Morgunblaðið - 04.01.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
BRUNCH
Allar helgar kl. 11:00-16:00
Amerískar
pönnukökur
Beikon, egg og
ristað brauð
Franskt eggjabrauð
Hafragrautur
Skyr
Omeletta
Big Brunch
Eggs Benedict
Gerðu þér
dagamun og
komdu á
Sólon
ársins 2019, en hún gekk til liðs við
félagið í byrjun ársins og blómstraði.
Strax í fyrsta leik í Íslandsmótinu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Íslandsmeistarar, burðarás,leiðtogi, fyrirmyndir, óstöðv-andi, afrek og stórkostlegurárangur. Þetta er meðal
þeirra orða sem notuð eru til lýs-
inga á afrekum og sætum sem og
sigrum þeirra sem að undanförnu
hafa verið valdir sem íþróttafólk
einstakra félaga eða byggðarlaga
fyrir árið 2019. Morgunblaðinu hafa
að undanförnu borist fjölmargar til-
kynningar um slíkt sem allar vitna
um blómlegt starf og að íþróttirnar
skipta samfélagið miklu. Æfingar
og keppni eru sem eftirlíking af líf-
inu sjálfu og því þroskandi fyrir
börn og unglinga. Einu má svo
gilda á hvaða aldri fólk er; heyfing
er nauðsyn. Handboltakonan Stein-
unn Björnsdóttir er íþróttamaður
Fram 2019; rétt eins og 2018 og
2016. Hún er fædd 1991 og hefur
alltaf leikið með Fram. Hóf að leika
með meistaraflokki félagsins í hand-
knattleik kvenna veturinn 2009-2010
og á þar nú að baki hátt í 300 leiki,
auk 35 landsleikja. Er lýst sem leik-
manni er geri samherja sína betri og
er því góður fulltrúi glæsilegra
íþróttakvenna í Fram.
Linda gaf tóninn
Í Val var körfuknattleikskonan
Helena Sverrisdóttir íþróttamaður
ársins. Helena átti stóran þátt í að
Valur varð á árinu 2019 deildar-, bik-
ar- og Íslandsmeistari. Helena gekk
í raðir Vals á miðju síðasta tímabili
og voru Valskonur óstöðvandi eftir
það.
Í Þrótti var knattspyrnukonan
Linda Líf Boama valin íþróttamaður
skoraði hún þrennu og gaf tóninn
fyrir sumarið. Var lykilmaður í
meistaraliði Þróttar og skoraði alls
22 mörk í 18 leikjum. Er nú komin í
úrvalslið 1. deildar og í U19 lands-
liðið.
Fyrirmyndir
og árangur
Í íþróttafélögum og byggðum landsins hafa íþrótta-
menn ársins 2019 verið valdir að undanförnu. List-
inn er langur og afrekin mikil. Að gera samherja sína
betri hlýtur að vera eftirsóknarverð umsögn.
Ljósmynd/Einar Ásgeirsson
Fylkir Tilefnd sem íþróttafólk ársins. Frá vinstri: Ólafur Engilbert Árnason karate, Valdimar Þór Ingimundarson
og Cecilía Rán Rúnarsdóttir úr knattspyrnudeild, Katharina Sybilla Jóhannsdóttir fimleikar, Gabríel Einarsson
bróðir Margrétar Einarsdóttur handboltakonu, Iveta Ivanova karate og Björn Gíslason, formaður Fylkis.
Fjölnir Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona og Úlfar Jón Andrésson íshokkí-
maður voru valin íþróttafólk félagsins. Eygló stefnir nú í þriðja sinn á ÓL.
Ljósmynd/Þorgils G. Gunnþórsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valur Helena Sverrisdóttir er kná í
körfubolta og íþróttamaður ársins.
Hjónin Lilja Björk Ólafs-dóttir og GuðmundurMagni Þorsteinsson voru
valin Fjölnismaður ársins 2019.
Íþróttamenningin í Grafarvogi er
sterk og hlaupahópur Fjölnis hef-
ur lengi verið við lýði. Þau hjónin
byrjuðu að hlaupa árið 1995, þá
um fertugt. Þá voru börnin þeirra
fjögur komin á legg og tíminn til
að leggja rækt við eigin áhugamál
orðinn rýmri en var.
Sex stærstu maraþonhlaup
heims eru í London, New York,
Boston, Berlín, Tókýó og Chicago
og hafa þau Linda Björk og Guð-
mundur Magni lokið þeim öllum.
Það hafa um 30 aðrir Íslendinga
gert sem allir eru í klúbbnum
Abbott World Marathon Majors.
Um 6.000 manns í heiminum geta
státað af að hafa tekið öll þessi
stærstu hlaup heims. Þóttu þau
því vel að því komin að vera valin
Fylkisfólk ársins.
Bolti og bókarastörf
Starf með íþróttafélögum er
meira en bara æfingar og þátt-
taka í leiknum. Mörgu þarf að
sinna í fjölmennum félögum þar
sem oft er talsverður asi og fyrir-
gangur.
Í hópi þeirra sem fengu viður-
kenningu Fylkis í Árbænum um
áramót var Jakob Halldórsson
sem fékk heiðurskross, æðstu
viðurkenningu félagsins. Krossinn
geta aðeins 20 manns borið í senn
og er Jakob sá 12. sem viðurkenn-
inguna hlýtur. Jakob var á sínum
tíma leikmaður félagsins í knatt-
spyrnu og þjálfari þess flokks í
fótboltanum sem vann fyrsta titil
félagsins. Þá var Jakob formaður
Fylkis 1981-1982 og starfaði þar
að auki sem bókari knattspyrnu-
deildar og bókari félagsins í um
tuttugu ár, auk annarra félags-
starfa.
Magnað maraþonfólk og öflugur Fylkismaður
Heimshlaup og heiðurskross
Ljósmynd/Einar Ásgeirsson
Þátttaka Jakob Halldórsson hefur sinnt margvíslegum störfum á vettvangi
Fylkis. Með á myndinni hér er Elsa dóttir Jakobs, fjármálastjóri félagsins.
Ljósmynd/Þorgils G. Gunnþórsson
Hlauparar Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson eru
Fjölnisfólkið 2019. Hér eru þau með Jóni Karli Ólafssyni, formanni félagsins.