Morgunblaðið - 04.01.2020, Qupperneq 29
varð því ómetanlegur tími.
Áburður á tún, girðingar,
mjaltir og heyskapur. Hvað
getur slegið slíku við í samveru
ástvina og fóstra. Gunnar Rafn
frændi – síðar kollegi minn –
bættist í hópinn 1957. Hann
kom til okkar eftir afar sáran
móðurmissi og fékk tækifæri til
að jafna sig í þessu mannbæt-
andi samfélagi, sem við frænd-
ur fengum að njóta sumarlangt
til haustsins 1959. Ég hef
stundum hugsað til þess, þegar
ég hef fengið jafnaldra okkar
Gunnars Rafns á stofu með
mæðrum sínum, til að takast á
við niðurbrjótandi kvíða og
þunglyndi, að sú veröld, sem ég
bjó við á Hrosshagaárunum,
þar sem okkur var sagt að
þegja tvisvar á sólarhring, kl.
12:20 og 19:00 á meðan hlustað
var á fréttir – og síðan slökkt.
Þess á milli voru það aðallega
veðrahljóðin og fuglasöngurinn
sem spilaði á skynfærin – sem
leiddi til þess, til dæmis, að
maður lagðist á bakið milli
þúfna niður við læk og gerði til-
raun til að skilja betur söngmál
stelksins. Ég hafði nefnilega
orðið var við ólíka raddtíðni og
raddstyrk eftir því hvort bú-
smalinn var að reka stelkinn af
hreiðri sínu – eða þá minkur.
Þannig gaf maður sér tíma til
að skilja fuglaraddirnar. Alger-
lega kvíða- og áhyggjulaus. Síð-
ar á ævinni varð okkur frænd-
um enn ljósara hvers konar
gæfu okkur hafði hlotnast með
vistinni í Hrosshaga með Sverri
bónda, sem nú er kvaddur með
söknuði og þakklæti, og eftirlif-
andi Fríðu húsfreyju, sem fær,
ásamt börnum þeirra hjónanna,
sendar okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gunnar Ingi Gunnarsson.
Það var á fardögum árið
1983 að við fluttum á Torfastaði
í Biskupstungum. Í Hrosshaga,
sem er næsti bær við okkur,
bjó Sverrir. Ungur hafði hann
hafið búskap í Hrosshaga.
Sverrir stórbóndi í Hross-
haga tók okkur með mikilli góð-
vild, vinsemd og hjálpsemi. Við
leituðum oft til hans og fengum
góð ráð. Hann var hafsjór af
fróðleik og hugmyndum. Auð-
velt var að biðja hann um að-
stoð og oft lánaði hann okkur
jafnvel tækin sín.
Við litum sannarlega upp til
Sverris. Hann þekkti vel hvern-
ig var að koma nýr inn í sam-
félag. Hann hafði sjálfur verið
stórhuga ungur maður þegar
hann tók við Hrosshaga og
hann skildi vel hvers virði okk-
ur var stuðningur hans og vel-
vild.
Sverrir var mikill framfara-
sinni. Hann hugsaði stórt og
nýtti sér nýjustu framfarir í
sínum búskap.
Vorið 1986 varð mikil breyt-
ing í sveitarstjórn Biskups-
tungna. Þá var í fyrsta skipti
boðinn listi til sveitarstjórnar
og urðu sitjandi fulltrúar líka
að stofna sinn lista. Þetta
breytti miklu. Sverrir varð
fyrsti oddviti nýstofnaðs H-
lista og settist í sveitarstjórn.
Það var vissulega við hæfi.
Framfarasinnaði bóndinn var
hvatning í sveitarstjórn sem
gott var að fá þar inn. Ný við-
horf og spennandi verkefni.
Þetta breytti miklu hér í sveit-
arfélaginu.
Þarna urðu kynni okkar enn
meiri en áður og áttum við oft
mjög skemmtileg samtöl um
verkefni sem þarft var að ráð-
ast í í Biskupstungum.
Ég þakka fyrir að hafa feng-
ið að njóta góðs nágranna og
mikils persónuleika. Sverrir
var alltaf opinn fyrir nýjum
hugmyndum og verkum. Það er
skemmtilegur og góður eigin-
leiki og ég þakka fyrir að hafa
fengið að njóta hans.
F.h. Torfastaðafjölskyldunn-
ar,
Drífa Kristjánsdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
✝ Kristinn Borg-ar Indriði Jóns-
son, fyrrverandi óð-
alsbóndi á Skarði á
Skarðsströnd og
lögreglumaður
fæddist 28. nóv-
ember 1944 á
Skarði. Hann lést á
Landspítalanum 7.
desember 2019 eftir
skammvinn veik-
indi.
Kristinn var sonur þeirra Jóns
Gunnars Jónssonar bónda frá
Stykkishólmi og Ingibjargar
Kristrúnar Kristinsdóttur, hús-
freyju af Skarðsætt. Ingibjörg
var dóttir Kristins Indriðasonar
og Elínborgar Bogadóttur
Magnusen. Elínborg var dóttir
Boga Magnusen, bónda og hag-
skóla í sveitinni og sótti síðar
námskeið fyrir lögreglumenn.
Kristinn og Þórunn, kona hans,
voru fjárbændur frá því að þau
tóku við búi á Skarði ásamt Ólafi
Eggertssyni á Skarði II. Einnig
stundaði hann skólaakstur í 43
ár og starfaði sem lögreglu-
maður í Búðardal og síðar sem
héraðslögreglumaður í 38 ár.
Hann hafði unun af sjósókn og
reri til fiskjar frá unga aldri
ásamt því að stunda selveiðar og
fara í eyjar og sker til dún- og
eggjatekju. Dúnhreinsistöð var
lengi starfrækt á Skarði og lagði
hann þar sitt lið.
Kristinn kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Þórunni Hilm-
arsdóttur, f. 1944, hinn 8. janúar
1967. Þau eignuðust þrjú börn;
Hilmar Jón, öryggisfulltrúa og
fyrrverandi lögreglumann, Boga
Magnusen skipulagsfulltrúa og
Ingibjörgu Dögg tannsmið.
Barnabörnin eru níu og barna-
barnabörnin sjö talsins.
Útför Kristins fór fram frá
Skarðskirkju 22. desember 2019.
leiksmanns í
Skarði.
Engin jörð hér á
landi hefur verið
lengur í eigu sömu
ættar en Skarð á
Skarðsströnd.
Heimildir eru um
að á 12. öld hafi
Húnbogi Þorgils-
son, bróðir Ara
fróða, búið á
Skarði. Afkom-
endur Húnboga hafa búið þar
síðan óslitið, að undanteknum
tveimur áratugum í lok 18. ald-
ar. Meðal þekktustu ábúenda á
Skarði er Ólöf ríka sem bjó þar
með bónda sínum, Birni hirð-
stjóra. Kristinn var 27. liður af
ætt Skarðsverja.
Kristinn fékk kennslu í far-
Elsku pabbi minn, mikið er
sárt að þurfa kveðja þig.
Mikill maður með stóran per-
sónuleika, ákveðinn, óhræddur,
hjálpsamur og góður í gegn eru
kjörorðin þín.
Breiðafjörður átti stóran hlut
í þér þar sem þú sigldir um
skerjóttan fjörðinn í allskonar
veðri, öruggur og óhræddur
sama hvað veðrið bauð upp á
þann daginn. Ég var 4 ára þeg-
ar ég fór fyrst með þér á sjó og
naut hverrar sekúndu eftir því
sem árin liðu að vera með þér
hvort sem það var að sigla eða
tína æðardún í eyjunum fögru.
Ég trúi varla að síðasta sjóferð-
in þín hafi verið í sumar.
Þú hefur kennt mér svo
margt sem ég mun hafa í far-
teskinu um ókomna tíð.
Þegar ég hugsa um þig kem-
ur upp í hugann hversu hreinn
og beinn þú varst. Sagðir þína
meiningu hvort sem það féll
fólki eður ei, kunnir ekki að
segja ósatt. Heiðarlegur með
afbrigðum og réttir hjálpar-
hönd hvar sem hana vantaði.
Þegar greiningin um illvígan
sjúkdóm kom í október var ég
viss um að við hin fengjum
samt meiri tíma með þér en 6
vikur. Þú sjálfur varst ekki
tilbúinn fyrir þessar fregnir því
þú ættir svo mikið ógert. Það
yrði að koma Móra á flot fyrir
sumarið, gera við vélina.
Tala nú ekki um hitt og þetta
varðandi bíla sem þú ætlaðir að
gera og flinkur eftir því að gera
við.
Sofðu rótt, pabbi minn, og
þakka þér fyrir allt. Þú verður
mér í hjartastað um ókomin ár.
Þú ert kominn í hlýjuna hjá öll-
um hinum Skarðverjunum og
öðrum ættingjum og vinum.
Þú komst til að kveðja í gær.
Þú kvaddir og allt varð svo hljótt.
Á glugganum frostrósin grær.
Ég gat ekkert sofið í nótt.
Hvert andvarp frá einmana sál.
Hvert orð sem var myndað án
hljóms,
nú greindist sem gaddfreðið mál
í gervi hins lífvana blóms.
En stormurinn brýst inn í bæ
með brimgný frá klettóttri strönd.
En reiðum og rjúkandi sæ
hann réttir oft ögrandi hönd.
Því krýp ég og bæn mína bið,
þá bæn sem í hjartanu er skráð.
Ó, þyrmdu honum, gefðu honum
grið.
Hver gæti mér orð þessi láð?
(Freymóður Jóhannesson.)
Þín
Ingibjörg Dögg.
Ég var svo viss um að við
fengjum miklu lengri tíma með
þér, viss um að afi minn fengi
meir en 75 ár.
Þegar við fengum fréttirnar
um að þú værir veikur þá var
eg samt svo föst á því að við
fengjum mun meiri tíma, að
dóttir mín fengi að kynnast þér
meira.
Þegar mamma lenti í slysinu
sínu, þá tókuð þið amma okkur
stelpunum opnum örmum, þið
hlúðuð að okkur og vorum við
meira og minna á Skarði, svo í
rauninni ert þú mér/okkur
meira en afi.
Þú kenndir okkur ýmislegt,
þú sagðir okkur sögur, þú sýnd-
ir okkur að þú elskaðir okkur
og það er það sem mun geym-
ast í minningum okkar. Hún
Helena Daley, langafabarnið
þitt, fær að kynnast þér í gegn-
um sögur frá okkur, það er
meira en nóg af þeim til.
Þú lifir í gegnum okkur sem
lifum enn. Það er tómarúm án
þín en við tökum við af líminu
og kíttinu þínu og höldum
áfram án þín með sorg og sökn-
uð í hjarta, það verður ekki
eins án þín. Ég fyllist samt af
þakklæti fyrir að hafa átt þig
að í lífi mínu og hafa fengið
þessi 31 ár með þér.
Við elskum þig.
Þórunn Lilja Hilm-
arsdóttir, Tómas Snær
Jónsson og Helena Daley
Tómasdóttir.
Í dag kveðjum við nágranna
okkar og vin, hann Kidda á
Skarði. Á svona stundum
streyma fram minningar: ég
sem unglingur að fara í dúnleit
með þeim á Skarði, mætt út að
Skarði en ekki endilega allt
klárt til að fara strax. Gat það
tekið á þolinmæðina hjá mér að
bíða en það gleymdist fljótt
þegar komið var fram í eyjar.
Eða þegar maður fékk far með
Kidda á böll, hann að fara á
lögguvakt og alveg sjálfsagt að
taka mann með.
Kiddi varð nágranni okkar
Dodda þegar við fórum að búa
á Geirmundarstöðum fyrir 35
árum. Alltaf gátum við leitað til
hans ef okkur vantaði hjálp,
vildi allt fyrir okkur gera, ein-
staklega hjálpsamur og bóngóð-
ur. Enn streyma fram minn-
ingar: Kiddi að sækja Birnu og
Baldur í skólann, vart betri bíl-
stjóra hægt að hugsa sér.
Margar ferðir fórum við með
Kidda að tína dún og í fjárflutn-
inga úr eyjunum. Ein þeirra er
mér mjög minnisstæð; fram í
Ólafseyjar í þoku, ekki þurfti
hann leiðsögutæki, stefnan tek-
in úr Stöðinni og svo var bara
að fylgjast með tímanum og viti
menn á réttan stað. Þetta sýnir
hversu vel hann þekkti fjörðinn.
Svo voru það fiskiróðrarnir, sé
Kidda fyrir mér bara á peys-
unni, gallabuxum og gúmmí-
skóm, sem var staðalbúnaður,
að draga upp slóðann, meðan
við hin vorum algölluð. Og síð-
ast en ekki síst allar stundirnar
í eldhúsinu á Skarði að spjalla
og drekka bleksterkt kaffi.
Kiddi minn takk fyrir allt.
Elsku Stella, Hilmar Jón,
Bogi, Inga Dögg og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar.
Bryndís og Þórður (Doddi)
Geirmundarstöðum.
Kristinn Jónsson, bóndi á
Skarði, eða Kiddi á Skarði eins
og hann var kallaður, er látinn
fyrr en vænta mátti. Kynni
okkar af þessum mikla héraðs-
höfðingja, Stellu eiginkonu
hans og börnum þeirra þeim
Hilmari Jóni, Boga og Ingu
Dögg, hófust fyrir tæpum 40
árum þegar við félagarnir feng-
um leyfi til að veiða rjúpu í
landi Skarðs.
Ekki óraði okkur þá fyrir því
að þessi einfalda sportveiði
myndi í raun verða stór þáttur í
lífi okkar beggja og jafnvel
barna okkar og maka því að
fljótlega voru ferðir á Skarðs-
ströndina ekki einskorðaðar við
rjúpnaveiði. Nei, Kiddi leiddi
okkur inn í töfraheim sinn sem
voru eyjarnar sem Skarði til-
heyrðu, stormasamar sögur af
lögreglumálum þar vestra og
mikilfenglegar lýsingar af land-
námsjörðinni Skarði. Því til
sannindamerkis er leiði Ill-
þurrku hinnar fornu að finna í
næsta nágrenni.
Ferðir með honum að sum-
arlagi í dúntekju og ekki síður
dúnvinnslu eru meðal dýrmæt-
ustu minninganna. Þar var
Kiddi á heimavelli og þræddi
erfiðar siglingaleiðir örugglega.
Kiddi var sannur Skarðsverji,
stoltur af umhverfi sínu og
sögu ættarinnar. Hann var
höfðingi heim að sækja, alþýð-
legur og hlýr. Dyr þeirra hjóna
að Skarði stóðu alltaf gestum
opnar og borðin svignuðu und-
an kræsingum Stellu sem hún
töfraði fram á einstakan hátt.
Það er sárt að sjá á eftir
kærum vini, en minning um
góða tíma og góðan dreng lifir
og skal lifa. Við vottum Stellu,
Hilmari Jóni, Boga, Ingu Dögg
og öðrum aðstandendum samúð
okkar, svo og Óla, frænda
Kidda, sem misst hefur bróður í
stað.
Stefán Már Stefánsson og
Valtýr Sigurðsson.
Kristinn Borgar
Indriði Jónsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN FREYR ÞÓRARINSSON
fyrrverandi skólastjóri
Laugarnesskóla,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 21. desember.
Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju 7. janúar klukkan 15.
Matthildur Guðný Guðmundsdóttir
Þórólfur Jónsson Sigrún Valgarðsdóttir
Össur Geirsson
Saga Össurardóttir Anders Olsen Setså
Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir Aðalsteinn Grétar Gestsson
Freyþór Össurarson Sophie Louise Webb
Freyja Matthildur og Sólbjartur Þór
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA Þ. GÍSLADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugar-
daginn 28. desember. Útförin fer fram frá
Neskirkju 8. janúar klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir hlýhug og
góða umönnun. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Ólafur Davíðsson Helga Einarsdóttir
Sigrún Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI SKÚLASON
húsasmíðameistari,
Löngumýri 31, Garðabæ,
lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili
Akranesi, 17. desember.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn
7. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast Helga er bent á Alzheimersamtökin,
samtök heilabilaðra og aðstandenda þeirra.
Fríða Proppé
Helgi Skúli Helgason Ölrún Marðardóttir
Halldóra Gyða Matthíasd. Proppé, Óli Svavar Hallgrímsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN HARALDSSON
Bjarkargrund 42,
Akranesi,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
26. desember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 9. janúar
klukkan 13.
Herdís Magnúsdóttir
Jón Magnús Guðjónsson
Sigríður Guðjónsdóttir Brynjólfur Sigurvinsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar,
SVERRIR ÓLAFSSON
myndhöggvari,
lést á heimili sínu mánudaginn
30. desember. Útför hans fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. janúar
klukkan 13.
Ólafur Gunnar Hákon Sverrir
Erik Edward Katrín Nicola
Jón Ferdínand Henning Hrafn
Sverrisbörn
Okkar ástkæra
GÍSLÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Didda,
áður til heimilis í Litlagerði 14
í Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. desember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 8. janúar
klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Hrafnistu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir Ólafur Guðjónsson
Arnar Þór Gunnarsson Ester Guðbjörnsdótir
Harpa Gunnarsdóttir Guðmundur Baldursson
Magnús Gunnarsson Margrét B. Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn