Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 15
Það var í þvinguðu og spenntu andrúmslofti hausts- ins 2009 sem smálánin ruddu sér til rúms. Atvinnuleysi var í sögulegum hæðum, skulda- vandi heimilanna mikill og vaxandi, verðbólga og eftir- málar hrunsins í hámæli. Það var í þessu umhverfi sem Árni Páll Árnason, fyrrverandi fé- lags- og tryggingamálaráð- herra og þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram fyrsta frumvarpið sem miðaði að því að takmarka starfsemi smálánafyrir- tækjanna. Sagði Árni Páll þá við RÚV um málið: „Þetta er starfsemi sem á ekki að líðast, hefur ekkert samfélagslegt gildi og skiptir miklu máli að finna leiðir til að stöðva þenn- an ófögnuð eins fljótt og við getum.“ Frumvarp Árna náði ekki fram að ganga og Árni hætti sem ráðherra við upp- stokkun í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um áramótin 2011/2012. Kom Steingrímur J. Sigfússon í stað Árna í efna- hags- og viðskiptaráðuneytið. Í október 2012 lagði hann fram frumvarp að lögum um neyt- endalán sem samþykkt voru og tóku gildi ári síðar. Töfin á afgreiðslu frumvarpsins nam því fullum tveimur árum. Lán tvöfaldast á tveim mánuðum Með frumvarpi Árna hófst elt- ingarleikur hins opinbera við smálánafyrirtækin sem áttu eftir að beita ótrúlegum bola- brögðum og klækindum til að komast undan íslenskum lög- um um starfsemi þeirra. Svo virðist að hverju útspili hins opinbera hafi verið svarað með breyttum starfsháttum og uppfærðu viðskiptalíkani fyrirtækjanna. Með gildistöku laga um neytendalán í nóvember 2013 var í fyrsta sinn þrengt tals- vert að smálánafyrirtækjum og möguleikum þeirra til takmarkalausrar álagningar vaxta og kostnaðar. Var þá áðurnefnd ÁHK fest í 50% að viðbættum stýrivöxtum Seðla- bankans. Engu að síður mátti enn veita lánin án greiðslu- mats og án mats á lánshæfi. Á þessum tímapunkti var líka ljóst að orð Samtakanna Útláns um að þau hefðu aldrei og myndu ekki beita löginn- heimtuaðgerðum vegna þess að lánin voru „svo lítil að það svaraði ekki kostnaði“, áttu ekki lengur við. Innheimta lánanna var hafin af fullri hörku. Umboðsmaður skuld- ara hafði á þeim tíma varað eindregið við starfsemi smá- lánafyrirtækja og fjölmiðlar kepptust um að birta svæsnar sögur af fólki sem lent hafði illa í smálánafyrirtækjum. Mbl.is birti til að mynda árið 2014 frásögn af langt leiddum fíkli sem hafði náð að taka 13 smálán á 5 dögum. Hvert lán var 20.000 krónur og stóðu þau, tveim mánuðum seinna, með vöxtum, kostnaði og svo- kölluðu „flýtigjaldi“, í samtals 566.008 krónur. Höfuðstóllinn, 260.000 krónur, nam minna en helmingi heildarskuldar. Þannig tókst smálánafyrir- tækjum að teygja 26. gr. laga um neyslulán um hámarks ÁHK til hins ítrasta. Þar að auki voru þau þá farin að nýta sér hámarksálagningu frum- og milliinnheimtukostnaðar þegar einstaklingar gátu ekki borgað á réttum tíma. Þar sem ofangreint lán var ekki eitt 260.000 króna lán, heldur þret- tán 20.000 króna lán, þrettán- faldaðist hámarks álagning innheimtukostnaðar sem smá- lánafyrirtækin máttu leggja á skuldina. Breki Karlsson, for- maður Neytendasamtakanna, sagði við DV að þessum brögð- um væri enn beitt. „Flýtigjald“ í stað kostnaðar Mjög fljótlega eftir gildistöku laganna um hámark ÁHK hófu smálánafyrirtækin að bjóða lántökum að greiða „flýtigjald“ og fá hraðari af- greiðslu lánsins. Án greiðslu flýtigjalds færi lánið frá því að vera afgreitt samstundis í að vera afgreitt á sex til átta dögum. Spurningin sem eftir stóð var hvort reikna ætti flýtigjaldið inn í ÁHK eða ekki. Neytendastofa tók af- stöðu til þess með úrskurði sínum árið 2014. Í honum sagði að fella ætti kostnað- inn inn í ÁHK sem þá færði heildarkostnað lántökunnar langt yfir leyfileg mörk og gerði lánveitinguna ólöglega. Lagði Neytendastofa sektir og dagsektir á fyrirtækin. Bæði áfrýjunarnefndir sem og dómstólar staðfestu ákvörðun Neytendastofu. Smálánin og klækjabrögð smálánafyrirtækja heyrðu þó ekki sögunni til og víkur þá sögunni að rafbókum. Kaup á samhengislausri þvælu skilyrði lántöku Um það leyti sem útséð var með flýtigjaldið fóru smá- lánafyrirtæki að gera þá stór- undarlegu kröfu til væntan- legra viðskiptavina þeirra að þeir keyptu rafbók inni á heimasíðu sinni til þess að öðlast lántökurétt. Rafbókin var svo ekkert annað en sam- hengislaust rugl og bersýni- leg afurð erlends texta sem keyrður hafði verið í gegnum þýðingarvélar á netinu, svo sem Google Translate, og svo gefinn út sem ritverk. Til að fullkomna yfirskinið var svo bókin boðin til sölu á Amazon sem „Icelandic edition“. Sagði RÚV til að mynda frá bókinni „Black daga“, sem hófst á orð- unum: „Þeir gengu meðfram veginum, leita í kring. Það virtist sem vindur var dálítið sterkari. Eða kannski ekki. Kannski það virtist bara.“ Í annarri bók, „Njósnari sögur,“ stóð: „Operation „Ci- cero“ - kannski mikilvægasti atburður í þessi dularfulla, leyndarmál og hljóður baráttu sem aldrei eitt augnablik hætt að sex langa fótinn á síðasta stríð. Snéri rekstri í Tyrklandi á tímabilinu frá október 1943 til apríl 1944.“ Neytendastofa lagði að lok- um tíu milljóna króna stjórn- valdssekt á móðurfélag 1909, Hraðpeninga og Múla. Auk þess gerði Neytendastofa fyr- irtækinu að láta af rafbóka- ævintýri sínu innan 14 daga, eða að sæta 500.000 króna dagsektum fyrir hvern dag eftir það. „Áfrýjunarnefndin [telur] hafið yfir vafa að kaup- verð þeirra rafbóka sem kær- andi býður til sölu í tengslum við lánveitingar sinnar sé í raun kostnaður sem neytandi þurfi að greiða í tengslum við lánssamning“, sagði í úrskurði Neytendastofu. Starfsemin hýst í danskri skúffu Þegar þessi niðurstaða lá fyrir höfðu fyrirtækin þegar flúið land. Öll fyrirtækin sem rætt hefur verið um voru flutt til Danmerkur, í eigu sama aðila og til heimilis á besta stað í Kaupmannahöfn. Hið rétta var að skrifstofa fyrirtækis- ins „eCommerce 2020“ var einungis skel og þegar blaða- menn DR1 í samvinnu við blaðamenn fréttaskýringa- þáttarins Kveiks knúðu á dyr var enginn heima, og hafði aldrei verið. Enn voru lánin auglýst á sömu kjörum á íslensku, í ís- lenskum krónum. Markaðs- efni fyrirtækjanna var á ís- lensku og stílað á íslenskan markað, til dæmis tóku SMS- sendingar fyrirtækjanna kipp í vikunni fyrir versl- unarmannahelgi. Danskar rætur smálánafyrirtækjanna feysknuðu og fúnuðu enn þegar blaðamenn RÚV og Danmarks Radio reyndu að eiga samskipti við þjónustu- ver fyrirtækjanna á dönsku. „No, I‘m sorry, only Icelandic or English,“ svaraði „danski“ lánveitandinn. SKJÁSKOT/KREDIA.IS SKJÁSKOT/SMALAN.IS SAMHENGISLAUS ÞVÆLA Rafbókaflét ta smálánaf yrir- tækjanna fór af stað eftir að „flýtigjald“ þeirra var dæmt til að reiknast sem lántökukostnaður. Gerðu þeir þá kröfu til væntan- legra lántakenda að þeir keyptu rafbók til að öðlast lántökurétt. Rafbókin var bersýnilega erlendur texti keyrður í gegnum þýðingar- forrit svo úr varð samhengislaus þvæla á íslensku. ALLIR VÍSA Á SAMA STAÐ Vefsíður allra smálánafyrirtækja segja nú að eCommerce hafi hætt útlánastarfsemi og beinir viðskiptavinum sínum að NúNú, þar sem þeir geta skráð sig inn með sömu aðgangsupplýsingum og á vefsíðu gömlu smálánafyrir- tækjanna. Fólki með útistandandi lán er bent á að tala við Almenna innheimtu. Framhald á síðu 16 ➤ Enn voru lánin auglýst á sömu kjörum á ís- lensku, í íslensk- um krónum. FRÉTTIR 15DV 24. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.