Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 45
A ð þessu sinni er spáð fyrir söngfuglin-um Svölu Björgvins, sem er Vatnsberi. Lúna Fírenza, spákona og tarotmeistari DV, lagði spilin á borðið fyrir hana. Vatnsberinn er ekki þekktur fyrir að lifa eftir neinum sérstökum ramma. Þeir eru taldir vera framsæknir, sjálfstæðir, gáfaðir, einstakir og miklir hugsuðir. Önnur fræg kona í vatnsberamerkinu er engin önnur en Oprah Winfrey. Vatnsberinn er einnig þekktur fyrir að vera óútreiknanlegur og hvatvís – með smá skammt af þrjósku. Allt eru þetta eiginleikar sem hjálpa fólki að ná langt á framabrautinni. Hangandi maður Lykilorð: Upphaf, sakleysi, hvatvísi, frelsi Þú finnur fyrir óánægju eða óróleika, þörf fyrir breyt- ingu í lífi þínu. Þú vilt taka nýja stefnu, eða jafnvel leita að nýju ævintýri. Þú veist kannski ekki nákvæmlega hvert þú vilt fara, bara að þú vilt ekki vera þar sem þú ert einmitt núna. Stundum er það fyrsta skrefið að vita hvað maður vill ekki, þótt maður viti ekki endilega hvað maður vill í staðinn. Þetta er tími fyrir bjartsýni og ákvarðanir – utanaðkomandi áhrif munu hafa áhrif á ákvarðanatöku þína. Spurðu sjálfa þig: Er þetta það sem ég þrái í raun og veru? Hvað er rétt fyrir mig’? Hamingjuhjólið Lykilorð: Velgengi, karma, lífsferill, örlög, tímamót Hjólið bendir til þess að þú sért að leita að tímamótum í lífi þínu og jákvæðum breytingum. Ef það er tilfellið þá máttu búast við þessum tímamótum bráðlega. Örlögin leika við þig. Nú er góður tími til þess að taka eftir vísbendingum frá alheimsorkunni. Það er oft hægt að afskrifa atburði sem tilviljun, fremur en skilaboð. Við bendum þér á að hlusta og taka vel eftir þeim skilaboðum. Mikilvægur tími til þess að hlusta og treysta á innsæið þitt. Þú veist að þú veist þetta! Dómurinn Lykilorð: Breytingar, tímamót, ný byrjun, vakning Mörgum bregður við að fá þetta spil en þú þarft alls ekki að óttast. Merking þessa spils helst vel í hendur við spilin hér á undan og merkir spennandi tíma. Breytingar eru góðar og hollar. Dómurinn táknar nefnilega að þessu sinni bara endurfæðingu á öllum sviðum í lífi þínu. Nú er tími til að takast á við það sem þú óttast og hefja nýtt tímabil, þar sem þú skilur eftir það sem hefur haldið aftur af þér, eða dregið úr þér. Skilaboð frá spákonunni Við óskum þér til hamingju með þessa spennandi spá, það er greinilegt að þú ert að fara inn á hærri tíðni þar sem ekkert getur stöðvað þig. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Svala Björgvíns Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Kæri hrútur. Spenntu beltin, því næstu tvær vikur verða stút- fullar af alls konar spennandi tækifærum. Þú færð hreinlega valkvíða, sem flokkast þó sem lúxusvandamál, þannig að við óskum þér bara til hamingju. Naut 20.04. – 20.05. Fjölskylduböndin skipta þig miklu máli um þessar mundir. Samband sem var orðið jafnvel smá litað af biturleika fær nýtt líf og önnur tengsl munu styrkjast á ný. Þetta léttir mikið á sálarlífinu og þú finnur fyrir mikilli hugarró. Tvíburar 21.05. – 21.06. Ég veit ekki hvernig stendur á heppni þinni í fjármálum en um þessar mundir gjörsamlega rignir yfir þig peningum. „Make it rain!!’’ Það vill svo til að spá- konan á tvíburabræður í tvíbura- merkinu og minnir hér á að það er fallegt að deila bróðurlega á milli sín. Krabbi 22.06. – 22.07. Elsku sjarmakrabbi! Nú reynir á sköpunarhæfileika þína og útsjónarsemi. Atvinnumálin hafa breyst verulega hjá þér vegna alheimskrísunnar. Krabbinn er þekktur fyrir að vera sjarmerandi og við vitum að þú munt spjara þig vel, ef þú bara treystir á innsæið. Ljón 23.07. – 22.08. Gömul rómantík er að trufla þig við að ná markmiðum þínum. Það tekur smá á ástarlífið, en við þurfum að vera ábyrg fyrir eigin hamingju og velgengni. Nú væri góður tími til að ræða við sálfræðing til þess að hlúa að sjálfum sér og fá botn í málin. Meyja 23.08. – 22.09. Þú finnur fyrir miklu þakklæti þessa vikuna og langar að gefa til baka. Þú gætir til dæmis orðið stuðningsforeldri eða styrkt góðgerðarmálefni. Kannski er bara málið að kaupa áskrift að DV. Það væri allavega ágætis byrjun … Vog 23.09. – 22.10. Á næstu dögum færðu að njóta uppskerunnar af þeirri vinnu sem þú hefur lagt á þig nýlega. Vogin er alltaf svolítið væmin og hjá þér sést oft glitta í tár á hvarmi, vegna þess þakklætis sem um- lykur þig, og falleg orka streymir frá þér. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Þig þyrstir í ævintýri og þú ættir að láta það eftir þér. Hugsaðu út fyrir rammann. Flýðu hvers- dagsleikann. Bókaðu köfun í Þingvallavatni eða farðu í flúða- siglingu niður Hvítá. Síðan hefur heyrst að hægt sé að kaupa brimbretti í Costco. Bogmaður 22.11. – 21.12. Loksins kemst þú í verðskuldað frí. Þú nærð að hlaða batterín að fullu til að vera tilbúin fyrir næsta ævintýri. Þér fylgir slík framkvæmdagleði að þú tímir ekki að eyða miklu púðri í að endurnýja orkubirgðirnar. Steingeit 22.12. – 19.01. Þú ert mikið náttúrubarn og finnst mikilvægt að geta sam- ofið starf þitt með því að vinna með náttúruna. Þú ert algjört meistaraverk og færð verðskuld- aða athygli fyrir þá ástúð sem þú veitir umhverfinu. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Stundum helst það í hendur að hreinsa til heima hjá sér og hreinsa til andlega. Þetta er minimalísk vika hjá þér og með því að hreinsa út úr skápum, og losa þig við allan óþarfa, léttir þú um leið á sjálfri/um þér. Nú er rétti tíminn til að gefa til Rauða krossins eða annarra góðgerðar- mála. Fiskur 19.02. – 20.03. Þú eyðir næstu dögum í dag- drauma, en einmitt þannig kemstu hálfa leið í að láta drauma þína rætast. Hugurinn ber okkur alltaf hálfa leið. Mundu samt að hlúa að vinum, börnum og maka, en ekki festast um of í draumunum. Vikan 24.07. – 30.07. Söngfuglinn Svala þarf að hlusta á innsæið Áhrifamikið par MYND/ANDRI MARINÓ stjörnurnarSPÁÐ Í Parið Ágúst Ólafur Ágústsson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir opinberuðu ást sína í vikunni á samfélagsmiðlum. Ágúst Ólafur er þingmaður Samfylkingarinnar en Jó- hanna Bryndís er formaður Tannlæknafélags Íslands. Þau birtu á dögunum mynd af sér á Bolafjalli á Vestfjörðum en fjallið er fyrir ofan Bolungarvík. DV ákvað að lesa í stjörnumerki þeirra og athuga hvernig þau eiga saman. Fiskur og Naut ná vel saman á tilfinninga- sviðinu og leggja allt sitt í sambandið. Nautið getur verið þrjóskt en Fiskurinn stundum sveimhuga. Saman ná þau einhverju einstöku jafnvægi sem gerir sambandið svo töfrandi. Stundum eiga Fiskarnir erfitt með að finna sína fjöl en Nautið kemur með festuna í sam- bandið. Naut eru líka einstaklega ástríðufull og nýtur Fiskurinn þar góðs af. Mikilvægt er að Fiskurinn leggi sig fram við að hafa fæturna á jörðinni en Nautið má á móti leyfa sér að slaka aðeins á. Þessar andstæður eru uppskrift að spennandi sambandi sem getur enst vel. Það verður gaman að fylgjast með þessu áhrifamikla pari í framtíðinni og sjá hvert þau stefna saman. n Ágúst Ólafur Ágústsson 10. mars 1977 Fiskur n Ástúðlegur n Listrænn n Vitur n Blíður n Dagdreyminn n Treystir of mikið Jóhanna Bryndís Bjarnad. 25. apríl 1980 Naut n Áreiðanleg n Þolinmóð n Trygglynd n Ábyrg n Þrjósk n Ósamvinnuþýð MYND/FACEBOOK STJÖRNUFRÉTTIR 45DV 24. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.