Morgunblaðið - 04.01.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSALAN
30-50%
ER HAFIN
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
STÓRÚTSALA HAFIN
GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY
JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL.
á gæðamerkjavöru
30% - 40% - 50%
Dúnúlpur og ullarkápur
Opið frá 11-15
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
ÚTSALA
40-50%
afsláttur
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Áhorf á Áramótaskaup RÚV virðist
hafa verið mjög sambærilegt við
áhorf undanfarinna ára. Samkvæmt
bráðabirgðatölum var meðaláhorfið
73%, uppsafnað áhorf 73% og hlut-
deild, þ.e. hlutfall þeirra sem voru að
horfa á sjónvarp á sama tíma og Ára-
mótaskaupið var sýnt og með stillt á
RÚV, 99,7%, sem er með mesta hlut-
falli sem sést hefur.
Þetta segir Skarphéðinn Guð-
mundsson, dagskrárstjóri RÚV, í
svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Hann segir að þetta þýði að áhorfið
tvö síðustu árin hafi verið meira en ár-
in á undan þegar meðaláhorf á frum-
sýningu mældist um 70%. Að fenginni
reynslu síðustu ára megi búast við að
endanlegar áhorfstölur verði um eða
yfir 80% eftir að tekið hefur verið tillit
til hliðraðs áhorfs, eða alls áhorfs utan
línulegrar dagskrár, sem verður
meira og meira með hverju árinu.
„Þá ber að geta þess að áhorf fer
jafnan nærri 40% á endursýningu á
Skaupinu, auk þess sem áhorf á ein-
staka atriði á vefnum og samfélags-
miðlum fer ört vaxandi og þá sérstak-
lega nú í ár þegar í fyrsta sinn er
hægt að nálgast öll atriði Skaupsins
ein og sér, til áhorfs og deilingar á
samfélagsmiðlum,“ segir Skarphéð-
inn.
Beinn kostnaður RÚV vegna Ára-
mótaskaupsins 2019 var 34 milljónir
króna, eða sem nemur því sem RÚV
greiddi framleiðslufyrirtækinu Repu-
blik fyrir að framleiða Skaupið.
Skaupið enn mjög vinsælt
Meðaláhorf á Áramótaskaup RÚV var 73% Beinn
kostnaður við framleiðsluna í ár nam 34 milljónum króna
Morgunblaðið/Hari
Skaupið Frá upptökum á Áramótaskaupinu í haust.
Atvinna
Magnús Óskarsson,
kennari við Bændaskól-
ann á Hvanneyri, lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi
28. desember sl. Hann
varð 92 ára.
Magnús fæddist á
Saurum í Hraunhreppi
í Mýrasýslu 9. júlí 1927.
Foreldrar hans voru
Óskar Eggertsson, bú-
stjóri í Kópavogi og síð-
ar húsvörður við barna-
skólann á Kársnesi, og
Guðrún Einarsdóttir
húsfreyja.
Hann útskrifaðist sem búfræði-
kandídat frá Bændaskólanum á
Hvanneyri árið 1953. Hann var að-
stoðarmaður við tilraunastöðina
Askov í Danmörku, las sem óreglu-
legur nemandi við Búnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn og var
síðar við landbúnaðarháskóla og
stofnanir í öðrum löndum.
Ævistarf Magnúsar var kennsla
við Bændaskólann á Hvanneyri, síð-
ar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hann var kennari þar frá árinu 1955
til ársins 1997 að hann
lét af störfum vegna
aldurs. Hann var yfir-
kennari bændadeildar
og tilraunastjóri um
árabil. Þá sat hann í
tilraunaráði landbún-
aðarins og búfræðslu-
nefnd. Áburðarfræði
var aðalgrein Magn-
úsar og er hann höf-
undur greina og
kennslubóka í faginu
og fleiri kennslugrein-
um. Einnig var hann
mikill áhugamaður um
matjurtarækt og vann
að tilraunum og fræðslu á því sviði.
Eftir að Magnús lét af störfum á
Hvanneyri kenndi hann við Garð-
yrkjuskóla ríkisins og var ráðunaut-
ur hjá Áburðarverksmiðju ríkisins.
Magnús var í mörg ár fulltrúi í
hreppsnefnd Andakílshrepps og eitt
ár formaður Náttúruverndar-
samtaka Vesturlands.
Magnús bjó í Kópavogi eftir að
hann lét af störfum á Hvanneyri. Út-
för hans verður gerð frá Kópavogs-
kirkju 22. janúar nk. kl. 13.
Andlát
Magnús Óskarsson
kennari á Hvanneyri
Sex umsóknir bárust um stöðu
ríkissáttasemjara sem félagsmála-
ráðuneytið auglýsti í síðasta mán-
uði. Umsækjendur eru Aðalsteinn
Leifsson framkvæmdastjóri, Gylfi
Arnbjörnsson, hagfræðingur og
fyrrverandi forseti ASÍ, Herdís
Hallmarsdóttir lögmaður, Lara De
Stefano þjónn, Ólafur Þorsteinn
Kjartansson ráðgjafi og Rannveig
S. Sigurðardóttir, hagfræðingur og
varaseðlabankastjóri.
Bryndís Hlöðversdóttir, fráfar-
andi ríkissáttasemjari, sagði starfi
sínu lausu í haust til að taka við
starfi ráðuneytisstjóra í forsæt-
isráðuneytinu. Helga Jónsdóttir
mun sinna starfinu uns nýr rík-
issáttasemjari verður ráðinn.
Umsóknirnar verða nú metnar af
sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd.
Eftirtaldir hafa verið tilnefndir til
setu í nefndinni: Drífa Snædal, for-
seti ASÍ, og Eyjólfur Árni Rafns-
son, formaður SA. Auk þess mun
ráðherra skipa Gissur Pétursson
ráðuneytisstjóra formann nefnd-
arinnar.
Rannveig og
Gylfi meðal
umsækjenda
Gylfi
Arnbjörnsson
Rannveig
Sigurðardóttir
Tveir karlmenn voru í gær dæmdir
í fjögurra og fimm ára óskilorðs-
bundið fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness fyrir stórfellt fíkni-
efnalagsbrot. Mennirnir, Georgian-
Alin Sarban og Sorin Sarban sem
eru báðir rúmenskir ríkisborgarar,
fluttu tæplega fimm og hálft kíló
af kókaíni til landsins sem farþeg-
ar með flugi frá Düsseldorf í
Þýskalandi til Keflavíkur í sept-
ember á síðasta ári. Játuðu þeir
þau brot sem þeim voru gefin að
sök.
Dómur Georgian-Alin Sarban er
vægari bæði vegna aldurs hans, en
hann var 19 ára þegar brotið var
framið, og vegna framburðar Sorin
Sarban, bróður hans, þess efnis að
hann hefði fengið bróður sinn með
í ferðina án þess að greina honum
frá því hver tilgangur hennar væri.
Bræður í fangelsi
fyrir kókaínsmygl