Morgunblaðið - 04.01.2020, Page 25

Morgunblaðið - 04.01.2020, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is Falleg og smekklega endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð. Þrjú svefnherbergi, eldhús og borðstofa í sameiginlegu rými með góða tengingu við stofu. Suðursvalir og snyrtileg sameign. Stofan er rúmgóð, björt og er opið úr stofu inní borðstofu sem er í sama rými og eldhúsið. Íbúðin er mikið endurnýjuð; vandað harðparket (hvíttuð eik), gluggar málaðir og nýtt gler á suðurhlið, endurnýjað rafmagn og tafla uppi en gamalt rafmagn í sameign, nýir ofnar og ofnakranar, stigahús nýmálað og teppalagt, svo og þvotthús og geymslugangur. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Öldugata 44, 220 Hafnarfjörður Opið hús þriðjudaginn 7. jan. kl. 17.00–17.30 Verð 39,9 m. Stærð 88 m2 Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is Heimsmeistarakeppnin íatskák og hraðskák fórfram um jólin frá 26.-30.desember og var hin besta skemmtun á að horfa. Og niðurstaðan féll í kramið hjá norsku þjóðinni sem gat fylgst með hverj- um einasta leik Magnúsar Carlsen í beinum útsendingum NRK alla keppnisdagana. Magnús vann bæði mótin með glæsibrag og heldur nú heimsmeistaratitli í þremur keppn- isgreinum skákarinnar. Hann end- urtók því afrek sitt frá því 2014 og heimsmeistaratitlarnir eru nú orðn- ir ellefu talsins. Sigrarnir á skák- mótum liðins árs eru því tíu talsins og bresku blöðin Guardian og Financial Times bættu því við að í byrjun desember sl. hefði Norð- maðurinn tyllt sér um stund í efsta sæti í knattspyrnuleiknum FPL, Fantasy Premier league, sem sjö milljón manns stunda á netinu og er vinsælt tómstundagaman meðal ým- issa spámanna verðbréfamarkað- anna. Við upphaf atskákmótsins vakti athygli að hinn 16 ára gamli Írani, Alireza Firouzja, tefldi undir fána FIDE. Hann getur ekki sætt sig við kröfur sem gerðar eru til íranskra keppnismanna um að þeir mæti ekki til leiks ef Ísraelsmenn eru meðal þátttakenda. Firouzja dvelur nú í Frakklandi ásamt fjölskyldu sinni. Margir spá þessum unga manni heimsmeistaratitli í framtíðinni. Í atskákinni náði Magnús foryst- unni um miðbik mótsins og lét hana aldrei af hendi eftir það, hlaut 11½ vinning af 15, Firouzja varð í 2. sæti með 10½ vinning og betri stigatölu en Nakamura og Rússinn Artemiev. Í kvennaflokki sigraði indverska skákkonan Humpy Koneru. Hraðskákkeppnin tók tvo daga, 21 umferð, tímamörk 3 2 og mikill handagangur í öskjunni. Aftur náði Magnús forystunni um miðbikið en það var naumt og Nakamura yfir- leitt ½ vinningi á eftir. Í 19. umferð tefldi Magnús við Firouzja. Eftir 66 leiki kom þessi staða upp: HM í hraðskák; 19. umferð: Alireza Firouzja – Magnús Carlsen Þessi staða er jafntefli því það er of stutt á milli frípeðanna. En Firo- uzja féll á tíma! Í TR í gamla daga hefði skákstjórinn Hermann Ragn- arsson dæmt jafntefli en reglur FIDE um slíkar stöður eru skýrar. Þar sem hægt er að stilla upp mát- stöðu, þótt langsótt sé, fékk Magnús vinninginn. Firouzja undi þeirri nið- urstöðu illa og mótmælti úrskurð- inum og taldi að Magnús hefði trufl- að sig með því að bölva á norsku í miðri skák. Málinu var vísað frá. Magnús mátti hinsvegar sætta sig við jafntefli í lokaumferðunum og Nakamura náði honum að vinn- ingum. Báðir hlutu 16½ vinning af 21 mögulegum, Vladimir Kramnik varð í 3. sæti með 15 vinninga. Í kvennaflokknum sigraði svo rúss- neska skákkonan Katerina Lahno. Nú varð að leiða til lykta barátt- una í opna flokknum með stuttu ein- vígi og Armageddon-skák ef með þyrfti. Jafntefli varð í fyrri skákinni en í þeirri seinni vann Magnús glæsilegan sigur. Það var magnað að fylgjast með hæfni hans og keppnis- hörku. Guðmundur Íslandsmeistari í atskák Þrír skákmenn, Guðmundur Kjartansson, Hjörvar Steinn Grét- arsson og Þröstur Þórhallsson urðu efstir og jafnir á Íslandsmótinu í at- skák sem fram fór hjá TR sl. laug- ardag. Þeir hlutu 7½ vinning af 9 mögulegum. Guðmundur var með bestu mótsstigin og er því at- skákmeistari Íslands 2019. Kepp- endur voru 46 talsins. Vetrarvertíðin hefst svo á morgun með Skákþingi Reykjavíkur. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Bölvaði á norsku og vann báða titlana Ljósmynd/NRK Sigursæll Magnús Carlsen heimsmeistari í atskák og hraðskák. Í lýðræðisríki er reglulega kosið um stjórnendur á hinum ýmsu stjórnsýslu- stigum til að tryggja að kjósendur hafi eitthvað um það að segja hvaða ákvarðanir eru teknar, a.m.k. þegar kemur að stóru málunum. Þetta er allt gott og blessað. Vissulega eru stjórnmálamenn kosnir og þeir sam- þykkja lög og annað slíkt sem getur haft mikil áhrif á samfélag og hag- kerfi. Í kosningabaráttu lofa fram- bjóðendur einu og öðru og kjós- endur geta stuðst við slík loforð til að mjaka stóru málunum í einhverja átt. Einhverjir boða fóstruríki og aðrir ekki. Sumir vilja gera sem flesta að þurfalingum velferðarkerf- isins á meðan aðrir telja að hóflegt öryggisnet dugi til að grípa þá fáu sem geta sér litla björg veitt af ýms- um ástæðum. Það blasir samt við að stjórnmálin ein og sér duga kjósendum ekki til að hafa áhrif á gang mála því innan opinbers reksturs starfa ógrynni allskyns nefnda og stofnana sem kjósendur koma hvergi nærri. Ókjörnir embættismenn ráða oft meiru um framkvæmd laga og reglu- gerða en sjálfir stjórnmálamenn- irnir. Embættismennirnir hafa ekki endilega skoðanir kjósenda í huga. Miklu frekar er þeirra áhersla á eig- ið starfsöryggi. Það má tryggja með því að túlka allt eins strangt og hægt er og efla þannig eftirlitsiðnaðinn, setja eins mörg skilyrði og lögin heimila til að hámarka magn um- sóknareyðublaða og tefja mál eins lengi og hægt er til að byggja upp rök fyrir frekari fjárheimildum. Stjórnmálamenn eru eins og lamaðir þegar kemur að því að eiga við emb- ættismannaverkið og finnst kannski bara gott að hafa það til að skella skuldinni á þegar einhver vinnustað- urinn deyr drottni sínum undan þunga skrifræðisins, eða flýr til út- landa. En þetta versnar enn. Stjórn- málamenn eiga það til að hlaupa í felur frá eigin hugsjónum þegar blaðamenn ber að garði eða skoð- anakannanir sýna lítinn stuðning við tiltekið mál. Þá er upplagt að stofna nefnd eða starfshóp, moka fé í litla hít, fá til starfa fólk með stórar háskólagráður og bíða svo eftir skýrslunni. Í umræðuþáttum bera stjórnmálamennirnir svo á borð skoðana- kannanir sem sýni þjóðarviljann svokall- aða og hvernig hann fellur að skoðunum við- komandi en ekki ann- arra við borðið, nefna þörfina á heildarendurskoðun og ít- arlegri úttekt, ásaka mótherja sína um spillingu eða stuðning við slíka og enda oftar en ekki á því að krefj- ast nýrrar stjórnarskrár. Hvað eiga kjósendur að gera við svona stjórnmálamenn? Af hverju þora stjórnmálamenn ekki bara að segja blákalt að þeir vilji frjálst markaðshagkerfi eða hina sósíalísku andstæðu þess? Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki? Viltu að skattar og opinber útgjöld hækki eða lækki? Eða viltu kannski að skattar lækki, útgjöld hækki og skuldir aukist? Spurður um slíkt, af hverju þarftu þá alltaf að vísa í nefnd eða heildarendurskoðun í stað þess að hafa bara skoðun? Er spurningin of umfangsmikil til að hægt sé að svara henni í beinni útsendingu? Skrifaðu þá grein eða langan pistil og gerðu grein fyrir máli þínu. Þessi flótti stjórnmálamanna frá eigin skoðunum í gegnum embættis- mannaverkið, nefndarstörfin og loðnu svörin er vandamál fyrir lýð- ræðið og heldur kjósendum í raun frá allri raunverulegri stefnumörk- un í samfélaginu. Það eina sem má ganga að vísu er að allir stjórn- málamenn þora að hækka opinber útgjöld og skatta og hljóta þannig blessun vinstrisinnaðra blaðamanna sem ráða ferðinni í raun. Er ekki hægt að gera betur? Leiðir til að forðast ákvarðanatöku Eftir Geir Ágústsson » Í lýðræðisríki þurfa kjósendur á því að halda að stjórnmálamenn þori að hafa skoðanir. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com Jón Eyþór Guðmundsson fæddist á Patreksfirði 5. janúar 1915. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jónsson smiður, f. 1872, d. 1937, og Valgerður Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 1876, d. 1968. Jón var frumkvöðull brúðuleik- húslistar hér á landi, lagði stund á nám í myndlist, fyrst á Íslandi, en árið 1939 var Jóni veittur náms- styrkur Dansk-íslenska félagsins og var hann við myndlistarnám í Kaupmannahöfn í tvö ár. Eftir að Jón sneri heim frá námi starfaði hann sem myndlist- arkennari, fyrst við Flensborgar- skóla, Miðbæjarskólann og loks við Barnaskóla Austurbæjar. Jón kynntist brúðuleikhúslist, þegar hann var við nám í Dan- mörku og ásetti sér að kynna löndum sínum þessa listgrein. Skömmu eftir að hann sneri aftur til landsins stofnaði hann Íslenska brúðuleikhúsið. Um árabil ferðað- ist hann um landið með brúðuleik- hús sitt. Síðar kom Jón á lagg- irnar brúðuleikhúsbíl, sem hann ferðaðist einnig með vítt og breitt. Jón var um tíma forseti UNIMA, alþjóðlegra samtaka brúðuleikhúsgerðarmanna. Jón hélt fjölmargar sýningar bæði á brúðum sínum, högg- myndum og málverkum. Jón sótti viðfangsefni listar sinnar til ís- lenskra þjóðsagna og í líf ís- lenskrar alþýðu. Jón var giftur Valgerði M. Eyj- ólfsdóttur, f. 6.10. 1917, d. 9.3. 2000, og eignuðust þau fjögur börn. Jón lést 28.5. 2004. Merkir Íslendingar Jón E. Guð- mundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.