Morgunblaðið - 04.01.2020, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
Mikil sala!
Góður sölutími framundan.
Óskum eftir öllum tegundum
eigna á skrá.
Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Halla Unnur Helgadóttir
Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali
s 659 4044 / halla@gimli.is
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn
á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is
Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur:
• skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 27. janúar 2020) og alla breytingarseðla
þar á eftir
• skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda
• gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur
• óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða,
líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-77 ára
• sent inn erindi vegna fasteignagjalda
Fasteignagjöld ársins 2020, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á
gjalddögum 1. febrúar, 2. mars, 4. apríl, 3. maí, 1. júní, 5. júlí, 2. ágúst, 1. september og
3. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar.
Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt
bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum og boðgreiðslur af greiðslukortum.
Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2020 verða aðeins
birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á árinu 2020.
Álagningar- og breytingarseðlarnir verða ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem
gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að
senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt.
Nú standa yfir viðgerðir á sjó-
varnargarðinum við Norðurströnd
á Seltjarnarnesi, rétt hjá hákarla-
hjallinum, sem setur svip sinn á
umhverfið. Heildarlengd sjóvarna
sem verða endurnýjaðar er um 220
metrar. Oft er brimasamt á þessum
stað, enda fyrir opnu hafi.
Að sögn Gísla Hermannssonar,
sviðsstjóra umhverfissviðs bæj-
arins, í frétt á heimasíðu hans, hef-
ur sjóvarnargarðurinn á þessum
stað látið á sjá og kvarnast veru-
lega upp úr honum á nokkrum
stöðum. Vegagerðin sér um eftirlit
með þessu viðhaldsverkefni sem
mun standa yfir næstu vikur. JG
vélar, Reykjavík sjá um fram-
kvæmdina, en fyrirtækið átti
lægsta tilboð í verkið.
Alls bárust fimm tilboð í verkið.
Lægsta tilboðið var 6,8 milljónir
króna, eða 77,5% af kostnaðar-
áætlun, sem var 8,8, milljónir. Til-
boð JG véla var langlægst. Næst-
lægsta tilboðið var frá E. Gíslason
ehf., Reykjavík, 10,8 milljónir
króna. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Sjóvörn Starfsmenn JG véla nota stórvirka gröfu til viðgerða á sjóvarnar-
garðinum við Norðurströnd. Fjær sést í hákarlaskúrinn og Gróttuvitann.
Sjóvarnargarður á
Nesinu lagfærður
Kvarnast hafði úr varnargarðinum
Einstaklega fögur glitský mynduðust á Suð-
urlandi í gærmorgun og var himinninn í öll-
um regnbogans litum í ljósaskiptunum. Jónas
Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, náði
þessari mögnuðu mynd austan við Vík í Mýr-
dal á tíunda tímanum. Hann kveðst áður hafa
séð glitský á þessu svæði en ekki jafn sterka
liti og í gærmorgun.
Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu
Íslands myndast glitský helst um miðjan vet-
ur, við sólaruppkomu eða sólarlag. Þau
myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu, í
15 til 30 metra hæð. Skýin eru úr ískristöllum
eða samböndum ískristalla og saltpéturs-
sýruhýdrötum. Síðarnefndu skýin eru þó
ekki bara falleg því þau geta valdið ósoneyð-
ingu.
Mögnuð glitský
við Vík í Mýrdal
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson