Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 46
46 SPORT 433 24. JÚLÍ 2020 DV JÓNDI AFI MINN HELSTI STUÐNINGS- MAÐUR Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrir- liði Fylkis, er reynslumikil knatt- spyrnukona. Hún hefur leikið 77 leiki í efstu deild hér á landi. Fyrr á þessu ári spilaði hún sína fyrstu leiki með A-landsliði Ís- lands. Mikil vinna liggur að baki árangrinum. Berglind gefur okkur innsýn inn í hvernig hún varð sú íþróttakona sem hún er í dag. TÍU HEILRÆÐI BERGLINDAR Markmið Markmið verða alltaf að vera raunhæf. Þau geta verið allt frá því að eiga 10 góðar sendingar í leik í að vinna 10 bolta í leik. Markmið hafa meiri áhrif á hugarfar heldur en maður áttar sig á því hugarfarið þarf að vera gott til að ná þeim. Hafa gaman/njóta Til að ná langt sem íþróttakona þarf fyrst og fremst að hafa gaman af því sem þú ert að gera. Það koma stundir sem eru erfiðar en ef þú hefur gaman af íþrótt- inni þá er léttara að snúa sterkari til baka. Hugarfar Hugarfar er bæði besti vinur íþróttakonu og sá versti. Hugarfar kemur þér langleiðina að því sem þú vilt af- reka í þinni íþrótt. Ég er mjög mikið að vinna í hugarfari mínu og finn ég að með hverjum leik þá styrkist ég hvað það varðar. Svefn Svefn fyrir mér er mjög mikilvægur. Mér finnst svefn hjálpa mér að halda einbeitingu í því sem ég er að gera. Svefninn hjálpar mér líka að bæta mig sem íþróttakonu. Ég stefni alltaf á að ná átta tíma svefni. Daginn fyrir leik sef ég alltaf í níu tíma. Matur/næring Matur og næring er mjög stór partur af lífi mínu og mikilvægur. Ég borða ekki bara hollt en jafnvægið er best. Ég borða enga óhollustu fimm dögum fyrir leik. Eftir leik þá leyfi ég mér aðeins. Ég borða á tveggja tíma fresti á hverjum degi og borða mjög fjölbreytt fæði. Góð næring er hluti af því að ná árangri í íþróttum. Aukaæfingar Aukaæfingar eru alltaf góðar, sama hvað þú leggur áherslu á. Mikilvægt er að æfa ekki bara það sem þú ert léleg í heldur líka það sem þú ert góð í. Síðustu tvö tímabil hef ég aðallega verið að vinna í að bæta styrk. Helst hef ég gert fyrirbyggjandi æfingar til að koma í veg fyrir meiðsli, enda hef ég fengið minn skerf af þeim. Taka við hrósum/gagnrýni Það að geta tekið við hrósi og gagnrýni er stór hluti af íþróttinni. Ég hef alltaf átt erfitt með að taka hrósi. Í seinni tíð hef ég æft mig í að nota hrós sem hvatningu til að bæta mig. Ég hef alltaf átt auðveldara með gagn- rýni. Ég sé hana ekki sem neikvæðan hlut, heldur tek ég við athugasemdum og nota þær til að bæta minn leik. Þolinmæði / þrautseigja Þolinmæði er dyggð. Það sem þú vilt áorka í fótbolta kemur ekki á einni nóttu. Ef viljinn er fyrir hendi mun vinnan sem þú leggur í íþróttina skila sér. Ég hef slitið krossband tvisvar og rifið það einu sinni. Án þolinmæði og þrautseigju hefði ég aldrei komið mér aftur í form og hvað þá inn á völlinn aftur. Ég les ekki alla bókina á einni nóttu, ég les einn kafla í einu. Hugsa vel um líkamann Mikilvægt er að hugsa vel um líkamann og hlusta á hann. Í þessu felst næring, svefn og hvíld. Líkaminn er okkar musteri og hann gerir okkur kleift að vera í þeirri íþrótt sem við erum. Ég er dugleg að mýkja vöðvana, liðka líkamann fyrir æfingar og teygja á eftir æfingar. Vinir og fjölskylda Fjölskylda og vinir eru mikilvæg þegar kemur að íþróttum. Þau styðja við bakið á manni í gegnum súrt og sætt. Ég er mjög heppin með mína fjölskyldu og vini. Minn helsti stuðningsmaður er Jóndi afi. Hann hefur fylgt mér og fótboltanum síðan ég man eftir mér. Fjöl- skyldan hjálpar mér þegar illa gengur. Þau hrósa manni þegar vel gengur og eru alltaf stolt, sama hvað. Berglind Rós fer fyrir sínu liði í efstu deild kvenna. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.