Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 11
lenskum vinnumarkaði.“
Hún segir í raun engin for-
dæmi fyrir jafn harkalegum
aðgerðum og Icelandair fór
í gegn flugfreyjum. „Ég hef
verið að ræða við þá sem eru
eldri en ég í þessum bransa og
þeir hafa ekki séð svona takta
áður. Það þarf hreinlega að
leita í sögubækurnar til að sjá
jafn eindreginn vilja atvinnu-
rekenda til að kljúfa samstöðu
vinnandi fólks.“
Hún bendir á að þessar að-
gerðir séu ekki í neinum takti
við það sem er að gerast í al-
þjóðasamfélaginu þar sem
stofnanir eins og Alþjóða-
bankinn og OECD séu alltaf að
leggja meiri áherslu á jöfnuð
og líta á hann sem markmið í
sjálfu sér. „Stórkapítalistarnir
á Íslandi eru eitthvað á eftir
í þessari þróun. Síðan þarf
að hafa í huga að þegar áföll
verða, eins og það efnahags-
lega áfall sem er að verða um
allan heim vegna COVID-19,
þá byrjar baráttan um auð-
inn.“ Hún segir rithöfundinn
og aðgerðasinnann Naomi
Klein hafa lýst þessu ágætlega
í tímamótaverkinu The Shock
Doctrine, að þegar samfélag
verður fyrir áfalli þá fari
hrægammarnir af stað til að
reyna að endurskipuleggja
auðinn, og þá séu það yfirleitt
vinnandi fólk og almennir
borgarar sem verða verst úti.
Kaldur veruleiki
við heilsuleysi
Að mati Drífu er tvennt sem
þarf að gerast strax til að
forða frekari samfélags-
legum erfiðleikum. „Það þarf
að hækka atvinnuleysisbætur.
Við megum ekki missa fólk í
fátækt. Slíkt er hættulegt
fyrir einstaklingana sjálfa
en það er líka hættulegt fyrir
samfélagið. Fólk upplifir ekki
að samfélagið standi með því,
finnst því það ekki lengur
vera hluti af samfélaginu og
það getur haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir þjóðfélagið í
heild sinni. Við þurfum líka að
bæta kjör öryrkja og ýmissa
hópa aldraðra. Það er kaldur
veruleiki sem blasir við
fólki sem missir heilsuna og
verður því óvinnufært. Þetta
eru stóru málin sem þarf að
bregðast við strax. Til lengri
tíma er það stöðugt viðfangs-
efni að fólk geti lifað af laun-
unum sínum en því miður er
það ekki alltaf hægt.“
Hún bendir á að til sé orðin
ný tegund stéttaskiptingar hér
á landi þar sem útlendingar
séu hlunnfarnir á vinnumark-
aði. „Það er mikið áhyggjuefni
að ýmsir atvinnurekendur
líta á útlendinga sem einnota
vinnuafl. Fólk er flutt hingað
í stórum stíl til að vinna oft
vanþakklátt starf. Þetta er
fólk sem nær ekki að tengjast
íslensku samfélagi og almenn-
ur Íslendingur þekkir ekki vel
aðbúnað þessa fólks.“
Eftir brunann á Bræðra-
borgarstíg 1 hefur blossað upp
mikil reiði meðal innflytjenda
og segir Drífa það vera mjög
skiljanlegt. „Þá kom fram fólk
sem sagði að það væri hrein-
lega farið með erlent vinnuafl
eins og dýr. Við verðum að
horfast í augu við að velsæld
í íslensku samfélagi síðustu
árin hefur að stórum hluta
verið haldið uppi af fólki sem
kom hingað til að hjálpa okkur
að snúa hjólum atvinnulífsins.
Öll umræða um að þeir sem
koma hingað til að leggja hönd
á plóg eigi ekki að öðlast rétt
til atvinnuleysisbóta eða önn-
ur réttindi finnst mér mjög
dapurleg því við stöndum í
mikilli þakkarskuld við fólk
sem hefur komið hingað til að
vinna.“
Samtakamáttur Pólverja
Í brunanum á Bræðraborgar-
stíg 1 létust þrír Pólverjar
og Íslendingar sáu vel í kjöl-
farið hversu sterkur samtaka-
máttur Pólverja var. Drífa
bendir á að á Facebook telji
samfélag Pólverja á Íslandi
um 24 þúsund manns og með
auknum fjölda séu þeir dug-
Í starfi hef ég
þurft að eiga við
stærstu persónu-
leika landsins.
FRÉTTIR 11DV 24. JÚLÍ 2020