Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 24. JÚLÍ 2020 DV Úr varð lagaleg deila milli íslenskra stjórnvalda og smá- lánafyrirtækja um hvort ís- lensk lög giltu um starfsem- ina eða dönsk. Ef starfsemi smálánafyrirtækjanna lyti dönskum lögum væru fyrri úrskurðir íslenskra stjórn- valda og eftirlitsaðila sem og fordæmi fyrri dóma á Ís- landi einskis virði. Á þetta reyndi aldrei. Neytendastofa úrskurðaði að íslensk lög giltu um útlán „dönsku“ fyrirtækj- anna og staðfesti áfrýjunar- nefnd neytendamála þá niður- stöðu fyrr á þessu ári. Fregnir af andláti smálána stórlega ýktar Í júlí 2019 var tilkynnt í fjöl- miðlum, „okurlán Kredia Group heyra sögunni til“. Sagði Ondrej Smokal, forstjóri Kredia Group, sem átti og rak Hraðpeninga, Kredia og 1909, að dagar okurlána væru liðnir og þeir væru hættir að inn- heimta vexti umfram hámarks ÁHK. 50% hámark ÁHK hef- ur síðan verið lækkað í 35% auk stýrivaxta og innheimta lána sem brjóta það ákvæði bönnuð með lögum. Hámarks- kostnaður sem leggja má á lán á Íslandi í dag miðað við nú- verandi stýrivexti er því 36% á ári. Enn fremur virðast fyrirtækin dönsku hafa hætt starfsemi. Ef vefsíður þeirra eru heim- sóttar í dag vísa þær allar á enn eitt fyrirtækið, „Núnú lán“, til heimilis að Kalkofns- vegi 2. Svo vill til að skrifstofa Torgs, sem meðal annars rek- ur DV, er einnig til heimilis að Kalkofnsvegi 2. Það var því hægðarleikur blaðamanns að komast að því að heimilisfang- ið er einungis enn ein skelin. Þar er enga fjármálastarfsemi að finna. Eigandi 68% hlutar Núnú láns ehf. er Leifur Haraldsson, sami maður og kom fram fyrir hönd fyrsta íslenska smálána- fyrirtækisins, Kredia ehf. Á heimasíðu Núnú lána stendur: „Þú getur sótt um 12.000 kr. - 24.000 kr. lán á heimasíðu okkar sem skammtíma lausn á fjárhagslegum erfiðleikum.“ Þannig er ljóst að hámarks- lán er talsvert lægra en verið hefur, en hins vegar er ekki að sjá á heimasíðunni að hámark sé á fjölda lána. Þannig gæti Núnú veitt einstaklingi oftar en einu sinni 24.000 króna lán. Færi hins vegar svo að lántakandi stæði ekki undir endurgreiðslu lánanna, mætti innheimta innheimtukostnað á hvert lán fyrir sig. Á þessa innheimtuaðferð, þ.e. að inn- heimta mörg lítil lán með þessum hætti hefur ekki reynt á fyrir dómi, enn þá. Samkvæmt heimildamanni DV má vænta þess að smá- lánafyrirtækin séu ekki hætt klækjabrögðum sínum. Nú sé eflaust tekið við breytt við- skiptamódel þar sem pening- um er aflað með öðrum leið- um. Þó ljóst sé að Núnú starfi samkvæmt íslenskum lögum og veiti lán á áðurnefndum há- marksvöxtum og kostnaði þá beinast nú augu eftirlitsaðila að innheimtuaðferðum. Þá sérstaklega að kostnaði við innheimtuaðgerðir sem getur, eins og áður sagði, orðið um- talsverður. Um innheimtu- kostnað gilda aðrar reglur og önnur lög. Löginnheimta lögmanna eftirlitslaus með öllu Á þessar reglur hefur ekki reynt í samhengi smálánafyr- irtækjanna. Er það, að sögn Breka Karlssonar, að hluta til vegna þess að um löginn- heimtu lögmanna gilda víðar reglur og er eftirlitið ekki á forræði neins opinbers aðila. Aðeins Lögmannafélagið hef- ur eftirlit með starfsemi ein- stakra lögmanna. Þannig fell- ur innheimta lögmanna ekki undir leyfisskylda starfsemi og er ekki háð neinu eftirliti eða leyfisveitingu stjórnvalds. Almenn innheimta ehf. hefur undanfarið séð um inn- heimtu á lánum smálánafyrir- tækjanna og hefur legið undir ámæli fyrir harkalegar inn- heimtuaðferðir. Úrskurðaði meðal annars úrskurðarnefnd lögmanna í maí á þessu ári að háttsemi eiganda stofunnar væru „aðfinnsluverð“. Meira getur Lögmannafélagið ekki gert utan þess að svipta um- ræddan lögmann lögmanns- réttindum sínum, en því úr- ræði er afar sjaldan beitt. Umboðsmaður Alþingis, Neyt- endasamtökin og fleiri aðilar hafa gert alvarlegar athuga- semdir við þetta fyrirkomulag. Almenn innheimta sinnir sinni innheimtu í gegnum Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík, en aðrir bankar hafa úthýst inn- heimtustarfsemi fyrir smá- lánafyrirtækin. Eigandi Almennrar inn- heimtu ehf., lögmaðurinn Gísli Kristbjörn Björnsson, vildi ekki tjá sig um málið við DV. Viðmælendur DV eru á einu máli um að stríðinu við smá- lánafyrirtækin sé ekki lokið og að næsti bardagi verði um innheimtuaðferðir þeirra og álagðan kostnað vegna þeirra. n VAFASÖM SMS SMS-sendingar smálánafyrir- tækja voru umdeild en Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði þau ólögleg. Augljóst var að þeim var beint að ungu fólki og voru send- ingarnar sérstaklega áberandi til dæmis í vikunni fyrir verslunar- mannahelgi og dagana fyrir frí- daga. Í UPPHAFI OG ENDI Leifur Alexander Haraldsson kom að Kredia í upphafi smálána- faraldursins á Íslandi. Fyrirtæki Leifs keypti svo aftur Kredia á þessu ári en sagðist vera á leið í kreditkortabransann undir nafn- inu Núnú lán. Núnú lán starfar nú sem smálánafyrirtæki til heimilis að Kalkofnsvegi 2. Skrifstofur DV eru í því húsi, og þar er Núnú lán hvergi sjáanlegt. Blaðamaður hringdi í þjónustuver Núnú láns, en sá sem svaraði gat engar upp- lýsingar veitt. MYND/AÐSEND Má vænta þess að smálánafyrir- tækin séu ekki hætt klækja- brögðum sínum. MYND/SKJÁSKOT Sæktu Fréttablaðsappið frítt! BYRJAÐU DAGINN MEÐ FRÉTTABLAÐINU Lestu Fréttablað dagsins í snjalltækinu þínu, hvar og hvenær sem er!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.