Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 30
V ið krufningu kom í ljós að banamein hans hafði verið of­ skammtur af lyfinu GHB – eða smjörsýru. Þrátt fyrir að þetta sé frægt nauðgunarlyf taldi lögregla í fyrstu að ekki væri um saknæmt athæfi að ræða og var talið að Anthony hefði einfaldlega látist af of stórum skammti. Smjörsýra getur valdið öndunarstoppi og þannig leitt til dauða. Íbúinn sem tilkynnti um atvikið heitir Stephen Port, fædd ur árið 1975. Hann tjáði lög reglu í yfirheyrslu að hann þekkti manninn ekki neitt, hefði aldrei séð hann. Við eftir grennslan kom þó í ljós að mennirnir höfðu kynnst á stefnu mótasíðu. Er lögreglan hermdi þetta upp á Stephen ját aði hann að maðurinn hefði verið í íbúðinni hjá honum, hann hefði tekið inn fíkniefni og orðið mjög veikur. Steph­ en hefði sofnað, síðan farið í vinnuna um morguninn, en þegar hann kom heim aftur hefði hann fundið manninn látinn í íbúðinni. Hann segist hafa orðið ofsahræddur við þetta, farið á taugum, og fært lík mannsins út fyrir hús­ dyrnar. Stephen var ákærður fyrir að hindra réttvísina, vegna þess að hann greindi ekki rétt frá málavöxtum í fyrstu. Lög­ reglan tók hins vegar skýr­ ingar hans góðar og gildar og dauði Anthony Walgate var ekki rannsakaður sem saka­ mál. Þrjú dauðsföll til viðbótar Á næstu vikum og mánuðum, eða fram í september, fundust þrjú lík af ungum mönnum í kirkjugarði örskammt frá heimili Stephen Port. Þetta voru þeir Gabriel Kovari, 22 ára, sem var frá Slóvakíu, en hafði flutt þaðan til London; Daniel Whitworth, 21 árs gamall maður frá Kent, og Jack Taylor, 25 ára maður sem bjó með foreldrum sín­ um í Dagenham, öðru hverfi í austurhluta London. Við krufningu fannst í líkama allra þessara manna mikið magn af smjörsýru. Lögreglan ályktaði að þeir hefðu allir látist fyrir slysni af of stórum skammti af fíkniefninu. Vinnubrögð lög­ reglunnar vöktu gagnrýni í hinsegin samfélaginu í Lond­ on og látið var að því liggja að samkynhneigð mannanna og lífsstíll þeirra réði einhverju um áhugaleysi lögreglunnar. Á líki Daniel Whitworth fannst sjálfsmorðsbréf sem virtist gefa til kynna að hann gæti verið morðingi hinna tveggja. Er lögreglan bar bréfið undir föður og stjúp­ móður Daniels voru þau spurð hvort þetta gæti verið rithöndin hans. Foreldrarnir sögðust ekki geta útilokað að þetta væri hans rithönd, en innihald bréfsins væri óhugs­ andi. En lögreglan tók því sem svo að hann hefði skrifað bréfið. Hún gerði heldur ekk­ ert með þá niðurstöðu rétt­ armeinafræðings að mar á líkama Daniels gæti verið af manna völdum. Við þrábeiðnir og ákafa hvatningu úr hinsegin sam­ félaginu, fór lögreglan að gefa meiri gaum að Stephen Port og rannsakaði nú loksins tölvu hans, sem hafði verið í vörslu lögreglunnar frá láti Anthony Walgate. Kom þá í ljós að hann hafði átt í kynn­ um við alla þessa þrjá menn á netinu. Hann hafði einnig verið að skoða vafasamt efni á netinu, til dæmis um eitur­ byrlun. Eftir þetta komst skriður á rannsóknina og eftir nokkr­ ar stífar yfirheyrslur játaði Stephen loks að hafa myrt mennina. Hann reyndist í senn vera raðnauðgari og raðmorðingi. Hann hafði byrlað öllum mönnunum risaskammti af smjörsýru og nauðgað þeim er þeir voru meðvitundarlausir. Þeir lét­ ust síðan af ofskammtinum. Hver er Stephen Port? Sem fyrr segir er Stephen fæddur árið 1975 og var því 39 ára er hann framdi þessa glæpi. Hann fæddist í South­ end en ólst upp í austurhluta London. Stephen var einfari í æsku og lenti í einelti í skóla. Hann tamdi sér ýmsa barna­ lega siði á fullorðinsárum, t.d. lék hann sér að barnaleik­ föngum og mætti jafnvel með leikfangabíla í partí eftir að hann var kominn yfir tvítugt. Stephen kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður skömmu eftir tvítugt. Þegar þessir atburðir áttu sér stað starfaði hann sem kokkur á matstað á stórri strætis­ vagnabiðstöð. Glæpir Stephens Port þóttu svo skelfilegir að hann var dæmdur í ævilangt fangelsi, án nokkurs möguleika á náð­ un. Dómurinn kveður á um að hinn sakfelldi skuli sitja í fangelsi alla ævi bókstaflega. Lögregla hefur verið gagn­ rýnd harðlega fyrir kæru­ leysi og áhugaskort. Ef dauði Anthony Walgate hefði verið rannsakaður almennilega, hefði mátt koma í veg fyrir dauða hinna þriggja, segja gagnrýnendur lögreglunnar. BBC hefur nú látið gera leikna þáttaröð um Stephen Port og glæpi hans og ber hún heitið The Barking Mur­ ders. n SAKAMÁL Þann 19. júní árið 2014 barst símtal í neyðarlín- una frá Barking-hverfinu í austurhluta London. Íbúi tilkynnti um mann sem lægi á stéttinni fyrir utan útidyrnar hjá honum og virtist vera meðvitundar- laus. Er lögregla og sjúkra- lið komu á vettvang reynd- ist maðurinn vera látinn. Þetta var 23 ára gamall maður, Anthony Walgate að nafni, hann var frá Hull en hafði komið til London til að læra tískuhönnun. Fyrir utan námið stundaði Anthony vændi af og til. Líkið fyrir utan dyrnar Anthony Walgate fannst látinn fyrir utan húsdyr í austurhluta London. Dauði hans var talinn slys. En svo tóku að finnast fleiri lík í nágrenninu, allt ungir menn, sem höfðu látist með sama hætti. Stephen Port var sérkennilegur maður sem tók barnaleikföng með sér í partí. SKJÁSKOT/YOUTUBE Anthony Walgate fannst látinn fyrir utan dyrnar. SKJÁSKOT/YOUTUBE Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is 30 FÓKUS 24. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.