Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 10

Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 10
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gert er ráð fyrir því að einangrunar- tími innfluttra dýra verði styttur um helming, úr fjórum vikum í tvær, í drögum að nýrri reglugerð um inn- flutning hunda og katta. Á móti kemur að gerðar eru stífari kröfur um bólusetningar, sýnatökur og meðhöndlun dýranna áður en þau eru flutt til landsins og að einungis verður heimilt að flytja dýrin frá viðurkenndum útflutningslöndum. Helstu breytingar á innflutnings- kröfum eru stytting á einangrun úr fjórum vikum í 14 sólarhringa. Þá er gert ráð fyrir að einangrun hjálp- arhunda geti farið fram í heima- sóttkví. Jafnframt eru auknar kröf- ur um bólusetningar, sýnatökur og meðhöndlun fyrir innflutning. Ekki dregið úr smitvörnum Núgildandi skilyrði um innflutn- ing og einangrun hunda og katta voru sett árið 2003. Danskur sér- fræðingur, Preben Willeberg, sem atvinnuvegaráðuneytið kallaði til, skilaði nýju áhættumati fyrr á árinu. Matvælastofnun skilaði í kjölfarið greinargerð um endurmat á skil- yrðum fyrir innflutningi. Þar er fjallað um þá sjúkdóma sem Wille- berg telur miklar eða miðlungs miklar líkur á að berist með inn- fluttum hundum og köttum, auk nokkurra annarra sjúkdóma, alls um 40 sjúkdóma. Núverandi innflutn- ingsskilyrði eru borin saman við skilyrði til innflutnings til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Evrópusambands- ins. Þá eru gerðar tillögur að mótvægisaðgerðum. Matvælastofnun telur mögulegt að stytta einangrun án þess að dreg- ið sé úr smitvörnum, að því gefnu að öðrum aðferðum sé beitt til að halda uppi sömu eða jafnvel meiri vörnum gegn smitsjúkdómum en nú er gert. Ráðuneytið gerði tillögur að nýrri reglugerð um innflutning á grund- velli áhættumats Willeberg og greinargerðar Mast og hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda. Töluverð reynsla er komin á nú- verandi skilyrði fyrir innflutningi, enda hafa 3.500 dýr verið flutt til landsins frá árinu 2003. Dýrin koma í hópum í einangrun og svo verður áfram þótt vistin verði styttri. Hrund Hólm, sérgreinadýralæknir inn- og útflutnings, segir að tekin séu sýni af dýrunum og nánast undantekningarlaust finnist sníkju- dýr í hverjum hópi, yfirleitt innvort- is en einnig stundum útvortis. Reglulega finnist tegundir sníkju- dýra sem ekki eru til á Íslandi. Eru dýrin þá meðhöndluð í samræmi við það. Hún segir að gerð hafi verið krafa um eina lyfjameðhöndlun fyrir innflutning til landsins. Reynslan sýni að það dugi ekki. Því sé lagt til að dýrin verði meðhöndluð tvisvar, fyrst þremur vikum og síðan einni viku fyrir útflutning til Íslands. Hrund segir að hér hafi menn sérstaklega verið á varðbergi gagn- vart hundainflúensu, veirusjúkdómi sem upp kom í nokkrum löndum upp úr aldamótum. Hætta hafi verið talin á að hún gæti stökkbreyst og smitast í íslenska hestastofninn, sem er óvarinn. Því sé lagt til að bætt verði við bólusetningu gegn hundainflúensu vegna innflutnings frá Bandaríkjunum, Kanada og Asíuríkjum. Einangrun nauðsynleg Ýmis skilyrði eru óbreytt, svo sem bólusetning gegn hundaæði. Áfram verður einangrun þótt hún verði styttri. Því gefst áfram kostur á að fylgjast með heilsufari dýranna og sjúkdómastöðu í útflutningslöndum. Spurð hvort hægt sé að sleppa einangrun, eins og gert hefur verið í Noregi og Bretlandi, segir Hrund að Matvælastofnun geti ekki mælt með því. „Það yrði að okkar mati of langt gengið, ekki síst vegna sníkjudýr- anna sem við munum sjá meira af á næstu árum og áratugum vegna breytinga á loftslagi.“ Einangrunartími innfluttra dýra styttur um helming  Auknar kröfur um meðhöndlun dýra fyrir innflutning Morgunblaðið/Hari Kisa Tíminn sem hundar og kettir þurfa að vera í einangrunarstöð styttist með nýjum reglum. Jafnframt þarf að meðhöndla dýrin meira erlendis. Á meðal síðustu verka Landhelgis- gæslunnar (LHG) á síðasta ári var æfing áhafnar þyrlunnar TF-LIF þann 21. desember. Þá var haldið til Surtseyjar til að athuga með ástand á Pálsbæ, í kjölfar óveðurs- ins sem gekk yfir landið um miðjan desember. Þar reyndist allt vera í lagi, sagði Ásgeir Erlendsson, upp- lýsingafulltrúi LHG. Útköllin 219 árið 2019 Eins og mörg fyrri ár stóð Landhelgisgæslan í ströngu á liðnu ári og voru útköll flugvél- arinnar TF-SIF og þyrlna LHG orðin alls 219 þegar Morgunblaðið hafði samband í árslok. Er það nokkuð minna en fyrra ár, en þá var sett met í fjölda útkalla. Voru þau alls 278 árið 2018. Af 219 útköllum ársins 2019 hafa 104 verið í hæsta forgangi, en til samanburðar voru 115 í hæsta for- gangi. Voru því hlutfallslega fleiri útköll í hæsta forgangi árið 2019 en fyrra ár. teitur@mbl.is Allt í lagi með Pálsbæ Ljósmynd/Landhelgisgæslan Kot Pálsbær í Surtsey var í góðu lagi 21. desember, eins og sjá má. Opið virka daga kl. 11-18, laugardag og sunnudag kl. 13-17Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 S Versluninni lokað 30-70% afsláttur af öllum vörum 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.