Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 28
GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR SKILAR
SÉR Í VEL HEPPNAÐRI ÚTILEGU
Fjallagarpurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson gefur lesendum ráð til að útilegan heppnist
sem best. Mikilvægt er að eiga gott tjald og svefnpokinn þarf að henta aðstæðum.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður og rit-höfundur, er með góða
reynslu þegar kemur að úti-
legum. Hann hefur lengi verið
leiðsögumaður hjá Ferðafélagi
Íslands. Páll Ásgeir gefur
óreyndu útilegufólki góð ráð
áður en haldið er af stað.
Leyfilegt að tjalda
utan tjaldstæða
Mikilvægt er að kynna sér
reglur um hvar tjöldun er
heimil. Gott er að vera á al-
menningstjaldstæðum þar
sem aðgengi er að vatni og
klósetti. Leyfilegt er að tjalda
utan tjaldstæða til einnar næt-
ur. Almenna reglan er sú að
ekki má tjalda á einkalóð. Páll
Ásgeir bendir á að mannasiðir
kosti ekki neitt. Gott er að
banka upp á, á nærliggjandi
bæ, og spyrja heimilisfólk
hvort tjöldun sé leyfileg á við-
komandi svæði. Í lögum um
náttúruvernd er fjallað um
umgengni um landið og hvar
má tjalda. n
Sóley
Guðmundsdóttir
soley@dv.is
Fátt er dásamlegra en útilegur á sumrin en tryggja þarf að pakkað sé vel niður fyrir ferðina. MYND/ERNIR
BÚNAÐUR FYRIR BYRJENDUR
TJALD
Gott tjald er undirstaðan í góðri
útilegu. Það þarf að vera sæmi-
lega rúmgott og nokkurn veginn
vatnshelt. Oftast er fylgni á milli
verðs og gæða. Í léttar útilegur,
þar sem sólin er elt, er hægt að
komast upp með ódýrari gerðina
af tjaldi. Flest tjöld eru með innra
og ytra tjald. Best er að súlurnar
séu í ytra tjaldinu. Því fleiri súlur
því betur stendur tjaldið. Þykkt
tjalddúks er á milli 1.000 mm til
10.000 mm og segir hún til um
vatnsheldnina. Allt yfir 5.000 mm
er gott í íslensku veðurfari.
PRÍMUS
Ef útilegufarar hyggjast elda á
tjaldstæðinu er gott að hafa prím-
us meðferðis. Páll Ásgeir mælir
með gasprímus. Til eru mismun-
andi stærðir á gashylkjum. Algeng
stærð er 400 grömm. Það ætti
að duga í 15–20 klukkustundir.
Mikilvægt er að kveikja einungis
á prímusnum utan tjaldsins.
SVEFNPOKI
Góður svefnpoki er nauðsynlegur í útileguna. Svefn-
pokar skiptast í meginatriðum í tvo flokka, trefja og
dún. Páll Ásgeir mælir með dúni. Dúnn einangrar betur
en trefjar. Ef dúnn blotnar getur hann þó eyðilagst og
misst einangrunargildið. Fyrir sumar á Íslandi skal leita
eftir poka með kuldaþol upp á mínus 8–12 °C. Dúnpoki
skal innihalda um 400 til 500 grömm af dúni. Lengd
svefnpoka skiptir máli. Hann má hvorki vera of lítill né
of stór. Mikilvægt er að geta snúið sér inni í pokanum.
Páll Ásgeir hvetur fólk til að smeygja sér ofan í svefn-
pokann í búðinni áður en kaup eru fest. Til að koma í
veg fyrir að svefnpokinn blotni að innan vegna svita er
gott að vera í þunnum ullarfötum eða náttfötum ofan
í svefnpokanum.
DÝNA
Fyrir góðan nætursvefn mælir Páll Ásgeir með loft-
dýnu. Loftdýnurnar verða um þrír til fjórir sentímetrar
að þykkt eftir að loft er komið í þær. Til eru loftdýnur
sem fyllast sjálfkrafa. Einnig eru til dýnur sem annað-
hvort þarf að blása í eða fylla á annan hátt. Algeng
mistök eru að setja of mikið loft í þær.
28 FÓKUS 24. JÚLÍ 2020 DV