Morgunblaðið - 25.03.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 25.03.2020, Síða 10
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Markaðurinn vill fisk en það geta verið vandamál við að koma honum á leiðarenda,“ segir Guðmundur Gísla- son, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, sem er með laxeldi á Austfjörðum og er aðili að laxa- sláturhúsi á Djúpavogi. Miklar áskoranir blasa við laxeldismönnum vegna kórónuveirunnar; skerðing á sölumöguleikum vegna aðgerða stjórnvalda í helstu markaðslöndum og erfiðleikar með flutninga. Á móti kemur að fyrirtækin hafa möguleika á að geyma laxinn í kvíum um tíma og frysta lax til sölu síðar. Báðar þessar leiðir eru þó háðar takmörk- unum. Fiskeldið hefur eins og fleiri greinar matvælaframleiðslu undan- þágu frá samkomubanni gegn stífum skilyrðum um smitvarnir í fyrirtækj- unum. Lífið gengur því sinn vana- gang úti á kvíunum og í slátur- húsum. Ógnin er þó yfirvofandi. Ef smit fer að berast um starfsmanna- hópana getur það valdið miklum erfiðleikum. Lokast stig af stigi Meira vandamál er með sölu afurðanna. Þótt fólk þurfi að borða og lax sé eftirsótt matvara hefur mjög þrengst um á mörkuðum. Í mörgum löndum Evrópu sem verið hafa mikilvægustu markaðir fyrir lax frá Íslandi er strangt samkomu- bann og útgöngubann. Það leiddi fyrst til þess að lokaðist fyrir sölu til hótela, veitingastaða, stóreldhúsa og mötuneyta en fólk gat keypt lax í stórmörkuðum. Nú hefur þrengst um þar því stórmarkaðir hafa lokað kjöt- og fiskborðum. Þá eru eftir unnar fiskafurðir og ekki hafa allir framleiðendur á laxi aðgang að slík- um vinnslum. Í fyrrakvöld var tilkynnt um út- göngubann í Bretlandi og líklegt að það muni enn auka á vandræðin. Þótt landamæri séu lokuð fyrir fólki komast vörur áfram á markað- ina. Jafnframt hefur heimsmarkaðs- verð á laxi lækkað þótt laxeldismenn telji að enn borgi sig að sinna við- skiptunum. Þá hefur kostnaður við að koma afurðunum á markað aukist. Kínamarkaður að opnast? Markaðirnir eru ekki lokaðir. „Viðskiptavinir okkar eru á fullu og vilja meiri fisk. Við erum heppnir hvað það varðar og erum ágætlega dreifðir um markaðina,“ segir Guð- mundur Gíslason hjá Fiskeldi Aust- fjarða. Hann heyrir þó frá Noregi að þar sé róðurinn að þyngjast. Guð- mundur segir að enn sé verið að flaka fisk og senda til Bandaríkjanna og Holland sé enn opið. Hann bætir því við að enn sé opin leið inn á Bret- landsmarkað, þrátt fyrir útgöngu- bann, en færri ferðir séu þangað og flutningskostnaður meiri en áður. „Það gengur ágætlega að selja. Við höfum reyndar hægt á slátrun, eins og við getum, og lagað okkur að breyttum markaðsaðstæðum,“ segir Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjór Laxa fiskeldis á Eski- firði. „Við erum í daglegu sambandi við þá sem eru að selja fyrir okkur og metum þörfina frá degi til dags. Þessa vikuna höldum við okkur við sláturplanið en mjög erfitt er að spá fyrir um næstu viku og vikur.“ Jákvæðar fréttir berast frá Kína. Markaðurinn þar hefur verið alveg lokaður frá áramótum. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish á Vestfjörðum, hefur þær fréttir að hugsanlega byrji Kín- verjar að kaupa lax í þessari viku. „Þeir virðast vera að vakna aftur til lífsins eftir langt hlé. Það er gott. Ég veit ekki til þess að pantanir hafi verið staðfestar. Svo gæti það verið áskorun að koma laxinum á markað- inn, flug liggur mikið til niðri,“ segir Jens Garðar. Geyma laxinn í kvíum „Við njótum þess að geta haldið áfram að byggja upp lífmassa okkar og bíða eftir að markaðurinn lagist. Við höfum svigrúm til þess innan leyfa okkar,“ segir Sigurður Péturs- son. Sláturhús Arnarlax á Bíldudal slátrar fyrir bæði fyrirtækin og hitt- ist þannig á að þennan mánuðinn er eingöngu slátrað fyrir Arnarlax samkvæmt fyrirframákveðinni áætlun. Svigrúmið til að geyma fiskinn í kvíunum er almennt betra á þessum árstíma en í annan tíma vegna þess að töluvert er búið að slátra upp úr kvíunum í vetur. Aðstaðan hefði ver- ið verri ef erfiðleikarnir hefðu komið upp að hausti, eftir gott vaxtartíma- bil að sumri. Guðmundur Gíslason segir að fyrirtæki hans hafi ágætis svigrúm í kvíunum ef hætta þurfi slátrun, en það megi ekki dragast í marga mán- uði. Jens Garðar Helgason segir að skoðað verði hvort rétt sé að gera hlé á slátrun og byrja síðan aftur af krafti þegar markaðurinn tekur við sér á ný. Ræða rýmkun reglna Sömu vandamál eru í öðrum lax- eldislöndum. Í Noregi vinna stjórn- völd að því að rýmka reglur um heildarlífmassa lax í kvíum þannig að hægt sé að fresta slátrun þar til markaðurinn tekur við sér á nýjan leik. Áður hefur verið gripið til slíkra ráðstafana í Noregi. Málið er til um- ræðu hér en formleg beiðni hefur ekki verið lögð fyrir stjórnvöld um rýmkun heimilda. Hinn möguleikinn er að frysta fiskinn og geyma þar til úr rætist. Frystigeymslur taka ekki endalaust við. Svigrúmið er þó ef til vill meira nú en oft áður, að minnsta kosti á Austfjörðum, vegna þess að engin loðna verður unnin í ár. Smám saman herðist að markaði  Enn er eftirspurn eftir íslenskum laxi  Erfiðleikar eru við flutninga á markað og erfitt að nálgast neytendur  Möguleikar eru á því að frysta lax eða geyma laxinn í sjókvíunum þar til ástandið lagast Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Berufjörður Laxeldið gengur ágætlega á tímum kórónuveirunnar en erfiðleikar aukast á að koma afurðunum á markað og á borð neytenda. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Samninganefnd Eflingar gagn- vart Sambandi íslenskra sveitar- félaga (SÍS) tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að fresta verkfalls- aðgerðum frá og með deginum í dag. Stéttarfélagið boðar beittari aðgerðir að loknum veirufaraldri. Í yfirlýsingu segir m.a. að kór- ónuveirufaraldurinn hafi leitt til mikillar óvissu á öllum sviðum samfélagins, m.a. í starfsemi stofn- ana þar sem félagsmenn eflingar vinna. ,,Í því ástandi teljum við skynsamlegast að fresta verkfalls- aðgerðum þangað til faraldurinn er liðinn hjá. Við höfum átt sam- ráð við okkar félagsmenn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðningi þeirra,“ segir í yfir- lýsingunni. ,,Við munum aldrei taka annað í mál en að félagar okkar hjá Kópa- vogi, Seltjarnarnesbæ og víðar fái kjarabætur sambærilegar þeim sem var í kjarasamningum Efl- ingar við ríkið og Reykjavíkur- borg,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins. Efling frestar verkfallsaðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.