Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 2
Sértrúarsöfnuður eða lyklapartí? Svarthöfði elskar að setj-ast niður eftir langan vinnudag og skoða hvað er í gangi í þjóðfélaginu. Það sem Svarthöfði hatar samt er þegar það er ekkert í gangi í þjóðfélaginu. Einmitt núna þá er gjörsamlega ekkert að ger- ast á þessu pínkulitla og volga skeri. Það gerist svo sem allt- af eitthvað en það endar allt svo fljótt. Eins og flugfreyju- málið, Svarthöfði hefði verið til í að sjá það rúlla áfram og fá aðeins meiri spennu. Nú er bara búið að leysa allt þar, ekkert drama og þá er ekk- ert til að vera spenntur yfir. Alveg hreint frábært fyrir flugfreyjurnar en fáránlega leiðinlegt fyrir fólk eins og Svarthöfða sem nærist á úlf- úð og drama. Það þarf bara eitthvað virkilega áhugavert að gerast. Eitthvað sem gerir Svart- höfða kleift að demba sér ofan í málið og vera ósam- mála öllum og móðurömmu þeirra líka. Myndi það til dæmis drepa Íslendinga að gera einhvern stóran skandal, eitthvað sem Svarthöfði getur fylgst alveg rækilega með? Þið verðið samt að skilja að Svarthöfði vill ekki að neitt hræðilegt gerist. En það væri samt fínt að fá eitthvað til að tala um í heita pottinum annað en það hvað veðrið á Íslandi er mismunandi. Það er eitthvað sem varð þreytt áður en það byrjaði. Svarthöfði er alltaf að pæla svo hann hefur ákveðið að koma með nokkrar hug- myndir. Til dæmis gæti eitt- hvert fólk tekið sig saman og stofnað eins og einn sértrúar- söfnuð, eða jafnvel haldið risastórt lyklapartí. Það væri síðan líka gaman að fá eitt- hvert klassískt pistlarifrildi, Kári Stefánsson gæti kannski reddað því. Það væri líka gam- an ef einhver í ríkisstjórninni myndi slíta stjórnarsamstarf- inu, það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með kosningum. Málið er að Svarthöfði er ekki að biðja um mikið. Það þarf bara eitthvað sem lætur mann gleyma því að sumarið er alveg að klárast og skamm- degisþunglyndið fer að banka upp á dyrnar eftir fáeinar vikur. Það er nefnilega hræði- lega stutt í það að allt verði kalt, leiðinlegt og dapurt. Þá er alltaf nóg í gangi en Svart- höfði nær ekki að meta það jafn vel því hann er djúpt niðri, einn og einmana með sínum eigin hugsunum. Það er sama hvað Svarthöfði gerir, hann nær aldrei að sleppa frá sínum eigin óraun- verulega raunveruleika. Þess vegna vill hann að eitthvað magnað gerist áður en hann fellur ofan í hyldýpi síns eigin sjálfs. Það þarf bara einhver að taka einn á sig fyrir liðið og gera eitthvað áhugavert sem þjóðin getur fylgst með. Svarthöfði man gömlu góðu dagana þegar fáránlegir hlutir gerðust sí svona. Eins og þegar einhver gaur sem hét Almar ákvað að vera nakinn í kassa fyrir framan alla þjóðina. Sú umræða náði ákveðnum hápunkti þegar Almar ákvað eitt kvöldið að svara kalli náttúrunnar og kassamerkið #nakinníkassa fór að trenda. Hvar er fólk eins og Almar þegar maður þarf á því að halda? n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Nú(nú) er nóg komið V ilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þing- maður, fór hörðum orðum um smálána- fyrirtækin á dögunum í aðsendri grein í Morgunblaðinu þar sem hann sagði meðal annars: „Það ættu að verða örlög lögsmámenna, sem notfæra sér neyð og bágindi annarra við innheimtu smálána, að fara í hið neðra og brenna þar vítislogum á teinum og rotna svo í mógröf, til efsta dags, og ná aldrei augliti guðs.“ Ansi harkaleg orð. Flestum finnst þau hins vegar eiga fullkomlega rétt á sér. Smálán eru smánarblettur á samfélaginu. Þeir sem nýta sér þessi lán eru í flestum tilvikum fólk sem hefur enga aðra leið til að verða sér úti um pening og áttar sig ekki á þeim vítahring sem það getur lent í með töku þeirra. Við höfum heyrt dæmi af andlega veiku fólki sem hefur tekið smálánin og lent í skuldasúpu. Fíklar hafa nýtt smálánin til að verða sér úti um næsta skammt. Hand- rukkarar í undirheimum hafa líka nýtt sér þennan möguleika. Nú er ekki bara hægt að neyða fólk með ofbeldi til að taka út úr hraðbanka til að borga skuldina sína, heldur er hægt að neyða fólk til að taka smálán í gegnum snjallsímann. Einstaklingar með þroska- skerðingu hafa tekið lánin í góðri trú, aðeins til þess að fá mörg hundruð prósenta vexti í bakið. Eins og fram kemur í ítar- legri umfjöllun í blaðinu vísa vefsíður allra eldri smálánafyrirtækjanna á Núnú lán, sem stofnað var á þessu ári, en eigandi fyrsta íslenska smálánafyrirtækisins er meirihlutaeigandi í Núnú, sem er eitt um hituna í dag. Það var síðan áhugaverð tilviljun að Núnú lán séu á vef sínum skráð til húsa í sömu byggingu og DV. Blaðamaður fann hins vegar enga slíka starfsemi í húsinu. Nú vill svo til að fjallað hefur verið um smálánafyr- irtækin árum saman en lítið virðist breytast. Lögum er breytt eitthvað örlítið en fyrirtækin halda ótrauð áfram, breyta skilmálum sínum örlítið og ráðast í málamyndunargjörninga með flýtigjöld og rafbækur. Svona hefur þetta gengið. Stundum virðist hreinlega eins og áhugi stjórnvalda sé ekki einlægur í þessum málum. Á dögunum auglýsti stjórnarþingmaður eftir reynslusögum þeirra sem hefðu lent í klóm smálána og ætlaði aldeilis að láta til sín taka. DV reyndi dögum saman að ræða þetta við þingmanninn en alltaf var hann of upptekinn. Í fréttaskýringaþættinum Kveik í fyrra var ítarlega fjallað um smálánafyrirtækin og þar meðal annars rætt við sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna, eina fjármálafyrirtækisins sem aðstoðar smálána- fyrirtækin við greiðslumiðlun. Þá sagðist hann íhuga að loka á smálánafyrirtækin. Það hefur enn ekki verið gert. ASÍ og Neytenda- samtökin létu hins vegar verkin tala fyrr á árinu og stofnuðu sérstök baráttusamtök gegn smálánastarf- semi sem hafa það að markmiði að aðstoða þolendur smálánastarfsemi og girða fyrir það að slík starf- semi fái þrifist. Samkvæmt könnun aðildarfélaga ASÍ meðal félagsmanna sinna geta 25% þeirra sem lenda í skuldavanda rakið orsökina til smálána. Við megum engan tíma missa. Nú(nú) er nóg komið. n Smálán eru smánarblettur á samfélaginu. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Olga Björt Þórðardóttir er ritstjóri og útgefandi bæjar- blaðsins Hafnfirðings. Hún velur uppáhaldsnúvitundar- staði sína, vegna þess að núvitund hefur bjargað geð- heilsu hennar undir álagi og í kjölfar áfalla. 1 Álftanesfjara Það eru einhverjir töfrar við að horfa á öldurótið og fallegt sólarlag, hvort sem það er flóð eða fjara og sama hvaða árstíð er. 2 Hvaleyrarvatn Þessi náttúruperla í Hafnar- firði hefur allt sem þarf til að ná góðri upplifun; göngu- leiðir umhverfis vatnið og í skóginum, vaða berfætt, synda eða sigla, eða bara grilla og njóta með fjölskyldu og vinum. 3 Helgafell Eftir að hafa reynt aðeins á sig á leið upp á Helgafell er einstök tilfinning að finna sér stað fyrir einveru í friði á toppnum (þar er nóg pláss!), setjast niður í endorfínvímu og þakka fyrir heilsuna, lífið og fólkið sitt. 4 Hellisgerði Ótrúlega fallegur og kyrr- látur staður með álfahólum og Álfabúð í gömlu húsi. Þarna finnst mér notalegast að finna einhvern stað til að setjast í grasið og rýna í nátt- úrufegurðina, blómin og trén í kringum mig – gjarnan með myndavélina með mér. NÚVITUNDAR- STAÐIR 2 EYJAN 24. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.