Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 32
Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Allir líkamar eru velkomnir Sálfræðingarnir Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir halda úti hlað­ varpinu Bodkastið þar sem fjallað er um líkamsvirðingu frá öllum sjónarhornum. B odkastið er hressandi hlaðvarp í umsjón tveggja sálfræðinga sem er annt um líkamsvirð- ingu. Þær Elva Björk Ágústs- dóttir og Sólrún Ósk Lárus- dóttir segja hlaðvarpið „líkamsvirðingarvænt“ en þar fjalla þær um ýmis mál- efni, svo sem líkamsmynd og fitufordóma. Í fjórða og nýjasta þættinum er fjallað um líkamsvirðingu og kynlíf. Þá fengu þær Sólrún Ósk og Elva Björk sinn fyrsta gest, kynfræðinginn Indíönu Rós Ægisdóttur, sem meðal annars lét þessi fleygu orð falla: „Þú lærir ekki að keyra með því að horfa á The fast and the furious, alveg eins og þú lærir ekki að stunda kyn- líf með því að horfa á klám.“ En hvað er eiginlega líkams- virðing? Elva: „Líkamsvirðing er mannréttindayfirlýsing sem felur það í sér að allir líkamar eigi rétt á virðingu og góðri umönnun. Reynt er að stuðla að virðingu fyrir fjölbreyti- leika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Líkamsvirð- ing gengur einnig út á það að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Líkamsvirðing felur einnig í sér að vilja búa til samfélag þar sem allir líkamar eru vel- komnir og heilsuefling snúist um vellíðan og umhyggju gagnvart líkamanum. Við viljum einnig að börn læri að þykja vænt um líkama sinn og beri virðingu fyrir marg- breytileikanum.“ Sólrún: „Líkamsvirðing er bæði persónulegt og pólitískt hugtak og snýst um að við komum fram við okkar eigin líkama og annarra af virð- ingu og við gerum líka kröfu á að samfélagið beri virðingu fyrir fjölbreytileika líkams- gerða. Fólk, og þá sérstaklega konur, eyða ómældum tíma og peningum í að reyna að nálgast þessi fegurðarviðmið, oft árangurslaust, og útlits- og megrunariðnaðurinn græðir á tá og fingri.“ Elva: „Það að gagnrýna, mismuna og niðurlægja fólk vegna útlits er ekkert skylt við líkamsvirðingu. Útlit fólks segir okkur í fyrsta lagi ekk- ert mjög mikið til um heilsu þeirra eða heilsuhegðun. Og í raun skuldar enginn öðrum það að vera heilsuhraustur. Þannig að heilsuhegðun ann- arra er í raun ekkert okkar mál.“ Rótgrónir fitufordómar Sólrún: „Líkamsvirðing snýst alls ekki eingöngu um feitt fólk en vissulega eru fitufor- dómar eitt af því sem Samtök um líkamsvirðingu berjast gegn. Feitt fólk, þar með talið feit börn, verður fyrir smánun og kerfisbundinni mismunun sem hefur neikvæð áhrif á heilsufar þeirra. Með því að standa vörð um mannréttindi allra líkama halda einhvern veginn sumir að við séum að hvetja til óheilbrigðs lífsstíls sem er auðvitað fjarri lagi. Það að smána og gagnrýna holdafar annarra er yfirleitt ekki til þess fallið að bæta líðan þeirra eða heilsu á nokk- urn hátt heldur akkúrat öfugt. En svo má benda á það að út- lit og heilsa annarra kemur okkur í rauninni ekkert við. Fitufordómar eru hins vegar mjög rótgrónir og við erum flest með þá, hvort sem við erum sjálf feit eða ekki, við sjáum svo víða þessi skilaboð um hvað það sé hræðilegt að vera feitur og staðalmyndir um feitt fólk, það mætti stund- um halda að það væri ekkert verra í heiminum.“ Elva og Sólrún eru báðar í stjórn Samtaka um líkams- virðingu, og stofnaði Elva raunar samtökin ásamt sál- fræðingnum Sigrúnu Daní- elsdóttur á sínum tíma. Þeim fannst síðan góð hugmynd að koma boðskapnum á framfæri með hlaðvarpi. Þær reyndu lengi að finna hið fullkomna nafn en það var síðan maður- inn hennar Elvu sem stakk upp á Bodkastinu. „Hann er þekktur fyrir pabbabrandar- ana sína,“ segir Elva en Sólrún bætir við: „Það er reyndar til hlaðvarp á ensku sem heitir The Bodcast en það eru held ég aðallega viðtöl við einka- þjálfara svo ég held að það sé engin hætta á að fólk rugli þessu saman.“ Báðar hafa þær persónulega reynslu sem leiddi þær á brautir líkams- virðingarvinnu. Var endalaust í megrun Elva: „Ég fór frá því að vera endalaust í megrun og fór frá því að refsa líkama mínum og líta á hann sem óvin yfir í að ná ákveðinni sátt við útlit mitt og reyna af fremsta megni að hlusta á þarfir líkamans og hlúa að honum. Ég hætti að hreyfa mig til að brenna hitaeiningum og léttast, sem venjulega leiddi til þess að ég gafst upp þegar árangur lét á sér standa eða staðnaði, yfir í að hreyfa mig heilsunnar vegna. Ég hreyfi mig til að fá útrás, til að styrkja líkamann og fá meira þol svo ég get hlaupið á eftir börnum mínum, gengið á fjöll með manninum mínum og skokkað. Þegar hugarfarið breytist gagnvart líkamanum og færist yfir í líkamsvirðingarvænna horf þá breytist öll heilsuhegðunin líka.“ Sólrún: „Fyrir mér var þetta ákveðin frelsun að kynnast þessari baráttu og þessum vinkli, að það væri hægt að vinna að bættri heilsu án þess að einblína á holdafar. Haf- andi verið í eilífri megrun frá unglingsaldri og rokkað í þyngd (aðallega upp á við) og alltaf var ég að fresta hlutum og sjá fyrir mér að allt yrði betra þegar ég yrði grönn. Ég er enn þá að vinna í því að ná sátt við líkama minn og skal alveg viðurkenna að ég væri til í að hann liti öðruvísi út. En útlitið skiptir mig minna máli núna en áður og ég finn að eftir að ég fór til dæmis að finna mér fjölbreyttari fyrir- myndir á samfélagsmiðlum ber ég mig minna saman við aðra.“ n Elva Björk og Sólrún Ósk eru báðar í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu. Þær breiða nú út boðskapinn í hlaðvarpinu Bodkastinu. MYND/VALLI Ég var alltaf að fresta hlutum og sjá fyrir mér að allt yrði betra þegar ég yrði grönn. Facebook Bodkastið - líkamsvirðingarvænt hlaðvarp Instagram @bodkastid 32 FÓKUS 24. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.