Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 4
1Eggert Unnar grét af reiði þegar hann var rekinn frá Sýn – Gerði
myndband með dæmdum kyn-
ferðisafbrotamanni Áætlað var að
töluvleikjaspilarinn Eggert Unnar
myndi byrja með sjónvarpsþátt á
nýrri sjónvarpsstöð, Stöð 2 eSport,
en hætt var við þáttaröðina vegna
myndbands þar sem Eggert sést
spila við 6IX9INE, vinsælan rappara
og kynferðisbrotamann.
2 „Helv … Kópasker“ – Meðlimur barnaleikhóps móðgar bæjar-
félag – „Mæli alls ekki með að
koma hingað“ Þórdís Björk Þorfinns-
dóttir, meðlimur leikhópsins Lottu,
deildi skilaboðum á Instagram sem
íbúar á landsbyggðinni hafa tekið
vægast sagt óstinnt upp.
3 Þess vegna áttu aldrei að skipta á rúminu á morgnana Hve oft á
maður að skipta um rúmföt? Svarið er
kannski ekki alveg augljóst.
4 Veðurfræðingar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu ratsjár-
myndina Breskir veðurfræðingar
ráku upp stór augu þegar þeir sáu
eitthvað sem líktist skýi á ratsjár-
mynd af suðausturhluta landsins, en
engin rigning var á þessum slóðum.
5 Sólveig þakkar Davíð – „Ég er ógeðslega innrætt meri, þjófur,
galin og ógæfa þjóðarinnar“ Eftir
harkalega útreið í Morgunblaðinu
ritaði Sólveig Anna Jónsdóttir pistil
þar sem hún þakkaði Davíð Oddssyni
kaldhæðnislega fyrir að standa ávallt
vaktina fyrir frelsið í landinu.
6 Ólga í tölvuleikjasamfélaginu eftir opinberun Jönu – Ógeð-
felldar athugasemdir streyma inn
Jana Sól Ísleifsdóttir fékk gífurleg
viðbrögð eftir að hún opnaði sig um
kynferðislega áreitni á meðal þeirra
sem spila tölvuleiki á netinu.
7Flugfreyjur reiðar flugmönnum – „Þetta eru mannleysurnar
sem við köllum samstarfsfélaga
okkar“ Flugfreyjur hjá Icelandair
nafngreindu flugmenn félagsins inni
á lokuðum facebook-hópi og lýstu
yfir óánægju með að þeir hefðu sam-
þykkt að ganga í störf þeirra.
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Allar flugfreyjur reknar
Kjaradeila FFÍ og Icelandair tók óvænta stefnu þann 17. júlí
þegar Icelandair sleit viðræðunum, sagði upp öllum flugfreyj
um og flugþjónum og boðaði að flugmenn félagsins myndu
ganga í þeirra störf uns samið yrði við nýtt stéttarfélag. Eftir
fund hjá ríkisáttasemjara á laugardagskvöld var undirritaður
nýr kjarasamningur og uppsagnir flugfreyja teknar til baka.
Atkvæðagreiðla um samninginn stendur nú yfir hjá FFÍ.
Leikhópurinn Lotta komst í hann krappan
Íbúar á landsbyggðinni tóku því óstinnt upp þegar Þórdís
Björk Þorfinnsdóttir í leikhópnum Lottu ritaði færslu á Insta
gram þar sem hún hvatti fólk til að sniðganga Kópasker og
Raufarhöfn. Í kjölfarið bárust Þórdísi grófar lífláts og nauðg
unarhótanir og leiddi það meðal annars til þess að Leikhópur
inn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar
sendu frá sér yfirlýsingu um málið. Þórdís hyggst kæra þá
sem sendu grófustu hótanirnar til lögreglu.
Herjólfsverkfallinu aflýst
Fyrirhuguðu þriggja sólarhringa verkfalli undirmanna í Herj
ólfi var aflýst sl. mánudagskvöld. Hefði það orðið að veru
leika hefði það verið þriðja vinnustöðvunin á þremur vikum.
Samkomulag um viðræðuáætlun náðist á milli deiluaðilanna,
samninganefndar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands. Við
ræðum á að vera lokið 17. ágúst.
Stefnt á frekari rýmkanir 4. ágúst
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að fjöldatak
markanir verði rýmkaðar upp í 1.000 manns þann 4. ágúst nk.
Sömuleiðis leggur hann til að skemmtistaðir og veitingahús fái
að hafa opið til miðnættis frá sama tíma. Þetta kom fram á
upplýsingafundi Almannavarna. Þórólfur tók jafnframt fram
á fundinum að horft væri fram á skimanir á landamærunum
til sex mánaða og jafnvel lengur.
Nítjándi sigurinn
Liverpool lyfti enska deildarmeistarabikarnum í vikunni.
Þetta var í 19. sinn sem Liverpool vinnur deildina en liðið
vann síðast deildina fyrir 30 árum. Stuðningsmenn Liverpool
um allan heim fylgdust með verðlaunaafhendingunni en engir
stuðningsmenn voru á vellinum vegna samkomubanns í Eng
landi.
Snarpur skjálfti
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir hverjir varir við
snarpan jarðskjálfta rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöld.
Skjálftinn, sem reyndist vera 5 á Richter að stærð, átti upp
tök sín skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Skjálftinn
fannst einnig á Suðurnesjum, á Stokkseyri, í Vestmannaeyjum,
á Akranesi og í Borgarnesi.
CMYK
SV/HV
Vertu viss um að velja
besta kjötið á grillið!
Meira á
www.fjallalamb.is
4 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV