Morgunblaðið - 02.01.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Hreinsum gluggatjöld,
sófaáklæði, ullarteppi og púðaver
Hafðu hreint fyrir
gluggunum
ÚTSALA
40%
30-40% AFSLÁTTUR
IMAC KULDASKÓR
11.897KR.
VERÐ ÁÐUR 16.995
Gleðilegt nýtt ár
kæru Íslendingar. Í
jólahugvekjunni minni
leit ég til baka til þess
tíma þegar ég var að
alast upp en nú er
komið nýtt ár og því tel
ég réttast að horfa
fram á veginn, á nýja
árið sem nú gengur í
garð og færir okkur
óteljandi tækifæri,
drauma og vonir.
Fram á veginn
Margt hefur í gegnum tíðina verið
sagt um okkur Íslendinga, bæði gott
og slæmt. Við erum heimsþekkt fyrir
hið fagra land okkar og frækna
íþróttamenn og -konur en erum jafn-
framt ekki síður þekkt fyrir að
standa í lappirnar gegn alþjóðaauð-
valdinu og ESB í Icesave-málinu í
kjölfar hrunsins. Við erum jafnframt
líklegast eina þjóðin sem fór á eftir
spilltum bankamönnum með rann-
sóknum og ákærum. Oft hefur blásið
á móti okkur Íslendingum en ein-
hvern veginn höfum við alltaf haldið
áfram. Við héldum áfram eftir
hrunið. Við héldum áfram eftir sífelld
stjórnarslit og við munum halda
áfram núna, sama hvað á bjátar.
Gamla fólkið situr á hakanum
Það er nefnilega eitt sem mér hef-
ur alltaf þótt einkenna þjóð mína og
það er seigla. Það þurfti mikið til að
lifa af harða vetur og mikla fátækt á
þessu strjálbýla skeri sem virðist á
tíðum vera baráttusvið veðurguð-
anna. En það tókst og hér erum við í
dag og við eigum að vera stolt af því.
Við eigum að vera stolt af fólkinu
okkar sem gerði okkur kleift að kom-
ast af og lifa við langtum betri að-
stæður í dag en voru í þá daga. Við
eigum ekki bara að vera stolt af
þeim, við eigum að launa þeim fyrir
með því að sjá til þess að fullorðið
fólk í dag búi við mannsæmandi að-
stæður en það virðist einhvern veg-
inn hafa gleymst í hita leiksins.
Falsfréttir og smölun
Svo virðist nefnilega sem undan-
farinn áratug eða ef til vill lengur hafi
stjórnmálin og fréttamennskan á Ís-
landi gengið út á að
skipta fólki í hópa.
Flokka okkur eins og fé
sem dregið hefur verið í
dilka og samfélagið er
beinlínis hvatt til þess
að standa í innbyrðis
útistöðum. Þeir sem
kjósa einn flokkinn eru
úthrópaðir þennan dag-
inn en hinn flokkinn
hinn daginn. Þeir sem
eru á öndverðri skoðun
en obbinn af fólki eru
kallaðir ljótum nöfnum.
Fjölmiðlar hika ekki við
að birta falsfréttir eða birta bara
engar fréttir af málefnum sem svo
sannarlega varða þjóðina. Mörg mál-
efni hafa verið sett á svartan lista og
eru talin svo mikið tabú að þau má
ekki ræða. Þessi þróun er ekki af
hinu góða og hefur það að markmiði
að halda okkur hverju í sínum dilkn-
um í stað þess að við stöndum saman
og stuðlum að samstöðu í þjóðfélag-
inu.
Sígild viska
Jón Sigurðsson forseti komst svo
að orði um landið sitt árið 1838 og
eiga þau orð vel við í dag: „Farsæld
þjóðanna er ekki komin undir því, að
þær séu mjög fjölmennar eða hafi
mjög mikið um sig. Sérhverri þjóð
vegnar vel, sem hefir lag á að sjá
kosti lands síns og nota þá, eins og
þeir eiga að vera notaðir. Löndin eru
lík einstökum jörðum, ekkert land
hefir alla kosti, og engu er heldur alls
varnað. En það ríður á að taka eftir
kostunum og nota þá vel, en sjá til, að
ókostirnir gjöri sem minnst tjón.“
Nauðsyn samheldni
Það er nefnilega einu sinni þannig
að það besta sem við Íslendingar get-
um gert á nýju ári er að standa
saman. Bjóða nágrannanum góðan
daginn. Standa upp í strætó fyrir
eldra fólki, óléttum konum og öðrum
sem þurfa frekar á sætinu að halda
en við. Hlusta þegar einhver talar um
sínar skoðanir, hvort sem við erum
sammála þeim eða ekki í stað þess að
úthúða viðkomandi og niðurlægja.
Við þurfum ekki að láta stjórnast af
dyntunum í ráðamönnum þjóðar-
innar, það erum við sem eigum að
stjórna hverjir ráða. Við eigum ekki
að láta bjóða okkur arðrán undir ber-
um himni eða að ekki sé brugðist við
málefnum sem snerta hvert einasta
mannsbarn. En ef við stöndum ekki
saman þá erum við vopnalaus gagn-
vart þeim sem vilja sundra okkur.
Því þeir vita manna best að sameinuð
þjóð sigrar en sundruð tapar.
Gleðilegt og ham-
ingjuríkt nýtt ár
Eftir Guðmund
Franklín Jónsson
Guðmundur F.
Jónsson
»… flokka okkur eins
og fé sem dregið
hefur verið í dilka og
samfélagið er beinlínis
hvatt til þess að standa í
innbyrðis útistöðum.
Höfundur er viðskipta- og hagfræð-
ingur.
gundi.jonsson@gmail.com
Það hefur frést af fallegu þorpi í Austurríki, sem varð
svo eftirsótt af ferðamönnum frá Asíu að það endaði með
því að eftirmynd þess í heilu lagi var sett upp í Guandong
í Kína. Þorpið er ævagamalt, þekkt fyrir saltvinnslu að
fornu fari, nú á minjaskrá UNESCO, og troðfullt af túr-
istum. 800 manna þorp, með 150.000 gistingar á ári.
Mörgum er nóg boðið en aðrir fagna eins og gengur.
Starfsemi í bænum snýst öll um túrismann og hægt er að
halda þessum aldagömlu húsum við með gistigjöldum.
En geta menn vanist því að kíkt sé inn í húsagarð eða
á glugga hvenær sem er og myndir teknar í sífellu? Þetta
eru menn að reyna á eigin skinni, líka hér á landi. Alls
konar áform eru uppi, bæði frá útlendum og innlendum,
um að auka ferðamannastrauminn enn frekar, og lítið
spurt hvað nágrönnum finnst um átroðning og áreiti sem
fylgir.
Áform eru um að heilu þorpin verði eins konar Disney-
garðar en venjulegt mannlíf víki. Hverjir halda sig þess
umkomna að umturna þannig lífsháttum annars fólks?
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Út um þorpagrundir
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Ferðamönnum
fjölgar með ári hverju bæði á
Íslandi og annars staðar.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Fasteignir