Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Jólin verða kvödd með samkomum
víða um land um helgina og á þrett-
ándanum sem nú ber upp á mánu-
dag. Hefð er fyrir því að efna til úti-
skemmtana með brennu, dansi og
söng. Þar koma fram álfar, tröll og
jólasveinar. Fólk kemur saman við
brennurnar með kyndla, skýtur upp
síðustu flugeldunum frá áramót-
unum og syngur saman áramóta- og
álfasöngva.
Í Vestmannaeyjum er hátíðin þeg-
ar hafin og var þrettándagleði ÍBV
og Íslandsbanka haldin í gærkvöldi
með flugeldasýningu, blysför og
álfabrennu. Kvöldið áður var söng-
skemmtun í Höllinni.
Flestar samkomurnar verða á
þrettándanum sjálfum á mánudag.
Svo tekin séu nokkur dæmi þá verð-
ur þrettándagleði í Hlöðunni í Gufu-
nesbæ í Grafarvogi. Hefst sam-
koman kl. 17 og klukkutíma síðar
verður kveikt í brennu. Í Hafnarfirði
er samkoman á Ásvöllum og hefst kl.
18 og lýkur með flugeldasýningu kl.
19. Í Reykjanesbæ hefst samkoman
með blysför frá Myllubakkaskóla kl.
18 að hátíðarsvæði við Hafnargötu 8.
Þar verður brenna og boðið upp á
kakó. Að auki býður Björgunarsveit
Suðurnesja upp á flugeldasýningu. Í
Mosfellsbæ hefst samkoman með
blysför frá Miðbæjartorginu kl.
17:30. Boðið er upp á brennu og flug-
eldasýningu.
Mæti í búningum
Á Akranesi verður þrettánda-
brenna við þyrlupallinn á Jaðars-
bökkum. Blysför þangað hefst við
Þorpið kl. 17. Eftir brennu er boðið í
íþróttahúsið þar sem tilkynnt verður
um val á íþróttamanni ársins. Á Sel-
fossi verður farin blysför frá
Tryggvaskála kl. 20 að brennustæði
á tjaldstæði Gesthúsa þar sem
kveikt verður í þrettándabálkesti.
Einnig verður flugeldasýning. Bæj-
arbúar eru hvattir til þess að mæta í
trölla-, álfa- eða jólasveinabún-
ingum. Í Ólafsvík verður gengið kl.
18 frá Pakkhúsinu að brennu rétt
innan við félagsheimilið á Klifi.
Flugeldasýning verður við brenn-
una. Á Húsavík verður efnt til
brennu við Sandvík kl. 17. Grímuball
verður í Skúlagarði eftir brennuna.
Á Siglufirði hefur þrettándagleði á
mánudag verið frestað vegna ofan-
komu og slæmrar spár.
Samkomur um helgina
Akureyringar taka forskot á sæl-
una með þrettándagleði Þórs í dag
kl. 16. Verður hún á planinu við
Hamar og hefst með blysför frá
Glerárskóla. Í Borgarnesi verður
samkoman kl. 16 á morgun, sunnu-
dag, í Hjálmakletti þar sem tilkynnt
verður um kjör á íþróttamanni árs-
ins. Síðan verður farin kyndilganga
að Englendingavík þar sem boðið er
upp á flugeldasýningu. Einnig verð-
ur þrettándagleði á Ísafirði á morg-
un kl. 14 á sal Grunnskólans. Sýnd
verða brot úr leikritum og flutt álfa-
og þrettándaljóð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrettándinn Löng hefð er fyrir þrettándabrennum í Mosfellsbæ. Þar var þessi mynd tekin fyrir tveimur árum.
Jólin kvödd með sam-
komum víða um land
Hefð fyrir þrettándabrennum Víða flugeldasýningar
Atvinna
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur um að
hafna kröfu lögreglunnar um að
Kristján Gunnar Valdimarsson,
lektor við Háskóla Íslands og lög-
maður, sæti áframhaldandi gæslu-
varðhaldi. Kristján hefur verið til
rannsóknar vegna gruns um að
hafa brotið gegn þremur konum
kynferðislega og svipt þær frelsi.
Hann var handtekinn á jólanótt og
sat í gæsluvarðhaldi til 29. desem-
ber. Vildi lögreglan að hann yrði
áfram í haldi í fjórar vikur og bar
við hættu á að Kristján bryti af sér
aftur. Í tilkynningu lögreglu segir
að rannsókn málsins sé í fullum
gangi og miði vel.
Kristján Gunnar
ekki í varðhald
Ten Points
28.990 kr. 20.293 kr.
Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
30-
60%
afsláttur af
útsöluvörum
Nú er tími til að
etja mannbrodda
á skóna þína
Eigum mikið úrval
Við erum hér til að aðstoða þig! -
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
-
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
EIRVÍK FLYTUR HEIMILISTÆKI INN
EFTIR ÞÍNUM SÉRÓSKUM
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Leit björgunarsveita að Andris
Kalvans á Snæfellsnesi og Rimu
Grunskyté Feliksardóttur við Dyr-
hólaey bar ekki árangur í gær. Ekki
verður leitað í dag vegna veðurs.
Á annað hundrað björgunarsveit-
armenn voru við leitina að Andris í
gær og margir voru einnig við leit-
ina að Rimu. Leitarskilyrði á báðum
stöðum voru frekar slæm, þótt veður
hafi verið bjart. Snjóflóðahætta er í
fjalllendi Hnappadals.
Ekki hefur verið ákveðið með
framhald leitar á Snæfellsnesi. Að
óbreyttu verður ekki efnt aftur til
stórrar leitar við Dyrhólaey.
Árangurslaus leit
að týndu fólki