Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2020, Qupperneq 36
36 STJÖRNUFRÉTTIR 7. ÁGÚST 2020 DV Lýtaaðgerðir fræga fólksins COURTENEY COX, MICKEY ROURKE OG ÖLL HIN S á fáheyrði atburður átti sér stað á dögunum að Twin Peaks og The Prac- tice-leikkonan Lara Flynn Boyle lét sjá sig á almanna- færi í fyrsta sinn í tvö ár. Lara var áberandi stjarna á tíunda áratug síðustu aldar. Á ár- unum 1991 – 1999 lék hún í 22 kvikmyndum og hún var um tíma kærasta Jacks Nicholson. Lara sem er aðeins fimmt ug lítur vægast sagt agalega út, ekki sökum aldurs eða slæmra gena, heldur gegndarlausra lýtaaðgerða sem hafa eyðilagt á henni andlitið. Leikkonan hefur haft ákaflega lítið að gera síðustu árin og heldur sig mikið til hlés með eigin- manni sínum og hundi en hún er barnlaus. Lara er auðvitað langt frá því að vera eini skemmti- krafturinn sem fellur í lýta- aðgerðagildruna í eltingar- leiknum við eilífa æsku. Í heimi þar sem æska og feg- urð trompa allt annað finnst mörgum þeir ekki eiga ann- arra kosta völ en að reyna að halda í æskufegurðina með lýta- og fegrunaraðgerðum. Gallinn er bara sá að að- gerðirnar heppnast misvel og oft og tíðum elda þær fólk og ófríkka og á endanum líta allir eins út því það fara allir í sömu aðgerðirnar. Sumir ræða opinskátt um aðgerðirnar og meðal þeirra er kántrígyðjan Dolly Parton sem hefur breytt öllu við sig sem hægt er að breyta. Hún segist vita að hún sé gervileg en segist allan daginn kjósa það heldur en að vera gömul. Friends-stjarnan Courteney Cox hefur einnig opnað sig um eltingarleikinn vonlausa og segist dauðsjá eftir því að hafa farið í aðgerðir og látið troða fyllingarefni í andlitið. Fyrir nokkrum árum lét hún fjarlægja fyllingar og ákvað að eldast með reisn. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir því hún er farin að líkjast sjálfri sér á ný. Meðfylgjandi eru nokkrar stjörnur sem hafa fetað fegr- unaraðgerðaslóðann með mis- jöfnum árangri. Vandinn er nefnilega sá að ef þú byrjar er svo erfitt að hætta. n Ritstjórn dv@dv.is LARA FLYNN BOYLE Þetta er bara þyngra en tárum taki. PETE BURNS Pete Burns heitinn var söngvarinn í Dead or Alive. Þegar hann lést árið 2016 var talið að hann hefði gengist undir yfir 300 aðgerðir. KATIE PRICE Glamúr- módelið og sjónvarps- stjarnan er rétt orðin fertug en hefur farið í þrjár andlits- lyftingar, auk alls annars sem hún hefur látið gera. Þrjár! DOLLY PARTON Segist ekki vera náttúru- lega falleg og hafa orðið að fara í aðgerðir. Við erum ekki sammála því. MICKEY ROURKE Leikarinn gerði fjölmargar skvísurnar veikar í hnjánum í hinni erótísku 9 1/2 vika en óteljandi að- gerðir eru ekkert að gera fyrir hann. HEIDI MONTAG Raunveruleikastjarnan var aðeins 23 ára þegar hún fór í 10 aðgerðir á einum sólarhring. Það var ekki góð hugmynd. JOAN VAN ARK Það er varla hægt að horfa á myndir af henni því húðin virðist hreinlega vera að rotna eftir ítrekaðar aðgerðir. Stjörnurnar hafa margar hverjar farið í lýtaaðgerðir. Oft er það smekklega gert en stundum gengur þetta hreinlega út í öfgar. Þessar stjörnur sjá eflaust eftir því að hafa lagst undir hnífinn á sínum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.