Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 8
VERTU Í FRÍI Í FRÍINU Mörgum reynist erfitt að vera ekki alltaf „á vaktinni“ þegar farið er í sumarleyfi frá vinnunni. Margir eiga erfitt með að kúpla sig út í fríinu enda áreitið stöðugt. MYND/GETTY Tæknin gerir okkur erfitt fyrir og það er algeng-ara nú til dags að fólk rétt aðeins kíki á vinnupóstinn til að ganga úr skugga um að allt sé í góðu lagi. Við þurfum að taka meðvitaða ákvörðun um að skoða ekki tölvupóstinn í fríinu, því við höfum símann með okkur hvert sem við förum,“ segir Ásdís Eir Sím- onardóttir, mannauðsráðgjafi hjá OR og formaður Mann- auðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, í samtali við DV. Hún segir flesta vinnuveit- endur meðvitaða um mikil- vægi þess að hvetja starfsfólk til að kúpla sig út í fríinu, en það sé algjört lykilatriði að stjórnendur séu fyrirmyndir. „Lítið virði í því að hvetja starfsfólk að kúpla sig út ef stjórnandinn er síðan sjálf(ur) ,að svara pósti og fleira, það setur tóninn. Gott er að hafa þá reglu að ef nauðsynlegt er að ná í fólk, þá er hringt. Þannig getur starfsfólk hætt að skoða póstinn í sífellu, því það veit að ef eitthvað kemur upp þá fær það símtal,“ segir Ásdís jafnframt, en almennt er mælt með að nota out-of- office svar með upplýsingum um hvenær viðkomandi getur svarað næst eða hver getur aðstoðað í millitíðinni. n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is FJÖLMÖRG ÖPP GETA HJÁLPAÐ Fjöldi smáforrita er í boði fyrir þá sem vilja draga verulega úr og hafa hemil á síma- og samfélags- miðlanotkun. Meðfylgjandi forrit eru aðgengileg fyrir bæði ios- og android-notendur. n Space n Offtime n Moment n Forrest n AntiSocial n RealizD MIKILVÆGT AÐ NJÓTA Í samtali við DV mælir Líney Árna- dóttir, sérfræðingur hjá Virk, með þessum ráðum. n Andaðu djúpt og njóttu þess að vera í fríi. Veittu þér, fólkinu þínu og umhverfi fulla athygli. Vertu á staðnum og njóttu þess meðvitað. n Dragðu úr snjallsímanotkun. Lokaðu fyrir tilkynningar frá tölvupósti og samfélagsmiðlum. Reyndu að kíkja sjaldnar á sím- ann. n Farðu út í náttúruna og taktu hana inn – gleymdu öllu öðru um stund. Á HEIMASÍÐU VELVIRK MÁ FINNA 12 RÁÐ TIL AÐ DRAGA ÚR SNJALLSÍMANOTKUN Í FRÍINU Leggja símann frá sér á ákveðinn stað þegar heim er komið Sleppa símanum í rúminu, við matarborðið og í fjölskyldu- og vinahóp Eiga úr og vekjaraklukku Matmálstímar án snjallsíma Slökkva á öllum tilkynningum Engin óþarfa öpp Beina athygli að þeim sem við erum að tala við Stilla símann á flugham (airplane mode) Búa til símafrían stað á heimilinu Gera einn dag vikunnar að snjallsímalausum degi eða hluta úr degi Sleppa síma í ræktinni og þegar þú ætlar að slaka á Minnka birtustig og stilla á síu fyrir blátt ljós ef hægt er 8 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV DRÁTTARBEISLI Hágæða beisli, föst eða losanleg, fyrir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Upplýsingar um verð og afgreiðslutíma hjá Bílanaust. www.bilanaust.is STÓRVERSLUN DVERGSHÖFÐA 2 Dalshrauni 17 220 Hafnarfirði 110 Reykjavík S. 535 9000 S. 555 4800 Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Furuvöllum 15 600 Akureyri Hafnargötu 52 260 Reykjanesbæ Hrísmýri 7 800 Selfossi Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.