Morgunblaðið - 04.01.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
✝ Friðrika Guð-rún Karlsdóttir
(Día) fæddist 28.
júní 1933 á Ytra-
Hóli í Fnjóskadal.
Hún lést á Lög-
mannshlíð á Ak-
ureyri 14. desem-
ber 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Karl Jó-
hannesson, f. 13.
janúar 1900, d. 3.
júlí 1975, og Guðný S. Bene-
diktsdóttir, f. 27. mars 1897, d.
28. nóvember 1946. Systkini
Díu eru Þorsteinn Gunnar, f.
6. maí 1929, d. 8. desember
1929, Unnur
Kristín, f. 6. maí
1929, Jóhanna
Sigurrós, f. 16.
september 1930,
d. 13. apríl 1931,
Sigurhanna
Þórgunnur, f. 27.
apríl 1932, d. 29.
apríl 2019, Bene-
dikt, f. 11. októ-
ber 1934 og Jó-
hannes, f. 28.
janúar 1938, d. 18. júlí 1972.
Día var ógift og barnlaus.
Útför hennar fer fram frá
Draflastaðakirkju í dag, 4. jan-
úar 2020, klukkan 14.
Mér finnst ég vera fangi oft og tíðum
og fagna yfir hverri stund sem dvín
og kysi helst með aftanblænum blíðum
að berast heim í æskulöndin mín.
Ég reika í huga vítt á vetrarkvöldum
og venjulega staðar numið fæ
á lágri strönd hjá úthafsbláum öldum,
í óskadýrð við lítinn moldarbæ.
Allt sem ég ann við þennan bæ er
bundið
og bernskusporin liggja kringum hann
ég horfði þaðan seiddur út á sundið
er sólin bakvið fjallahringinn rann.
Mér fannst ég bergja af bikar gleði full-
um
í blómasæng við vorsins ástarljóð
því æskan finnur nóg af nýjum gullum
í náttúrunnar ótæmandi sjóð.
Það væri sælast fjarri heimsins harmi
við hafsins tign og dýrð að una sér
og hallast mega að blíðrar móður
barmi
er brandur ömurleikans hjartað sker.
Ég vildi geta björgum lífsins bifað
og brotist yfir örlaganna hjarn
og síðan frjáls við litla bæinn lifað
og leikið mér og verið alltaf barn.
(Kristján frá Djúpalæk)
Elsku Día mín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þórdís
Þórhallsdóttir.
Friðrika Guðrún
Karlsdóttir
✝ Björn MagniBjörnsson
fæddist 24. apríl ár-
ið 1956 á Egils-
stöðum. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 24. des-
ember 2019. For-
eldrar hans voru
Björn Þór Pálsson
bílstjóri, f. 22. des-
ember 1926, d. 28.
september 2012, og
Petra Friðrikka Björnsdóttir
verkakona, f. 12. janúar 1933.
Björn Magni var elstur þriggja
systkina; Jóna Pála, f. 20. sept-
ember 1964 og Björg, f. 31.
ágúst 1969. Björn Magni og Ið-
unn Þóra Friðriksdóttir, f. 31.
bjó hann um hríð í Sleðbrjótsseli
í Jökulsárhlíð. Björn Magni fór
einnig til sjós bæði frá Grímsey
og Fáskrúðsfirði auk þess sem
hann vann sem verkamaður. Þá
var hann vinsæll gangnamaður
og margir bændur á Fljótsdals-
héraði leituðu til hans á haustin.
Síðustu 17 ár ævi sinnar vann
Björn Magni sem bílstjóri fyrir
Fljótsdalshérað og sinnti þar
ferðaþjónustu fyrir aldraða og
fatlaða, líkt og faðir hans hafði
gert. Björn Magni dansaði um
árabil með þjóðdansafélaginu
Fiðrildunum og ferðaðist víða
um heim með þeim. Þá hafði
hann mjög gaman af spila-
mennsku, bæði bridge og lom-
ber og síðustu ár sótti hann oft
lombermót norður í land auk
þess sem Björn Magni spilaði
lomber á sínum heimaslóðum.
Útför hans fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 4. janúar
2019, klukkan 11 en jarðsett
verður á Valþjófsstað.
mars 1970, opin-
beruðu trúlofun ár-
ið 2000 og giftust
árið 2014. Þau
eignuðust engin
börn. Björn Magni
og Iðunn Þóra
bjuggu á Egils-
stöðum, Árskógum
24a. Björn Magni
fór í Framhalds-
skólann á Laugum
og lauk þaðan námi
árið 1973, því næst lá leiðin í
Bændaskólann á Hvanneyri það-
an sem Björn Magni útskrifaðist
sem búfræðingur árið 1975.
Björn Magni vann ýmis störf
um ævina, lengi vel stóð hugur
hans til þess að verða bóndi og
Þau tíðindi bárust um líkt leyti
og jólakortin voru opnuð að vinur
okkar Magni Björnsson hefði látist
á aðfangadag.
Jólakveðjan sem hljóðaði svo:
„Okkar bestu óskir um gleðileg jól
og gott og farsælt komandi ár.
Þökkum góðu samverustundirnar.
Þær eru ógleymanlegar. Jóla-
kveðjur. Þóra og Magni“ var lesin
trega blandin og á hugann leituðu
minningar.
Þau Þóra og Magni – en þannig
eru þau ævinlega nefnd saman –
komu inn í líf okkar fyrir 20 árum
þegar við fluttum austur á Hérað
og settumst að í Fljótsdal. Frá
fyrstu tíð tengdumst við vinabönd-
um – traust bönd vináttu, hlýju og
kærleika.
Magni var hæglátur maður og
traustur, vingjarnlegur og hjálp-
samur. Slíkum mönnum er gott að
kynnast og verða samferða spöl-
korn á ævileiðinni.
Magni tók að sér að taka þátt í
smalamennsku fyrir okkur nokkur
haust og létti þannig á skyldum
okkur sem fjárbænda og var jafnan
boðinn og búinn að greiða götu okk-
ar.
Þegar við sem áttum heima inn-
anvert í Fljótsdalnum áttum að sjá
um þorrablótið gekk Magni í lið
með okkur og naut þess að taka
þátt í þeim galsafengna undirbún-
ingi.
Hann var dyggur félagi í lom-
bernum á Héraði og lét sig ekki
vanta þegar Héraðsmenn og spila-
félagar úr Húnaþingi leiddu sam-
an hesta sína á útmánuðum og
hittust á Eyjafjarðarsvæðinu.
Við áttum þess kost að deila
með Magna og Þóru minnisverð-
um stundum. Stundum voru það
stundir sorgar við andlát náinna
ættmenna en ógleymanleg er
stund í Valþjófsstaðarkirkju þegar
þau Þóra og Magni staðfestu heit
sitt við altari Guðs um að lifa í
hjónabandi.
Það var ekki margmenni við þá
athöfn en eitthvað var það sem
fyllti rými þessarar fallegu kirkju
þegar þau játuðust hvort öðru og
staðfestu það tryggðaband sem
þau löngu áður höfðu bundist. Það
var eins og orð Páls postula – Kær-
leikurinn fellur aldrei úr gildi –
tæki yfir stund og stað.
Við erum ósegjanlega þakklát
fyrir að hafa fengið að eignast
hann Magna að vini og við kveðjum
hann með söknuði.
Fólkinu hans, móður hans henni
Petru, systrum hans þeim Björgu
og Jónu Pálu og svo eiginkonunni
henni Þóru færum við samúðar-
kveðjur okkar og biðjum góðan
Guð að leiða þau og styrkja í sorg
og söknuði.
Í Valþjófsstaðarkirkju er oft á
jólum sunginn sálmur eftir Fljóts-
dælinginn Rögnvald Erlingsson. Í
þeim sálmi segir segir á einum
stað:
Á dimmustu nóttinni Drottinn gaf ljós
er dagsbirtu sárast við tregum,
og lind þá er sérhverja lífgað fær rós
sem ljómar á kærleikans vegum.
Það er bæn okkar að þetta ljós
sem Rögnvaldur lýsir svo megi
lýsa veg allra þeirra sem tengdust
honum Magna vinaböndum.
Lára G. Oddsdóttir,
Sigmar H. Ingason.
Við fjölskyldan fluttum vorið
1975 að Fjárræktarbúinu Hesti í
Borgarfirði þegar Jón varð þar til-
raunastjóri. Fyrsta verkefnið var
að ráða fjármenn til þriggja fjár-
húsa.
Yngsti fjármaðurinn kom austan
af Fljótsdalshéraði aðeins nítján
ára gamall. Það var Magni Björns-
son frá Egilsstaðaþorpi. Hann kom
um haustið, fékk að hafa hestinn
sinn með sér er hann fékk frá Pétri
á Egilsstöðum, hafði verið hjá hon-
um um veturinn.
Magni varð fjármaður í svoköll-
uðum Austurhúsum, fjárhúsin voru
frá gamla tímanum og þurfti að
stinga út með reku. Það var haft vo-
tey í þessum húsum og heyið gefið
til fóðurtilrauna. Slæm vinnuað-
staða var þar, Magni þurfti að moka
heyinu úr gryfjunni og vigta, færa
heyið að jötunni og bera það á
garðana.
Magni var hægur og fylginn sér
kvartaði ekki, leysti hlutverkið sem
fjármaður prýðilega þrátt fyrir í
rauninni óboðlega vinnuaðstöðu.
Við áttum sameiginlegt áhuga-
mál, hestamennskuna, en ekki höfð-
um við mikinn tíma til útreiða. Fór-
um stundum um vorið fyrir
vinnudag, hann á folanum sínum frá
Pétri er hann tamdi um veturinn,
fallegur kraftmikill fimm vetra foli.
Magni var prúður í samskiptum,
góður heimilismaður og varð hon-
um vel til vina við syni mína er voru
þá innan við fermingu og minnast
þeir hans með gleði og söknuði. Um
vorið héldu honum engin bönd,
hann vildi austur.
Síðan hittumst við Magni fyrir
austan 2015, höfðum ekki sést í
marga áratugi. Hann var bílstjóri
fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra á
Fljótsdalshéraði.
Ég naut þjónustu hans stund-
um og rifjuðum við upp árið á
Hesti.
Hann sami samviskusami
drengurinn eins og ég þekkti
hann. Hans er sárt saknað af þeim
fötluðu er nutu þjónustu hans
enda mjög ástsæll í starfi.
Að leiðarlokum þakka ég
Magna trygga vináttu og góð sam-
skipti – hann var kallaður burt
fyrir aldur fram.
Guð blessi minningu hans.
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginkonu, Þóru Friðriksdóttur,
móður og systra.
Sigríður Laufey Einarsdóttir.
Það segir kannski meira um
fyrirferðina á okkur systrum en
um Magna bróður að til voru þeir
sem höfðu ekki hugmynd um
vensl okkar. Mangi var stóri bróð-
ir okkar, rólegur og aldrei til
vandræða. Fámáll og traustur.
Þegar von var á yngri systurinni
tilkynnti Mangi að honum væri al-
veg sama hvort litla barnið yrði
drengur eða stúlka, bara að það
yrði ekki eins frekt og eldri syst-
irin. Honum varð ekki að ósk
sinni. Hann lærði því að draga
andann djúpt, tók okkur í bónda-
beygju þegar honum var nóg boð-
ið og hélt okkur þar uns við róuð-
umst eða kitlaði okkur þar til við
gátum ekki meir.
Hann var stríðinn. Gerði góð-
látlegt grín að okkur dagana langa
allt fram á síðasta dag. En Mangi
var líka alltaf til staðar fyrir okkur
ef við þurftum hans með. Bóngóð-
ur þótt stundum fyndist honum
við vera með óttalegt vesen. Hann
var ekkert fyrir vesen.
Eitt sinn sáum við systur leik-
sýningu í Þjóðleikhúsinu í Reykja-
vík þar sem Örn Árnason steig
fram og söng á sinn einstaka hátt
um draumalandið himinheiða.
Eftir flutninginn litum við hvor á
aðra társtokknar og eftir sýn-
inguna kom í ljós að báðum hafði
orðið hugsað til brósa okkar undir
flutningnum því hvergi leið
Manga betur en í sveitinni, uppi á
heiði, í náttúrunni. Þar fann hann
sig og þar naut hann sín, fróður
um allt sem fyrir augu bar.
Þar angar sú blómabreiða sem
við vitum að umlykur hann nú.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Jóna Pála og Björg.
Björn Magni
Björnsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær eiginmaður minn,
BIRGIR MARINÓSSON,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
26. desember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna María Jóhannsdóttir
Eiginmaður minn,
HREINN HAUKSSON,
Bræðratungu 11,
Kópavogi,
lést laugardaginn 21. desember.
Að ósk hins látna hefur útförin farið fram í
kyrrþey og minningagreinar afþakkaðar.
Ragnheiður Þorbjörnsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Hugheilar þakkir fyrir samúð, stuðning og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru
móður, tengdamóður, dóttur, systur,
mágkonu, frænku og afasystur,
GUÐLAUGAR BJÖRGVINSDÓTTUR
kennara,
Laufengi 23, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn krabbameinsdeildar LSH,
líknardeildar LSH í Kópavogi og HERU, sérhæfðrar
líknarþjónustu, fyrir einlæga umhyggju og aðstoð.
Megi árið 2020 færa ykkur öllum gæfu, gleði og góðar stundir.
Þorgeir Örn Tryggvason Hulda Ósk Bergsteinsdóttir
Þ. Björgvin Kristjánsson Matthildur Gestsdóttir
Kristján Björgvinsson Hrefna Gunnarsdóttir
Matthildur Gunnarsdóttir Jóhann Vignir Gunnarsson
Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Hekla Sóley, Snædís Lilja og Friðrik Hrafn
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR GUNNLAUGSSON
Hátúni,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 30. desember.
Útförin fer fram frá Glaumbæjarkirkju föstudaginn 10. janúar
klukkan 14.
Björg Baldursdóttir
Finna Guðrún Ragnarsdóttir Garðar Smárason
Valgarður Ingi Ragnarsson Jórunn Sigurðardóttir
Ragna María Ragnarsdóttir Guðmundur Hreinsson
afa- og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELÍN JÓNSDÓTTIR
kennari,
til heimilis að Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést annan jóladag.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. janúar
klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarfélög.
Aníta L. Þórarinsdóttir Jón Helgi Þórarinsson
Erna Þórarinsdóttir Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ARNHILDUR JÓNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1a,
Kópavogi,
lést 26. desember á líknardeildinni í
Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
10. janúar klukkan 15.
Sigurður Kjartansson
Kjartan Örn Sigurðsson Svanborg Matthíasdóttir
Sigurborg Sigurðardóttir Sigurður Þorsteinsson
og ömmubörn