Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV STRÍÐIÐ VIÐ SMÁLÁNAFYRIRTÆKIN Saga smálánafyrirtækja spannar aðeins rúman áratug en er æði skrautleg. Tilraun- um ríkisins til að koma böndum á starfsemina er svarað með klækjabrögðum. Smá- lán standa enn til boða í dag, þótt okurvextirnir í upphafi séu vissulega horfnir. S aga smálánastarfsemi á Íslandi spannar aðeins rúman áratug en á þeim tíma hefur margt gerst. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórn- málamanna hefur lítið þokast. Smálánafyrirtækin hafa að- lagað sig hratt að þeim lögum sem hafa verið sett þeim til höfuðs og úr orðið farsa- kennt kapphlaup löggjafans og smálánafyrirtækja. Nú, 11 árum síðar, eru fyrirtækin enn starfandi og sömu nöfnin sjáanleg í eigendahópi nú og áður. Svokölluð smálán hófu inn- reið sína árið 2009 og fylgdu deilur um lögmæti þeirra strax í kjölfarið. Smálánin svokölluðu eru lítil lán veitt til skamms tíma og afgreidd með mjög einföldum hætti fyrir neytandann, yfirleitt með SMS-i. Í upphafi báru lánin enga vexti, aðeins „lántöku- kostnað“, þótt síðar hafi allur slíkur kostnaður verið færður undir eina „árlega hlutfalls- tölu kostnaðar“, eða ÁHK. Smálánafyrirtækin virðast hafa strax í upphafi verið vel fjármögnuð og undirbúin því þau komu á markaðinn af fullum krafti. „Að fá smálán er ótrúlega einfalt og það er afgreitt strax inn á banka- reikninginn þinn“, sagði í aug- lýsingu Kredia sem birtist í DV í desember 2009. Sjá mátti á auglýsingunni að fyrirtæk- ið bauð 10.000 króna lán og krafðist endurgreiðslu höfuð- stóls auk vaxta innan 15 daga. Vextirnir voru fastar 2.500 krónur, óháð hvenær innan 15 daga lánstímans lánið var greitt til baka. Þannig voru ár- legir vextir 608%. Leifur Haraldsson, þá- verandi framkvæmdastjóri Kredia, sagði við Morgunblað- ið á sínum tíma að starfsemin rúmaðist innan laganna og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi átt fund með Fjármála- eftirlitinu sem og Neytenda- stofu. „Lögin eru nokkuð víð og starfsemi okkar fellur fyllilega innan ramma þeirra.“ Það var rétt hjá Leifi, og fyrir- tækin áttu eftir að fá að starfa óáreitt í þónokkur ár áður en löggjöf og reglugerðir tóku að þrengja að starfseminni. Nú, rúmum áratug síðar, eru smá- lánafyrirtæki enn á markaði og sömu nöfn á bakvið þau þeg- ar skyggnst er bakvið tjöldin. Sviðin jörð um allan heim Þótt starfsemin hafi verið ný af nálinni hér á landi hafði hún þekkst erlendis talsvert lengur. Í Bandaríkjunum gengur starfsemin undir nafninu „payday lending“, eða útborgunardagslán, og er vísað í að lánin séu til að brúa bil fram að næsta útborgunar- degi. Á Norðurlöndunum voru reglur mjög fljótt þrengdar að starfseminni og hún fest í skorður eftirlits og reglu- verks. Í Noregi er hún leyfis- skyld og í Danmörku má ekki lána á nóttunni og 48 klukku- stundir þurfa að líða milli umsóknar og útgreiðslu lána. Alls staðar er starfsemin um- deild og ljóst að þar sem smá- lán stíga niður fæti sviðnar jörð. Fyrst á markað voru Hrað- peningar ehf. og áðurnefnt Kredia ehf. Síðar bættust í hópinn Smálán ehf., Múla ehf., og 1909 ehf. Hraðpeningar og Kredia voru eftir sem áður hornsteinar starfseminnar, því Hraðpeningar áttu 1909 ehf. og Múla ehf., og Kredia átti Smálán ehf. Athygli vakti á sínum tíma að í varastjórn smálánafyrirtækisins Múla sat til ársins 2012 Helga Sigur- rós Valgeirsdóttir, sem í júní 2013 var ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á þeim tíma var starfsemi smálána- fyrirtækja oft til umfjöllunar í umræðum á Alþingi. Heimir Hannesson heimir@dv.is MYND/TÍMARIT.IS FYRSTA AUGLÝSINGIN Ein af fyrstu auglýsingum Kredia á Íslandsmarkaði. Smálánin voru þá nýjung á Íslandi en höfðu þekkst erlendis lengur. 10.000 króna lán bar yfir 600% vexti. Þetta er starfsemi sem á ekki að líðast. Smálán voru markaðssett af mikilli hörku þegar þau ruddu sér til rúms. Viðkvæmir þjóðfélagshópar lentu fljótt í gildru smálána. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.