Morgunblaðið - 04.01.2020, Side 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
Ævintýramyndin Jum-anji, frá árinu 1995,hlaut heldur dræmarviðtökur gagnrýn-
enda en mikla aðsókn, enda ævin-
týramyndir fyrir alla fjölskylduna
heldur fátíðar, því miður. Segir í
henni af tveimur börnum sem sogast
inn í ævintýraheim borðspilsins
Jumanji og hitta þar fyrir karl sem
hvarf með dularfullum hætti fyrir
aldarfjórðungi. Þurfa þau að klára
spilið með aðstoð hans og móður
þeirra til að koma í veg fyrir miklar
hörmungar.
22 árum síðar, árið 2017, kom svo
út sjálfstætt framhald kvikmyndar-
innar, Jumanji: Welcome to the
Jungle. Þótti hún nokkru skárri en
samt sem áður rétt yfir meðallagi í
gagnrýni. Segir í myndinni af fjórum
unglingum, tveimur stúlkum og
tveimur drengjum, sem sogast inn í
tölvuleikinn Jumanji og birtast þar í
formi fullorðins fólks sem leikið er af
Dwayne Johnson, Karen Gillan,
Kevin Hart og Jack Black. Þessir
fjórir leikarar endurtaka leikinn í
nýjustu myndinni, Jumanji: The
Next Level, sem hlotið hefur svip-
aðar viðtökur og sú síðasta.
Nú missti ég af fyrri myndinni
með Johnson og félögum en geri ráð
fyrir að hún sé býsna svipuð þeirri
nýjustu. Að þessu sinni eru táning-
arnir fjórir um tvítugt og einn
þeirra, Spencer, byrjaður í háskóla
og hefur slitið fjarsambandi við kær-
ustuna sína, Mörthu. Hann heldur
heim til mömmu sinnar í jólafrí og
ákveður þar að flýja grámyglulegan
hversdagsleikann og halda á ný inn í
ævintýraheim Jumanji. Afi hans,
Eddie, leikinn af hinum bráð-
skemmtilega Danny DeVito, býr hjá
mömmu hans og fær gamlan vin í
heimsókn, Milo, leikinn af Danny
Glover. Er sá heldur hægur í hugsun
og gefinn fyrir að segja langar sög-
ur. Glover og DeVito ná vel saman
og eru langskemmtilegustu leikarar
myndarinnar sem er miður þar sem
þeir koma mjög stutt við sögu. Fyrir
mistök sogast gömlu mennirnir inn í
Jumanji-heiminn en annarri vin-
kvennanna, Bethany, tekst ekki að
komast inn. Hún kemur síðar við
sögu í leiknum í líki hests. Afi gamli
tekur sér bólfestu í Johnson, vinur
hans Milo í Kevin Hart, Martha birt-
ist í gervi hörkukvendisins Ruby
sem Karen Gillan leikur og Fridge,
annar strákanna, í gervi prófessors
sem Jack Black leikur. Gengur svo
hið takmarkaða grín myndarinnar
að mestu út á hversu sátt eða ósátt
þau eru við þessa líkama. Afi gamli
er hæstánægður með að vera hinn
stóri og sterki Johnson og reynir
vöðvatröllið sitt besta þegar kemur
að því að herma eftir DeVito. Út-
koman er heldur slök enda Johnson
takmarkaður leikari sem fer betur
að leika í hasarmyndum. Hart fær úr
heldur litlu að moða en stendur sig
ágætlega líkt og Black. Inn á milli
atriða sem eiga að vera fyndin eða
sniðug koma æsileg hasaratriði þar
sem tölvuteiknibrellur eru notaðar
óspart, t.d. þegar mikið stóð ofvax-
inna strúta er á eftir söguhetjunum
eða þegar sægur af blóðþyrstum
mandrílum reynir að éta þær. Þessi
atriði ættu að skemmta yngri áhorf-
endum en hamagangurinn verður
þreytandi þegar á líður og gagnrýn-
andi stóð sig ítrekað að því að líta á
úrið.
Grunnhugmynd Jumanji-mynd-
anna, að sogast inn í ævintýraheim
borðspils eða tölvuleiks og þurfa að
leysa þrautir til að komast út aftur,
ætti að vera efniviður í eitthvað snið-
ugt og skemmtilegt, möguleikarnir
óþrjótandi en því miður virðast
handritshöfundar, þrír talsins, hafa
þjáðst af hugmyndaskorti og and-
leysi. Sagan er fyrirsjáanleg og allt-
of mikið um endurtekið grín og
þunna brandara. Jack Black er feit-
ur prófessor, Johnson ræður varla
við eigin líkamsstyrk og Hart getur
ekki hætt að tala. Og til að bæta
gráu ofan á svart er Ruby varla með
persónuleika, hún er sæta stelpan í
hópi hetjanna og rödd skynseminn-
ar. Þrautin sem á að leysa er síðan
svo óspennandi og vondi karlinn svo
litlaus að syfjan sækir að manni.
Kvikmyndin hefur þó náð því sem
hlýtur að hafa verið aðalmarkmiðið
með gerð hennar: að græða sem
mest og lokka fjölskyldur í bíó í des-
ember. Tekjur af miðasölu eru, þeg-
ar þetta er skrifað, að minnsta kosti
þrefalt hærri en framleiðslukostn-
aður sem þýðir væntanlega, og því
miður, að enn ein slaka Jumanji-
myndin verður framleidd. Við skul-
um þó halda í vonina um að nú sé
sagan öll og að Johnson og félagar
finni sér eitthvað betra að gera.
Andlaust ævintýri
Endurtekning Black, Hart, Johnson og Gillan í Jumanji: The Next Level sem er endurtekningasöm og spennulítil.
Sambíóin Egilshöll, Laugarás-
bíó, Háskólabíó og Smárabíó
Jumanji: The Next Level bbnnn
Leikstjórn: Jake Kasdan. Handrit: Jake
Kasdan, Jeff Pinkwner og Scott Rosen-
berg. Aðalleikarar: Karen Gillan,
Dwayne Johnson, Jack Black, Kevin
Hart og Awkafina. Bandaríkin, 2019. 123
mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Pétur Ármannsson hefur verið ráð-
inn dramatúrg í listrænu teymi
Borgarleikhússins, að því er fram
kemur í tilkynningu frá leikhúsinu
og hefur hann störf 8. febrúar og
mun jafnframt leikstýra einni sýn-
ingu á næsta leikári, 2020-2021.
„Mér finnst þetta spennandi
áskorun fyrir mig sem listamann og
ætla að reyna að takast á við hana af
alúð,“ er haft eftir Pétri og að í hans
listsköpun hafi hann verið mjög upp-
tekinn af dramatúrgíu og auk þess
haft mikinn áhuga á öllum hlutum
leikhússins. „Ég hef reynslu af því
að vinna í mismunandi kimum list-
formsins, m.a. í dansi og gjörninga-
leikhúsi, þannig að mér finnst
spennandi að koma með þá þekk-
ingu inn í Borgarleikhúsið,“ segir
Pétur sem útskrifaðist sem leikari
frá Listaháskóla Íslands árið 2012
og sótti starfsnám í leikstjórn hjá
samtímaleikhúsinu Schaubühne í
Berlín árið 2013. Hann rekur sviðs-
listahópinn Dance For Me ásamt eig-
inkonu sinni Brogan Davison og
hlutu þau menningarverðlaun DV
árið 2013 fyrir sýninguna Dansaðu
fyrir mig. Pétur og Brogan hafa
sýnt verk sín víða um heim og hefur
Pétur einnig unnið sem leikstjóri
fyrir Íslenska dansflokkinn og
Borgarleikhúsið og var tilnefndur
sem leikstjóri ársins 2019 fyrir Club
Romantica sem hlaut Grímuna í
fyrra sem leikrit ársins.
Dramatúrg Pétur Ármannsson.
Pétur ráðinn
dramatúrg