Starfsfólk er óör­ uggt og hrætt, stjórnin hefur verið klofin í tvennt og fimm af þeim átta sem áttu sæti í framkvæmdastjórn hættu á þessu ári. Þetta er ekki staða sem hægt er að bjóða veikum alkóhólistum upp á.“ Spurður hver sé helsti mun­ urinn á honum og Þórarni segir Einar: „Hann vill ráða einn en ég vil dreifa valdinu.“ Talar sex tungumál Einar er 52 ára gamall, býr í Grafarvogi ásamt eiginkonu sinni og eiga þau hvort um sig tvö börn úr fyrri samböndum. Þau eiga þrjú barnabörn og það fjórða er á leiðinni. Síð­ ustu tuttugu ár hefur Einar verið framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, sem meðal annars sá um rekstur á strætóskýlum og auglýsinga­ sölu. Þetta er alþjóðlegt fyrir­ tæki sem veltir 350–400 millj­ örðum króna á ári en Einar keypti reksturinn hér á landi fyrir tveimur árum og hefur síðan verið í eigin rekstri. Hann segist alinn upp hjá Icelandair þar sem hann byrjaði ungur á varahlutalag­ ernum en vann sig fljótt upp og hafði undir lokin verið í flestum deildum, þar á meðal tekjustýringardeild. Aug­ lýsingamarkaðurinn heillaði alltaf og hann kveðst einfald­ lega hafa verið réttur maður á réttum stað þegar honum bauðst að verða framkvæmda­ stjóri hjá AFA JCDecaux. „Þegar ég var sex ára flutti fjölskyldan til Lúxemborgar því pabbi var að vinna hjá Cargolux eins og fjöldi ann­ arra Íslendinga. Ég bjó úti til fimmtán ára aldurs og eitt af því sem ég græddi á því er að nú tala ég sex tungumál,“ seg­ ir Einar, en tungumálin eru þýska, franska, lúxemborgska, enska, danska og auðvitað ís­ lenska. Einar var aðeins 25 ára gamall þegar hann var orðinn formaður starfsmannafélags Flugleiða. Frönskukunnáttan kom sér vel þegar hann varð forseti Alliance francais og hann hefur einnig verið mjög virkur í starfi Fjölnis, meðal annars setið í stjórn og meist­ araflokksráði. „Það sem heillar mig mest við félagsstörfin er að vinna með öðru fólki og sjá eitthvað skapandi gerast,“ segir hann. Einar er óvirkur alkóhólisti en það er þó engin skylda til að vera í SÁÁ enda stendur skammstöfunin fyrir: Samtök áhugafólks um áfengis­ og vímuefnavandann. Fjölskyldusjúkdómurinn alkóhólismi „Í október á þessu ári hef ég verið edrú í 25 ár. Ég var 27 ára gamall þegar ég fór í með­ ferð á Vog og hef verið edrú síðan. Ég fór þó á minn fyrsta AA­fund 17 ára gamall. Þá hafði ég vitað í minnst tvö ár að ég ætti við vandamál að stríða. Það var ekki eðlilegt hvernig ég hagaði mér drukk­ inn og ekki heldur hvernig ég hagaði mér ódrukkinn út af afleiðingum þess hvernig ég lét undir áhrifum. Það tók mig tíu ár til viðbótar þar til ég áttaði mig á að ég gæti ekki ráðið við þetta í eigin mætti. Það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni. Við erum fjögur systkinin, og svo mamma og pabbi. Fimm af okkur sex hafa nýtt sér þjónustu SÁÁ.“ Hann byrjaði ungur að nota vímuefni. „Ég byrjaði rosa­ lega snemma, ellefu ára gam­ all. Ég var bara týndur krakki í lífinu. Ég byrjaði á því að sniffa. Ég sniffaði þynninn sem var notaður í leiðrétt­ ingarborða á ritvélum. Ég notaði þetta mjög mikið, fór oft að sniffa í frímínútum í skólanum. Ég byrjaði síðan í hassneyslu og áfengi. Ég flutti einn heim frá Lúxemborg þegar ég var að verða sex­ tán ára gamall. Í rauninni var ég sendur heim og þótti með góða fjarveru. Ég átti að búa hjá bróður pabba og ætlaði að taka mig á en hann var fljótur að henda mér út því það var ekki hægt að umgangast mig á þessum tíma.“ Drakk flösku af vodka eftir vinnu Einar segist fljótt hafa byrjað að vinna við að steikja ham­ borgara langt fram á nótt á veitingastaðnum Smiðjukaffi sem var í Kópavogi. „Ég fór oft ekki heim fyrr en fjögur, fimm á morgnana. Þá tók ég oft með mér eina flösku af Tindavodka og drakk þar til ég sofnaði. Það er ekki eins og ég hafi verið að fara í partí. Þetta var bara neysla.“ Þegar hann kynntist fyrri konunni sinni hætti hann í öllu nema áfenginu en drakk mjög illa. „Ég drakk alltaf tvo, þrjá daga í röð því ég þoldi ekki þynnkuna. Ég segi stundum að ég hafi á tímabili átt minn eigin klefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu því ég var alltaf í einhverju rugli.“ Pabbi Einars er í dag óvirk­ ur alkóhólisti og sama má segja um son hans, Orra, sem er einn stofnenda Áttunnar. „Orri hefur talað opinberlega um þessi mál. Hann hefur nú verið edrú í rúm þrjú ár. Þetta er fjölskyldusjúkdómur. Pabbi hætti þegar hann var tæplega fertugur, ég hætti 27 ára og Orri hætti 23 ára. Það jákvæða er hér að það er alltaf gripið inn í fyrr og meðgöngu­ tími sjúkdómsins styttri áður en farið er í meðferð. Þetta er eitt af því mikilvæga sem SÁÁ getur gert fyrir fjölskyldur.“ „Ógnarstjórn“ Þórarins Vogur er í raun hryggjar­ stykkið í starfsemi SÁÁ og vakti mikla athygli á dögunum þegar mikill meirihluti starfs­ fólks meðferðarsviðs sendi frá sér yfirlýsingu í tengslum við formannskjörið. „Við starfs­ fólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarin Tyrfings­ Það var ekki eðlilegt hvernig ég hagaði mér drukkinn og ekki heldur ódrukkinn. FRÉTTIR 13DV 26. JÚNÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.