Morgunblaðið - 04.01.2020, Side 40

Morgunblaðið - 04.01.2020, Side 40
Knattspyrnumaðurinn Jón Ingason er genginn til liðs við fyrstudeild- arlið ÍBV á nýjan leik. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í gær. Varnarmaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við Eyjamenn en hann kemur til félagsins frá Grindavík þar sem hann hefur spil- að frá árinu 2017. Jón, sem fæddist árið 1995, á að baki 96 leiki í efstu deild með Grindavík og ÍBV þar sem hann hefur skorað eitt mark. Jón kemur til ÍBV í maí þegar hann lýkur námi í Bandaríkjunum. Varnarmaðurinn snýr aftur til ÍBV Morgunblaðið/Ófeigur Heimakær Jón Ingason er kominn aftur til uppeldisfélagsins. HANDBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eini undirbúningsleikur íslenska karlalandsliðsins í handknattleik fyr- ir Evrópukeppnina sem hefst í næstu viku fer fram í Mannheim í dag þegar liðið mætir Þýskalandi í vináttulandsleik. Ísland mætir Danmörku í Malmö í fyrsta leik sínum á EM eftir slétta viku, laugardaginn 11. janúar. Þjóð- verjar hefja hinsvegar keppni strax á fimmtudaginn, 9. janúar, þegar þeir mæta Hollandi, undir stjórn Er- lings Richardssonar, í Þrándheimi. Þýska liðið mun þó spila annan leik áður en keppnin hefst en Þjóð- verjar mæta Austurríkismönnum í Vínarborg á mánudaginn áður en þeir halda til Þrándheims. Guðmundur Þ. Guðmundsson skildi tvo leikmenn úr 19 manna æf- ingahópi sínum eftir heima. Það voru markvörðurinn Ágúst Elí Björg- vinsson frá Sävehof, sem hefur spil- að 31 landsleik, og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson frá Sönder- jyskE, sem á sjö landsleiki að baki, og eftir stendur líklega sá 17 manna hóp- ur sem heldur til Malmö seinnipart næstu viku. Fimmtán ára aldursmunur Talsverðar vangaveltur hafa verið um hvaða tvo markverði Guðmundur taki með sér og liðsvalið fyrir þennan leik bendir til þess að Björgvin Páll Gústavsson, sem á 221 landsleik að baki, og Viktor Gísli Hallgrímsson, sem hefur spilað níu landsleiki, muni verja mark íslenska liðsins á EM. Ald- ursmunurinn á þeim er fimmtán ár. Guðmundur veðjar því á reynslu Björgvins annarsvegar og hinsvegar á að hinn 19 ára gamli Viktor Gísli, sem ver mark GOG í Danmörku, sé tilbúinn á stórmót. Fyrir ári var það Ágúst Elí sem lék á HM ásamt Björg- vini Páli, sem um tíma virtist vera bú- inn að syngja sitt síðasta með lands- liðinu. Góð frammistaða hans með Skjern undanfarnar vikur hefur hins- vegar breytt stöðunni á ný. Auk markvarðanna tveggja fóru eftirtaldir leikmenn til Þýskalands í gær, landsleikjafjöldi í svigum: Vinstra horn: Bjarki Már Elísson (63) og Guðjón Valur Sigurðsson (356). Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson (141) og Ólafur Andrés Guðmunds- son (115). Miðjumenn: Elvar Örn Jónsson (26), Haukur Þrastarson (12) og Janus Daði Smárason (37). Hægri skyttur: Alexander Peters- son (173) og Viggó Kristjánsson (2). Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson (105) og Sigvaldi Björn Guðjónsson (20). Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson (45), Kári Kristján Kristjánsson (137) og Ýmir Örn Gíslason (33). Varnarmaður: Daníel Þór Ingason (30). Þetta er aðeins annar leikurinn milli Íslands og Þýskalands á fjórum árum en Þjóðverjar unnu leik lið- anna á heimsmeistaramótinu í Köln í janúar 2019, 24:19. Fram að því höfðu liðin mæst sex- tán sinnum á átta árum, frá 2008 til 2016. Þjóðverjar hafa unnið sex af síð- ustu átta viðureignum þjóðanna frá mars árið 2011. Þar á undan hafði Ís- land unnið sjö leiki og gert eitt jafn- tefli í átta leikjum í röð gegn Þýska- landi, frá og með sigrinum á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst 2008 og fram að ósigri í vináttuleik í Halle í mars árið 2011. Veðjað á reynslu Björg- vins á EM?  Björgvin og Viktor fóru til Þýska- lands en Ágúst varð eftir heima Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ungur Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall og spilar sinn tíunda A-landsleik gegn Þýskalandi í dag. Hann er væntanlega á leið á EM. 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020 Spánn Real Valladolid – Leganés....................... 2:2 Sevilla – Athletic Bilbao........................... 1:1 Staðan: Barcelona 18 12 3 3 47:21 39 Real Madrid 18 10 7 1 33:12 37 Sevilla 19 10 5 4 24:18 35 Atlético Madrid 18 8 8 2 20:11 32 Real Sociedad 18 9 4 5 32:23 31 Getafe 18 8 6 4 26:17 30 Athletic Bilbao 19 7 8 4 20:13 29 Valencia 18 7 7 4 28:25 28 Levante 18 8 2 8 25:27 26 Villarreal 18 7 4 7 31:25 25 Granada 18 7 3 8 24:25 24 Osasuna 18 5 8 5 25:24 23 Real Betis 18 6 5 7 25:31 23 Real Valladolid 19 4 9 6 17:23 21 Alavés 18 5 4 9 19:28 19 Eibar 18 5 4 9 18:28 19 Mallorca 18 4 3 11 18:32 15 Celta Vigo 18 3 5 10 15:28 14 Leganés 19 3 5 11 16:30 14 Espanyol 18 2 4 12 12:34 10 KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – Fjölnir ............. S18.30 Höllin Ak: Þór Ak. – Haukar............. S19.15 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – ÍR ..... S19.15 Mustad-höllin: Grindavík – KR ........ S19.15 MG-höllin: Stjarnan – Þór Þ ............. S20.15 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Mustad-höll: Grindavík – Breiðablik .... L16 Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík....... L16 Ásvellir: Haukar – KR ........................... L16 Origo-höllin: Valur – Skallagrímur .. S16.15 1. deild kvenna: Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir ...... L16 Hveragerði: Hamar – Njarðvík............. L16 Hertz-hellirinn: ÍR – Keflavík b............ L16 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Fjölnir – Þróttur R........... L15.15 Egilshöll: Fylkir – ÍR ........................ S15.15 Norðurlandsmót ka., Kjarnafæðismótið: Boginn: KA 2 – Magni ....................... L15.15 Boginn: Dalvík/Reynir – Völsungur L19.15 Boginn: Þór – Leiknir F .................... S13.15 Norðurlandsmót kv., Kjarnafæðismótið: Boginn: Þór/KA – Völsungur............ S15.15 ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Hið árlega Nýárssundmót Íþróttasam- bands fatlaðra fer fram í Laugardalslaug í dag og hefst kl. 15. UM HELGINA! HANDBOLTI Gulldeild karla Leikið í París: Danmörk – Noregur ............................ 28:26 Frakkland – Serbía .............................. 40:26 Vináttulandsleikir karla Túnis – Holland .................................... 30:29  Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Rússland – Pólland............................... 30:25 Bosnía – Katar ...................................... 27:30 Slóvenía – N-Makedónía...................... 33:28 Spánn – Portúgal.................................. 30:25 Sviss – Úkraína..................................... 32:22 Evrópudeildin Valencia – Alba Berlín........................ 91:77  Martin Hermannsson skoraði 13 stig og gaf fimm stoðsendingar fyrir Alba Berlín á þeim 26. mínútum sem hann lék.  Staðan: Anadolu 14/3, Real Madrid 14/3, Barcelona 13/4, Maccabi Tel Aviv 11/6, CSKA Moskva 11/6, Panathinaikos 10/7, Olimpia Mílanó 9/8, , Rauða stjarnan 8/9, Khimki Moskva 8/9, Valencia 8/9, Lyon-Vil- leurbanne 8/9, Baskonia 7/10, Olympiacos 6/11, Fenerbahce 6/11, Bayern München 6/ 11, Zalgiris Kaunas 5/12, Alba Berlín 5/12, Zenit Pétursborg 4/13. Svíþjóð Köping Stars – Borås.......................... 92:76  Elvar Már Friðriksson skoraði 7 stig, tók eitt frákast og gaf sjö stoðsendingar fyrir Borås. NBA-deildin Cleveland – Charlotte ...................... 106:109 Indiana – Denver.............................. 116:124 Miami – Toronto ................................... 84:76 Minnesota – Golden State ................... 99:84 Chicago – Utah ................................... 98:102 Dallas – Brooklyn ............................. 123:111 San Antonio – Oklahoma City ......... 103:109 Sacramento – Memphis ................... 128:123 LA Clippers – Detroit ...................... 126:112 Efstu lið í Austurdeild: Milwaukee 31/5, Boston 23/8, Miami 25/9, Toronto 23/12, Philadelphia 23/13, Indiana 22/13, Brooklyn 16/17, Orlando 15/19. Efstu lið í Vesturdeild: LA Lakers 27/7, Denver 24/10, LA Clip- pers 25/11, Houston 23/11, Dallas 22/12, Ut- ah 22/12, Oklahoma City 19/15. KÖRFUBOLTI óvissu en janúarglugginn verður op- inn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætistíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur leikið með Göte- borg í Svíþjóð, FCK í Danmörku, Fulham á Englandi og loks Kras- nodar, Rubin Kazan og Rostov í Rússlandi á atvinnumannsferli sín- um og segist vera opinn fyrir því að prófa eitthvað nýtt. „Það er oftast þannig að þegar manni líður vel spilar maður vel. Mér hefur gengið ágætlega á mín- um atvinnumannsferli og ég er alls ekki að einblína á það að vera í ein- hverjum þægindaramma á þessum tímapunkti. Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinav- íu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ragnar Sigurðsson, landsliðs- maður Íslands í knattspyrnu, er án félags eftir að hann fékk samningi sínum við rússneska úrvalsdeild- arfélagið Rostov rift á dögunum. Ragnar, sem er 33 ára gamall, er uppalinn hjá Fylki í Árbænum en miðvörðurinn öflugi hefur verið at- vinnumaður frá árinu 2007. Hann vonast til þess að framtíð sín skýrist fljótlega en ítrekar að hann ætli sér ekki að taka neina skyndiákvörðun um næsta áfangastað. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil- vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands. Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá Þrátt fyrir að janúarglugginn hafi verið opnaður 1. janúar síðastliðinn er Ragnar nú þegar með nokkur til- boð í höndunum en hann hefur með- al annars verið orðaður við endur- komu til FC Kaupmannahafnar þar sem hann lék á árnum 2011 til árs- ins 2014.. „Mér leið mjög vel í Kaup- mannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi. Það er hins vegar nægur tími til stefnu og ég þarf að fá eitthvert virkilega spennandi tilboð á þessum tíma- punkti ef ég á að stökkva á það núna. Ég er rólegur í tíðinni og al- veg tilbúinn að bíða aðeins eftir rétta tilboðinu og taka minn tíma í að ákveða næstu skref,“ bætti landsliðsmaðurinn við í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Óvissa Ragnar Sigurðsson er án félags um þessar mundir. Opinn fyrir flestu og með nokkur tilboð í höndunum  Ragnar fékk samningi sínum við Rostov rift á dögunum Eyjólfur Ásberg Halldórsson er genginn til liðs við Íslandsmeistara KR í körfuknattleik og mun hann leik með liðinu á seinni hluta tíma- bilsins í úrvalsdeild karla. Eyjólfur kemur til félagsins frá Skallagrími en hann hefur ekkert spilað á þess- ari leiktíð vegna meiðsla. Hann skoraði 12 stig, tók sex frá- köst og gaf sex stoðsendingar að meðaltali með Skallagrími í efstu deild á síðasta tímabili. Eyjólfur er uppalinn í Vesturbænum en hann hefur einnig leikið með ÍR og Skallagrími á ferlinum. Eyjólfur aftur í Vesturbæinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Endurkoma Eyjólfur Ásberg Hall- dórsson hefur snúið aftur til KR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.