Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 10
Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Baráttan um auðinn Drífa Snædal hefur alla tíð brunnið fyrir verkalýðsbaráttunni og segir hana vera mest spennandi pólitíkina. Hún segir Íslendinga standa í mikilli þakkar- skuld við það erlenda verkafólk sem hefur komið hingað til að hjálpa okkur að snúa hjólum atvinnulífsins. Drífa Snædal var kjörin for- seti ASÍ fyrir tveimur árum, fyrst kvenna. Hún segir enga pólitík meira spenn- andi en verka- lýðsbaráttuna. MYND/ERNIR É g er stundum spurð hvort ég sé á leið í pól-itík. Verkalýðsbaráttan er hins vegar í mínum huga mest spennandi pólitíkin. Þegar verkalýðshreyfingin er sterk er hún mun áhrifameiri en nokkur stjórnmálaflokkur. Fólk getur haft meiri áhrif á samfélagið með því að sitja í stjórn ASÍ en að vera þing- maður í stjórnarandstöðu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Drífa tekur á móti blaða- manni á heimili sínu í gamla Vesturbænum, steinsnar frá Bræðraborgarstíg 1, sem brann í júnímánuði með þeim afleiðingum að þrír létust. Í yfirlýsingu kallaði ASÍ eftir ítarlegri rannsókn á aðdrag- anda og afleiðingum brunans. Þar kom einnig fram að verka- lýðshreyfingin hafi um langt skeið kallað eftir samhæfð- um aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, sporna gegn mansali og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Enn skorti á að staðið sé við fyrir- heit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. Þetta hræði- lega mál er enn í rannsókn og ASÍ fylgist með. Drífa hefur alltaf látið sig verkalýðsbaráttu varða, segist hafa verið alin upp við að þetta sé barátta sem sé þess virði að heyja. Hún útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1998 en meðan á náminu stóð lét hún þegar til sín taka í baráttunni, rétt liðlega tvítug, sem for- maður Iðnnemasambandsins. Drífa tók við sem fræðslu- og kynningarstýra Samtaka um kvennaathvarf 2003 og varð síðan framkvæmdastýra samtakanna. Hún starfaði um tíma sem framkvæmdastýra Vinstri grænna, flokks sem hún seinna sagði skilið við. Drífa hafði áður lokið við- skiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands en útskrifaðist með meistaragráðu í vinnumark- aðsfræði með áherslu á vinnu- rétt árið 2012, sama ár og hún var ráðin framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Ís- lands. Hún var kjörin forseti ASÍ fyrir tveimur árum, fyrst kvenna. Reynir að fá hlaupabakteríuna Hún veit fátt betra en að vera með vinum og fjölskyldu, og nærfjölskyldan er ansi stór. Drífa á tvö alsystkini sem eru nálægt henni í aldri og tvær hálfsystur sem eru um tuttugu árum yngri. „Ég er alltaf að reyna að fá hlaupa- bakteríuna og fer reglulega út að hlaupa með annarri hálf- systur minni. Hún er að læra kvikmyndafræði og á hlaup- um segir hún mér frá kvik- myndum sem hún er að horfa á og bókum sem hún er að lesa fyrir skólann. Ég er aðallega í því að reyna að ná andanum,“ segir Drífa og hlær. „Ég hleyp hvorki hratt né langt en finnst gott að fara út að hlaupa með henni, sérstaklega framhjá höfninni og út á Granda. Við eigum góðar stundir saman.“ Foreldrar Drífu eru báðir komnir á eftirlaun, faðir hennar starfaði sem öldr- unarlæknir en móðir hennar var forstöðukona heimila fyrir karlmenn sem glímdu við fjöl- þættan vanda. Sjálf á hún eina dóttur, Silju, sem hún nær að verja sumrinu með. Silja er að verða 22 ára, nemur menning- ar- og fagurfræði við Árósa- háskóla, en kom heim vegna COVID-19. Þær mæðgur eru nýkomnar frá Reykholti þeg- ar blaðamann ber að garði. „Þetta var afskaplega endur- nærandi ferð þó að við hefðum bara gist eina nótt.“ Drífa þarf væntanlega á smá endurnæringu að halda. Hún er í sumarfríi þegar þetta viðtal er tekið, fær símtal í miðju viðtali frá lögmanni ASÍ vegna vinnunnar, og síð- ustu vikur hefur hún látið til sín taka vegna kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands sem er beinn aðili að ASÍ. Hrægammarnir fara á stjá Rafrænni atkvæðagreiðslu félagsfólks Flugfreyjufélags- ins lýkur á mánudag en sem kunnugt er hafa orðið miklar sviptingar í þeirri kjaradeilu, öllum flugfreyjum hreinlega sagt upp hjá Icelandair en þær uppsagnir síðan dregnar til baka. „Það sem er uggvænlegt í þessu máli er að það kveður við nýjan tón hjá atvinnu- rekanda sem þarna ákvað að fara gegn viðsemjendum sínum og gefa út að semja ætti við annan aðila. Það sem kom okkur í verkalýðsbarátt- unni ekki síst á óvart var að þetta skyldi Icelandair gera með vitund og vilja Samtaka atvinnulífsins sem lýstu vel- þóknun á þessum aðgerðum. Þetta er vonandi ekki vísir að því sem koma skal á ís- 10 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.