Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 12
legri að deila upplýsingum sín á milli, svo sem upplýsingum um réttindi á vinnumarkaði. Hún segir að í raun sé það fólk frá öðrum löndum sem þurfi að hafa meiri áhyggjur af þegar kemur að upplýsingum um réttindi, svo sem Rúmena og Ungverja, sem hafi hér lítið tengslanet. Þetta rímar vel við það sem kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknar- miðstöðvar ferðamála um að- búnað erlends starfsfólks þar sem segir að ýmis fyrirtæki leiti nú síður eftir starfskröft- um Pólverja því þeir þekki al- mennt rétt sinn. Ótrúlegt en satt. Drífa segir að á síðustu árum hafi hingað komið mikið af ungu og vel menntuðu fólki frá Póllandi sem jafnvel hafi tekið þátt í verkalýðsbaráttu í heimalandinu. „Mér finnst vera orðin vakning meðal fólks af erlendum uppruna þegar kemur að verkalýðs- málum og ég verð að hrósa Eflingu fyrir að lyfta þar grettistaki. Stór hluti þessa hóps er félagsfólk þar og Efl- ing hefur virkjað það í starfi félagsins.“ Umræðan um erlent verka- fólk hér á landi teygir sig einnig inn á slóðir vinnuman- sals en Drífa kynntist man- sali strax þegar hún starfaði hjá Kvennaatvarfinu, og hjá Starfsgreinasambandinu sá hún um að mennta fólk í fram- línunni til að bera kennsl á einkenni þolenda mansals. Þessi mál séu þó afar erfið og flókin enda haga þolendur mansals sér ekki á einn hátt frekar en þolendur annars konar ofbeldis eða óréttlætis, það þarf að sníða aðstoðina eftir einstaklingunum. Hún segir verkalýðshreyfinguna lengi hafa þrýst á stjórnvöld að koma með aðgerðaáætlun gegn mansali en það gengið illa. Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að Bjarkarhlíð, mið- stöð fyrir þolendur ofbeldis, hafi verið falið að hafa um- sjón með framkvæmdarteymi um mansal og halda utan um tölfræði um mansal á Íslandi. Um er að ræða eins árs til- raunaverkefni. Drífa fagnar þessu sannarlega en segir að mun meira þurfi að koma til og engin heildstæð aðgerða- áætlun sé enn til staðar. En hvernig gengur það upp að Ísland sé ekki með neina aðgerðaáætlun gegn man- sali? „Það bara gengur alls ekki upp. Við erum að brjóta alþjóðasamninga og fáum ítrekað skömm í hattinn frá umheiminum fyrir að standa okkur ekki. Það hefur einfald- lega skort pólitískan vilja, sér- staklega af hálfu þeirra sem hafa setið í dómsmálaráðu- neytinu,“ segir Drífa. Það er hins vegar svo að til að gera þessa áætlun þarf að koma til forsætisráðuneytið, dóms- málaráðuneytið og félags- málaráðuneytið. Í þessum ráðuneytum sitja nú ráðherrar Vinstri grænna, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. „Það virðist vera lenska hér á landi að þegar fleiri en eitt ráðuneyti þurfa að koma saman að málum þá verður einhver stífla. Það er óþolandi að verða vitni að slíku í jafn mikilvægum og aðkallandi málum og mansali. Við höfum verið að ýta á eftir þessu en þetta er greinilega ekki ofar- lega í bunkanum. Þetta sendir út þau skilaboð að við látum líðast að hér sé fólk misnotað í starfi eða öðrum tilgangi. Þetta er birtingarmynd á fyrirlitningu í garð þolenda mansals.“ Búið að „neutralisera“ Vinstri græna Drífa hafði verið í Vinstri grænum í 18 ár, verið vara- þingmaður og framkvæmda- stjóri flokksins, þegar hún sagði sig úr honum eftir síðustu alþingiskosningar og sagði ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum „eins og að éta skít“. Hún er enn mjög sátt við þá ákvörðun. „Já, ég er sátt og get í fullri hreinskilni sagt að ég veit ekki hvað ég mun kjósa í næstu al- þingiskosningum. Mér finnst alvarleg pólitísk staða að vera ekki með neinn róttækan vinstri flokk sem getur togað pólitíkina til vinstri. Það er búið að „neutralisera“ Vinstri græna að einhverju leyti með því að flokkurinn sé í ríkis- stjórn. Þar er verið að gera ýmsar málamiðlanir sem maður sér ekki á yfirborð- inu. Það á aldrei að vanmeta stjórnarandstöðuflokka sem geta dregið umræðuna í rétta átt. Mér finnst stjórnarand- staðan á þingi nú heldur ekki vera beysin. Mér líður vel að vera utan flokka,“ segir hún. Reglulega kemur upp um- ræða um hvort verkalýðs- hreyfingin ætti ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk en Drífa er ekki á þeirri línu. „Af þeirri einföldu ástæðu að ég veit hvernig flokka- pólitík getur farið með fólk og farið með samstöðu. Ég held að slíkt myndi draga úr samstöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar Auðvitað eru margir innan hreyfingarinnar flokksbundnir hinum ýmsu flokkum og það þarf ekkert að vera verra.“ Ábyrgðin getur verið þrúgandi Hún segir margt til að vera stolt af í starfi forseta ASÍ. „Þegar gengið er frá kjara- samningum er maður yfir- leitt aldrei ánægður með þá en þegar það er komin smá fjar- lægð finnst mér okkur hafa gengið vel með þá samninga sem ég hef tekið þátt í að ná. Ég er líka mjög ánægð með að hafa haldið áfram uppbygg- ingu íbúðafélagsins Bjargs, þar sem fólki í lág- og milli- tekjuhópum gefst kostur á að fá öruggt húsnæði og lækka leiguna sína. Það er stórkost- legt að taka þátt í því. Þá stofn- uðum við rannsóknarmiðstöð- ina Vörðu sem sérhæfir sig í rannsóknum á vinnumarkaði. Þannig aukum við þekkingu okkar og fáum fleiri vopn í hendur til að berjast fyrir bættu samfélagi. Við erum líka dugleg að leita þekkingar utan landsteinanna, enda eiga þau mál sem stranda erlendis einnig til að stranda hér.“ ASÍ er stærsta fjöldahreyf- ing landsins þar sem félags- menn eru um 130 þúsund og um 60% af íslenskum vinnu- markaði undir. „Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað verkalýðshreyf- ingin býr yfir mikilli þekk- ingu og hvað hér er mikið af virku fólki. Oft hefur hins vegar verið erfitt að ná saman um ákveðin málefni, sem ætti þó ekki að koma á óvart þegar um jafn stóra hreyfingu er að ræða. Það sem hefur gefið mér mest er að ná áþreifan- legum árangri til að bæta lífskjör fólks, sérstaklega þeirra sem verst hafa það. Í starfi hef ég þurft að eiga við stærstu persónuleika lands- ins, hvort sem er í pólitík eða verkalýðsmálum. Það er ekk- ert alltaf auðvelt. Ábyrgðin sem fylgir starfinu getur verið þrúgandi á köflum og ég þarf þá stundum að hafa fyrir því að halda í gleðina og léttleikann. Það á sérstak- lega við þegar mér finnst ég vera að bregðast einhverjum eða hafa getað gert betur,“ segir hún en slíkt sé óneitan- lega fylgifiskur þess að gegna jafn mikilvægu starfi. „Það eru svo miklir hagsmunir í húfi fyrir vinnandi fólk. Þetta snýst ekki bara um kaup og kjör heldur um lífsgæði og hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Drífa hefur gríðarlega ástríðu fyrir starfinu og veit ekkert skemmtilegra en verkalýðsbaráttuna, jafnvel þótt hún þurfi að tala við fjöl- miðla í sumarfríinu. En sumarfríið er alls ekki búið. Drífa er nýkomin frá Hrísey, sem er fastur við- komustaður hennar og vin- kvennanna. „Ég er í sterkum vinkvennahópi og við förum árlega til Hríseyjar. Þetta er fimmta árið mitt. Þetta er fjögurra kvenna kjarni en ýmsar sem hafa komið með í gegnum tíðina. Við höfum enga sérstaka tengingu við eyjuna, heldur tókum bara ástfóstri við hana. Þarna býr gott fólk sem við höfum verið að kynnast og ég hlakka til að verja meiri tíma þar,“ segir Drífa, sem ætlar aftur til Hríseyjar áður en fríið – „fríið“ – er úti. n „Fólk getur haft meiri áhrif á samfélagið með því að sitja í stjórn ASÍ en að vera þingmaður í stjórnarandstöðu,” segir Drífa. MYND/ERNIR Þetta er birtingarmynd á fyrirlitningu í garð þolenda mansals. 12 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.