Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Page 18
18 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV Jón Þór Stefánsson jonthor@dv.is Í síðustu viku fjallaði ég um för mína í hið margumtal-aða kynlífsherbergi. Við- brögðin sem ég fékk við þeirri grein voru afskaplega jákvæð. Þess vegna spurði yfirmaður minn hvort ég hefði ekki áhuga á að fara aftur í svona áhugaverðan rannsóknarleið- angur. Það fannst mér vera góð hugmynd. „En hvað viltu þá gera í þessari viku?“ spurði yfirmaður minn. Ég hugsaði mig um. „Tja, ég væri alveg til í að fara í nudd.“ Þar með var það ákveðið. Ég var að fara í nudd, en ekki bara eitthvert hefðbundið og venjulegt nudd. Nei, ég fór í súkkulaðinudd. Lengi hafði mér fundist gott að borða súkkulaði en aldrei hafði mig grunað að einhvern tímann yrði ég nuddaður upp úr því. Sá möguleiki er nefnilega í boði í Laugar Spa. Mögulega versta martröð nuddarans Mér tókst þó eflaust að klúðra nokkurn veginn öllu sem ég átti að gera. Ég mætti of seint, án sundfata og handklæða- laus. Auk þess hafði ég ekki verið að slaka neitt sérstak- lega mikið á fyrr um daginn, en ég kom beint úr vinnunni og var auðvitað enn í vinnunni – nýbúinn að drekka nokkra kaffibolla og orkudrykk. Ekk- ert af þessu hafði verið tekið fram við bókun og ég auðvitað bara nýgræðingur í súkku- laðinuddi. Ég óttaðist að vera martröð nuddarans: Seinn, sundfatalaus og stífur vegna koffínneyslu. Úr móttöku Laugar Spa var mér fylgt inn í lítið herbergi með nuddbekk og sturtuað- stöðu. Þarna inni voru kerta- ljós og þægileg tónlist í gangi. Ég var skilinn eftir, en ekki fyrr en mér hafði verið sagt að ég skyldi klæða mig úr föt- unum og klæða mig í einnota nærbuxur, eins konar papp- írs-þveng sem hægt væri að henda þegar hann væri útat- aður í súkkulaði, og leggjast á magann á nuddbekknum. Þessum leiðbeiningum fylgdi ég nákvæmlega. Ég ætlaði ekki að gera fleiri mistök. Súkkulaðisósa Þetta nudd var í rauninni alls ekkert ólíkt því sem ég hef áður kynnst. Í þetta skiptið var það hins vegar eins konar súkkulaðisósa sem var notuð í stað nuddolíu, en hún er jú reyndar bæði þykkari og heit- ari en þessi hefðbundna nudd- olía. Þá finnur maður einnig sterka lykt af súkkulaði með- an á nuddinu stendur. Sjálft nuddið hefur tekið um það bil klukkutíma og það var mjög notalegt og gott allan tímann. Að nuddinu loknu spurði ég nuddarann: „Hvers vegna súkkulaði? Hefur það einhver sérstök áhrif?“ Hann sagði mér að í súkkulaði væri mikið um andoxunarefni sem færu mjög vel með húðina. Nú hef ég einnig eitthvað reynt að gúggla mig til um þetta og svo virðist vera að súkkulaði hafi góð og róandi áhrif á líkama og sál. Ég get ekki lagt mat á sann- leiksgildi þessara upplýsinga enda enginn sérstakur hafsjór af fróðleik um hvað sé gott fyrir húðina og hvað ekki. En súkkulaði er gott. Eflaust allra meina bót. Forvarnarauglýsing fyrir brúnkukrem Ég leit í spegil eftir nuddið og komst að því að ég leit út eins og forvarnarauglýsing fyrir brúnkukrem. Því dreif ég mig í sturtuna. Í dágóðan tíma var niðurfallið einn stór drullupollur. Það var á meðan ég reyndi að skola alla króka og kima vel og vandlega. Það sem ég óttaðist nefnilega hvað mest fyrir þessa ferð mína var að súkkulaðið myndi ein- hvern veginn festast við húðina á mér og ég þyrfti að kaupa nýtt lak á rúmið mitt daglega í nokkrar vikur. Ég var svo lengi í sturtunni að nuddarinn var farinn að hafa áhyggjur af mér. Úr sturtunni fór ég síðan í sjálft baðhúsið, eða spa-ið, sem er að mínu mati einstak- lega vel hannað og flott. Alls konar gufuböð, laugar, vaskar og aðrar græjur sem ég mæli eindregið með. Eftir baðhúsið klæddi ég mig aftur í og fór út. Þá var komið að því að gera upp. 15.990 krónur er lítið verð fyrir mann sem lætur vinnu- veitandann borga fyrir sig. Minni samskipti við hundinn Þegar ég keyrði heim til mín komst ég ekki hjá því að finna smá súkkulaðilykt. Hún var greinilega ekki horfin þrátt fyrir þessa löngu og ströngu sturtu mína. Þegar ég kom heim tók elskulegi hundurinn minn á móti mér. Hann er líkt og margir aðrir hundar einstaklega hugulsamur, því vildi hann fá að kyssa mig og sleikja. Mér var þó illa við það að þessu sinni, enda al- talað að súkkulaði sé hundum stórhættulegt. Seinna sama dag fór ég aftur í sturtu en alltaf fann ég súkkulaðilykt- ina. Þó svo að súkkulaðið hafi góð áhrif á líkamann og að nuddið hafi verið æðislegt, þá verð ég samt að spyrja að leikslokum. Er ekki bara betra að halda áfram að borða súkkulaði og nota olíur í nudd- ið eins og það hefur verið? n Þessar myndir eru nær raunveruleikanum. Svona leit ég út þegar ég kom úr nuddinu. Mér var úthlutað þessum pappírsnærbuxum. MYNDIR/JÞS Súkkulaðinudd er gjarnan auglýst með svona myndum. MYNDIR/GETTY SEIÐANDI SÚKKULAÐINUDD ÓTTAÐIST AÐ ENDA SEM VERSTA MARTRÖÐ SÚKKULAÐINUDDARANS Í vikunni fór ég í súkkulaðinudd í Laugar Spa. Það var einstök upplifun, en síðan þá hef ég verið duglegur að fara í sturtu og átt í minni samskiptum við hundinn minn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.