Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2020, Blaðsíða 20
24. JÚLÍ 2020 DV20 EYJAN ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR Fædd: 1990 | Kjörin: 2016 | Aldur: 25 ár og 334 dagar Áslaug Arna var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkur- kjördæmi norður árið 2016 og situr þar enn. Áslaug lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA- prófi frá sama skóla 2017. Í fyrra tók hún við embætti dómsmála- ráðherra og varð þar með næst- yngsti ráðherra Íslandssögunnar. ÁSTA GUÐRÚN HELGADÓTTIR Fædd: 1990 | Tók sæti á þingsetningardegi 2015 | Aldur: 25 ár og 215 dagar Ásta Guðrún var þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í tvö ár. Hún varð þingflokksformaður 27 ára gömul. Í dag rekur Ásta Guðrún póli- tíska sportbarinn Forsetann á Laugavegi í Reykjavík. JÓHANNA MARÍA SIGMUNDSDÓTTIR Fædd: 1991 | Kjörin: 2013 | Aldur: 21 ár og 303 dagar Jóhanna María er yngsti þingmaður Íslandssögunnar. Enginn hefur verið kjörinn yngri en hún. Hún var þing- maður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi til ársins 2016. Jóhanna María er nú verkefnastjóri at- vinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð. BIRKIR JÓN JÓNSSON Fæddur: 1979 | Kjörinn: 2003 | Aldur: 23 ár og 290 dagar Birkir Jón var þingmaður Framsóknarflokks í Norð- austurkjördæmi í tíu ár. Hann varð formaður iðnaðar- nefndar 24 ára og formaður fjárlaganefndar aðeins 26 ára gamall. Í dag er Birkir Jón bæjarfulltrúi Fram- sóknar í Kópavogi. HARALDUR EINARSSON Fæddur: 1987 | Kjörinn: 2013 | Aldur: 25 ár og 215 dagar Haraldur var þingmaður Framsóknarflokks í Suður- kjördæmi. Haraldur sendi frá sér tilkynningu fyrir kosningarnar 2016, þar sem hann sagði að hann og nýbökuð eiginkona hans ætluðu að flytja til foreldra hans í sveitinni á Urriðafossi og gerast bændur. YNGSTU ÞINGMENN 21. ALDARINNAR Þingmenn sinna mikilvægum störfum og gott að þeir séu margbreytilegur hópur. Hér eru þau fimm sem yngst voru þegar þau settust á þing á öldinni. Á seinni tímum hafa þingmenn endurspeglað þjóðfélagið í meira mæli en áður. MYND/ERNIR MYND/VALLI MYND/PJETUR MYND/GVA MYND/GVA MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.