Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 4
1Eggert Unnar grét af reiði þegar hann var rekinn frá Sýn – Gerði myndband með dæmdum kyn- ferðisafbrotamanni Áætlað var að töluvleikjaspilarinn Eggert Unnar myndi byrja með sjónvarpsþátt á nýrri sjónvarpsstöð, Stöð 2 eSport, en hætt var við þáttaröðina vegna myndbands þar sem Eggert sést spila við 6IX9INE, vinsælan rappara og kynferðisbrotamann. 2 „Helv … Kópasker“ – Meðlimur barnaleikhóps móðgar bæjar- félag – „Mæli alls ekki með að koma hingað“ Þórdís Björk Þorfinns- dóttir, meðlimur leikhópsins Lottu, deildi skilaboðum á Instagram sem íbúar á landsbyggðinni hafa tekið vægast sagt óstinnt upp. 3 Þess vegna áttu aldrei að skipta á rúminu á morgnana Hve oft á maður að skipta um rúmföt? Svarið er kannski ekki alveg augljóst. 4 Veðurfræðingar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu ratsjár- myndina Breskir veðurfræðingar ráku upp stór augu þegar þeir sáu eitthvað sem líktist skýi á ratsjár- mynd af suðausturhluta landsins, en engin rigning var á þessum slóðum. 5 Sólveig þakkar Davíð – „Ég er ógeðslega innrætt meri, þjófur, galin og ógæfa þjóðarinnar“ Eftir harkalega útreið í Morgunblaðinu ritaði Sólveig Anna Jónsdóttir pistil þar sem hún þakkaði Davíð Oddssyni kaldhæðnislega fyrir að standa ávallt vaktina fyrir frelsið í landinu. 6 Ólga í tölvuleikjasamfélaginu eftir opinberun Jönu – Ógeð- felldar athugasemdir streyma inn Jana Sól Ísleifsdóttir fékk gífurleg viðbrögð eftir að hún opnaði sig um kynferðislega áreitni á meðal þeirra sem spila tölvuleiki á netinu. 7Flugfreyjur reiðar flugmönnum – „Þetta eru mannleysurnar sem við köllum samstarfsfélaga okkar“ Flugfreyjur hjá Icelandair nafngreindu flugmenn félagsins inni á lokuðum facebook-hópi og lýstu yfir óánægju með að þeir hefðu sam- þykkt að ganga í störf þeirra. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Allar flugfreyjur reknar Kjaradeila FFÍ og Icelandair tók óvænta stefnu þann 17. júlí þegar Icelandair sleit viðræðunum, sagði upp öllum flugfreyj­ um og flugþjónum og boðaði að flugmenn félagsins myndu ganga í þeirra störf uns samið yrði við nýtt stéttarfélag. Eftir fund hjá ríkisáttasemjara á laugardagskvöld var undirritaður nýr kjarasamningur og uppsagnir flugfreyja teknar til baka. Atkvæðagreiðla um samninginn stendur nú yfir hjá FFÍ. Leikhópurinn Lotta komst í hann krappan Íbúar á landsbyggðinni tóku því óstinnt upp þegar Þórdís Björk Þorfinnsdóttir í leikhópnum Lottu ritaði færslu á Insta­ gram þar sem hún hvatti fólk til að sniðganga Kópasker og Raufarhöfn. Í kjölfarið bárust Þórdísi grófar lífláts­ og nauðg­ unarhótanir og leiddi það meðal annars til þess að Leikhópur­ inn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar sendu frá sér yfirlýsingu um málið. Þórdís hyggst kæra þá sem sendu grófustu hótanirnar til lögreglu. Herjólfsverkfallinu aflýst Fyrirhuguðu þriggja sólarhringa verkfalli undirmanna í Herj­ ólfi var aflýst sl. mánudagskvöld. Hefði það orðið að veru­ leika hefði það verið þriðja vinnustöðvunin á þremur vikum. Samkomulag um viðræðuáætlun náðist á milli deiluaðilanna, samninganefndar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands. Við­ ræðum á að vera lokið 17. ágúst. Stefnt á frekari rýmkanir 4. ágúst Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að fjöldatak­ markanir verði rýmkaðar upp í 1.000 manns þann 4. ágúst nk. Sömuleiðis leggur hann til að skemmtistaðir og veitingahús fái að hafa opið til miðnættis frá sama tíma. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna. Þórólfur tók jafnframt fram á fundinum að horft væri fram á skimanir á landamærunum til sex mánaða og jafnvel lengur. Nítjándi sigurinn Liverpool lyfti enska deildarmeistarabikarnum í vikunni. Þetta var í 19. sinn sem Liverpool vinnur deildina en liðið vann síðast deildina fyrir 30 árum. Stuðningsmenn Liverpool um allan heim fylgdust með verðlaunaafhendingunni en engir stuðningsmenn voru á vellinum vegna samkomubanns í Eng­ landi. Snarpur skjálfti Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir hverjir varir við snarpan jarðskjálfta rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöld. Skjálftinn, sem reyndist vera 5 á Richter að stærð, átti upp­ tök sín skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftinn fannst einnig á Suðurnesjum, á Stokkseyri, í Vestmannaeyjum, á Akranesi og í Borgarnesi. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.