Morgunblaðið - 30.03.2020, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
AFMARKANIR
& HINDRANIR
Fjölbreyttar lausnir
til afmörkunar á
ferðamannastöðum,
göngustígum og
bílaplönum.
Dvergarnir R
Viðar Guðjónsson
vidargudjons@gmail.com
Krónan hyggst opna netverslun með
matvöru í vikunni og verður hún þar
með fjórða matvöruverslunin á mark-
aði sem veitir slíka þjónustu. Þegar
hafa Heimkaup og Nettó veitt þjón-
ustuna um nokkra hríð. Á föstudag-
inn tilkynnti svo Iceland að hægt yrði
að fá matvöru heimsenda í gegnum
netverslun.
Gréta María Grétarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krónunnar, segir að
fyrirtækið hyggist bjóða upp á þjón-
ustuna í appi. Næstu tveir til þrír dag-
ar muni fara í að prófa þjónustuna í
minni hópi en svo muni almenn notk-
un verða í boði fyrir vikulok. Heim-
sending verður frí ef verslað er fyrir
meira en 15 þúsund krónur en 1.500
króna gjald tekið ef verslað er fyrir
lægri upphæð. Er það sama fyrir-
komulag og verið hefur hjá Nettó.
„Við gerum ráð fyrir því að geta af-
greitt 100 pantanir á dag til að byrja
með en svo fljótlega að geta bætt við
ef þurfa þykir,“ segir Gréta og bætir
við að fjölmörg útkeyrslufyrirtæki
hafi sett sig í samband og boðið út-
keyrslu fyrir Krónuna. Hún segir að
netverslunin hafi verið í burðaliðnum
um hríð. Hins vegar hafi þróuninni
verið flýtt eftir að þörfin jókst skyndi-
lega vegna kórónuveirufaraldursins.
Að sögn Gunnars Egils Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra Sam-
kaupa, sem eiga Iceland og Nettó,
voru þúsundir sem heimsóttu vef-
svæði verslunarinnar eftir að tilkynn-
ing um opnun netverslunar birtist í
fjölmiðlum á föstudag. Er fyrirkomu-
lagið þar ólíkt og í hinum verslunun-
um að því að leyti að eingöngu verða í
boði þrjár innkaupakörfur með
vörum sem búið er að velja af versl-
uninni. Ef valdar eru körfur undir 15
þúsund krónum en gjald upp á 1.000
krónur en annars er heimsending frí
fyrir neytendur. Hann segir að til að
byrja með verði 20 bílar til reiðu til að
sjá um útkeyrslu.
Þrýstingur á næstu vikum
„Ég held að þetta séu þáttaskil í
matvöruverslun til framtíðar,“ segir
Gunnar. Hann segir jafnframt að bið
eftir vörum frá Nettó sé um tveir dag-
ar sem stendur en til standi að stór-
auka afköst í strax í næstu viku. „Ég
geri ráð fyrir því að þrýstingur á net-
verslun muni stóraukast á næstu fjór-
um til sex vikum,“ segir Gunnar.
Krónan og Iceland fara á netið
4 verslanir með matvörur á netinu
Þáttaskil til frambúðar í verslun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Netverslun Mikill áhugi er hjá neytendum að kaupa matvörur á netinu. Nú
hafa Krónan og Iceland opnað netverslanir og samkeppnin því aukist.
MViðskipti »12
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
95% landsmanna treysta Almanna-
vörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Ís-
landi til að takast á við COVID-19,
samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. 45%
svarenda segjast treysta Alannavörn-
um og heilbrigðisyfirvöldum fullkom-
lega í baráttunni, 38% mjög vel og 12%
vel.
Samkvæmt könnuninni, sem gerð
var 20.-26. mars bera kjósendur Mið-
flokksins minnst traust til stjórnvalda
en 83% þeirra treysta Almannavörnum
og heilbrigðisyfirvöldum vel. Hlutfallið
var yfir 90% hjá kjósendum annarra
flokka. Þá voru konur (97%) líklegri til
að treysta stjórnvöldum heldur en
karlar (93%). Lítill munur er á trausti
eftir aldri, tekjum og menntun.
75% bera traust til fjölmiðla
Almenningur treystir fjölmiðlum vel
til að fjalla um COVID-19. 75% lands-
manna treysta fjölmiðlum vel og segj-
ast 8% treysta fjölmiðlum illa. Meðal
þeirra eru helst kjósendur Miðlfokks-
ins og Pírata en 18% kjósenda Mið-
flokksins treysta fjömliðlum illa og 17%
kjósenda Pírata.
81% landsmanna hefur áhyggjur af
efnahagslegum áhrifum veirunnar á
Íslandi og eru flestir þeirra kjósendur
Samfylkingarinnar (83%) en fæstir
kjósendur Pírata (73%). 59% að-
spurðra segjast hafa heilsufarslegar
áhyggjur af faraldrinum.
Þá vekur athygli að 8% aðspurðra
segjast vera eða hafa verið með sjúk-
dómseinkenni sem passa við einkenni
COVID-19.
23% finnst of lítið gert
23% aðspurðra telja ríkisstjórnina
ekki gera nóg til að fyrirbyggja eða
bregðast við neikvæðum efnahagsleg-
um áhrifum tengdum kórónuveirufar-
aldrinum. 75% telja að gripið hafi ver-
ið til hæfilega mikilla aðgerða en 2%
telja að gripið hafi verið til of mikilla
aðgerða. 6% Miðflokksmanna og 5%
kjósenda Vinstri grænna eru á því
máli.
Ríkisstjórnin kynnti fyrr í mars
fyrsta áfanga stjórnvalda til að bregð-
ast við áhrifum faraldursins sem nem-
ur 230 ma.kr. eða tæplega 8% af lands-
framleiðslu. Þá tilkynnti forsætis-
ráðherra í gær að ekki væri heimilt að
að greiða arð út úr fyrirtækjum sem
tækju brúarlán, sem stjórnvöld hyggj-
ast veita fyrirtækjum til að rétta af
rekstur sinn í ljósi faraldursins.
Aðeins 2% treysta
ekki yfirvöldum
95% treysta heilbrigðisyfirvöldum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Allt starf Ferðafélags Íslands liggur
niðri, vegna samkomubanns og ann-
arra ráðstafana vegna kórónuveiru-
faraldursins. Búið er að aflýsa öllum
ferðum og verkefnum og loka skál-
um. Í staðinn hefur félagið skipulagt
svonefndar almannavarnaferðir þar
sem fólk er hvatt til að ganga í sínu
nærumhverfi og hvetja aðra til hins
sama. Þá er í undirbúningi verkefni
til að hvetja landsmenn til að ferðast
innanlands.
„Við höldum að okkur höndum á
meðan þetta gengur yfir og allt
tekjustreymi til félagsins hefur
stöðvast,“ segir Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís-
lands. „Það veit enginn hvernig ræt-
ist úr þessari stöðu en við höfum sett
upp þrjár sviðsmyndir fyrir sum-
arið. Ein er slæm, önnur ágæt og sú
þriðja í meðallagi. Við erum nokkuð
bjartsýn, miðað við okkar stöðu og
teljum að við munum fá ágæta lend-
ingu,“ segir Páll.
Ísland fyrsti valkostur
Hann getur þess að þótt ekki sé
vitað hvenær ferðamenn fara aftur
að koma til landsins trúi hann því að
Ísland verði fyrst allra Evrópuþjóða
til að komast út úr heimsfaraldr-
inum vegna þess hversu vel sé stað-
ið að málum hér og landið geti þá
orðið fyrsti valkostur þeirra sem
huga að ferðalögum. Ímynd landsins
um hreina náttúru og öruggan
áfangastað muni vinna með landinu í
því efni.
„Það er ekki síst hlutverk Ferða-
félags Íslands að sinna ferða-
mennsku innanlands og við munum
hvetja landsmenn til að ferðast inn-
anlands í sumar og um alla framtíð.
Við teljum að með því skapist heil-
mikil tækifæri,“ segir Páll. Félagið
mun kynna spennandi verkefni,
ferða- og skálatilboð, þegar rétti
tíminn kemur.
Hann viðurkennir að nú sé besti
árstíminn til að lenda í hremmingum
sem þessum. Ekki sé mikið um ferð-
ir, að vísu falli stór fjallaverkefni
niður. Fullbókað var í skála félags-
ins í sumar og mikið í ferðir. Segir
Páll að töluvert hafi komið af afbók-
unum í skála en minna í ferðir enda
virðist fólk halda að sér höndum á
meðan málin eru að skýrast.
Hvatning til að hreyfa sig
„Okkur þótti það erfitt að aflýsa
þeim ferðum sem átti að fara í á
þessum tíma enda mikilvægt fyrir
fólk að fara út til að hreyfa sig og
huga að heilsunni,“ segir Páll þegar
hann er spurður um nýjungina „al-
mannavarnaferðir“. Verkefnið felst í
því að hvetja fólk til að ganga út frá
heimili sínu, um nærumhverfið, til
heiðurs starfsfólki í heilbrigðisþjón-
ustunni sem vinnur mikilvægt starf,
ekki síst á þessum tímum, og minna
fólk um leið á að „við erum öll al-
mannavarnir“.
Fólk er hvatt til þess að hringja í
vin fyrir göngu, á meðan á henni
stendur eða á eftir og hvetja til dáða
og senda félaginu mynd til birtingar
á miðlum þess. „Við höfum fengið
stórkostleg viðbrögð og margir tekið
þessari áskorun. Við höfum fengið
um 100 myndir og ferðasögur,“ segir
Páll.
Ferðafélagið með „almannavarnagöngur“
Allir skálar Ferðafélags Íslands eru lokaðir og allt starf liggur niðri Stjórnendur þrátt fyrir allt
bjartsýnir fyrir sumarið Undirbúa verkefni til að hvetja fólk til að ferðast innanlands
Ljósmynd/aðsend
Fjallganga Þótt fjallaverkefni Ferðafélagsins liggi niðri er fólk hvatt til að
ganga og hreyfa sig til að halda heilsunni í lagi.
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR