Morgunblaðið - 30.03.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
30. mars 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.5 140.16 139.83
Sterlingspund 171.08 171.92 171.5
Kanadadalur 99.13 99.71 99.42
Dönsk króna 20.577 20.697 20.637
Norsk króna 13.275 13.353 13.314
Sænsk króna 13.976 14.058 14.017
Svissn. franki 144.93 145.73 145.33
Japanskt jen 1.2824 1.29 1.2862
SDR 190.55 191.69 191.12
Evra 153.57 154.43 154.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.3224
Hrávöruverð
Gull 1621.2 ($/únsa)
Ál 1507.5 ($/tonn) LME
Hráolía 26.68 ($/fatið) Brent
● Franska tískufyrirtækið Chanel til-
kynnti á sunnudag að það hygðist hefja
framleiðslu hlífðargríma til að auka
framboðið af grímum í Frakklandi á
meðan kórónuveirufaraldurinn geisar.
Greinir Reuters frá að verið sé að þróa
grímurnar og að framleiðsla hefjist af
fullum krafti eftir að stjórnvöld hafa
gefið samþykki sitt. Upplýsti Chanel
jafnframt að fyrirtækið mundi ekki
grípa til skammtímauppsagna þó að
faraldurinn hefði neikvæð áhrif á rekst-
urinn en um 4.500 manns starfa hjá
fyrirtækinu.
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra
Frakklands, sagði á laugardag að
stjórnvöld hefðu pantað meira en einn
milljarð nýrra hlífðargríma, einkum frá
kínverskum framleiðendum, og yrðu
þær tilbúnar til notkunar á komandi vik-
um og mánuðum. Nota Frakkar núna
um 40 milljón grímur á viku og hafa
viðbragðsaðilar kvartað yfir að tekið sé
að bera á grímuskorti.
ai@mbl.is
Chanel breytir saumastofum í grímuverksmiðjur
Vöntun Á meðan tískugeirinn er í dvala
verða saumavélarnar nýttar til góðs.
AFP
gæti gert gæfumuninn fyrir mat-
vöruverslanir á netinu ef þær t.d.
fullvissa viðskiptavini sína um að
tilteknum hreinlætisstöðlum sé
fylgt við pökkun og afhendingu og
gæti þá verið nóg að láta lítinn
bækling fylgja með hverri sendingu
þar sem stöðlunum er lýst. Aukin
upplýsingagjöf er lykilinn að því að
skapa tryggð í þessu árferði.“
Góður tími til að auglýsa
Greining leitarorða gefur vís-
bendingu um breyttar áherslur
neytenda. Diðrik bendir á að leit-
armengið „fréttir“ standi upp úr, en
næstmest sé leitað að efni tengdu
fjármálum, og þar á eftir komi mat-
ur, heilbrigðisþjónusta og lyf. Hrun
hefur orðið í notkun leitarorða sem
tengjast ferðaþjónustu og húsnæð-
ismarkaði og ætti ekki að koma á
óvart enda hefur veirufaraldurinn
orðið til þess að fólk slær bæði
ferðalögum og fasteignakaupum á
frest. Um vinsælustu leitarmengin
segir Diðrik að fréttamiðlar hafi
notið góðs af faraldrinum, sala
netáskrifta að vönduðum dagblöð-
um og tímaritum tekið kipp og
margt sem bendi til að fréttalestur
og miðlanotkun af öllu tagi sé með
mesta móti um þessar mundir.
Er upplagt, að mati Diðriks, að
fyrirtæki noti tækifærið og auka
auglýsingakaup frekar en að draga
úr þeim. „Bæði hefur auglýsingin
meira vægi ef aðrir auglýsendur
eru að halda að sér höndum á sama
tíma, og neytandinn hefur betra
ráðrúm til að virða auglýsinguna
fyrir sér því hægt hefur á samfélag-
inu. Þetta er einmitt tíminn til að
auglýsa á sem flestum boðrásum,
og sýna rannsóknir það trekk í
trekk að fyrirtæki sem halda dampi
frekar en að hægja ferðina í mark-
aðsmálum á tímum eins og þessum
njóta góðs því þegar upp er staðið.“
Hegðun neytenda að breytast
Morgunblaðið/Hari
Tímamót Úr vöruhúsi Heimkaupa. Komandi vikur gætu haft mikið að segja
um skiptingu markaðshlutdeildar net-matvöruverslana til langframa.
Kippur í netverslun vegna faraldursins er væntanlega kominn til að vera Neytendur vilja sem
mest gagnsæi um framleiðslu og flutninga Góð upplýsingagjöf er ávísun á trygga viðskiptavini
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Leitarorðagreining leiðir í ljós
breyttar áherslur hjá neytendum
vegna kórónuveirufaraldursins. Þá
veita gögnin vísbendingu um hvaða
svið atvinnulífsins munu fara verst
út úr faraldrinum, sem og hverjar
áherslur fyrirtækja þurfa að vera
til að mæta breyttum þörfum al-
mennings.
Diðrik Örn Gunnarsson, faglegur
framkvæmda-
stjóri hjá Media-
Com og leiðbein-
andi við bæði HR
og Háskólann í
Tromsø, segir
leitarorðagrein-
ingu Nielsen m.a.
benda til að í
huga neytenda
vegi mun þyngra
nú en áður að
kaupa vörur
framleiddar í nærsamfélaginu, auk
þess að neytendur leggja vaxandi
áherslu á að þau fyrirtæki sem þeir
versla við fylgi ströngustu gæða- og
öryggiskröfum. „Þetta er viðsnún-
ingur frá því sem áður var þar sem
þættir á borð við samfélagslega
ábyrgð voru í forgrunni.“
Diðrik grunar að vaxandi áhugi á
vörum úr nærsamfélaginu komi til
vegna þess að neytendur treysti
betur gæðum og heilnæmi vöru
sem framleidd er í þeirra eigin
landi. „Neytendur vilja sem mest
gagnsæi um framleiðsluferlið og
flutningskeðjuna og upplifa senni-
lega að þetta gagnsæi sé meira hjá
innlendum framleiðendum og selj-
endum. Hvað íslensk fyrirtæki
snertir er þetta gott tækfæri til að
auglýsa og upplýsa neytendur á
innanlandsmarkaði og t.d. leita
leiða til að fullvissa viðskiptavini
um að hreinlæti sé hvergi ábóta-
vant.“
Þegar kemur að útflutningsgrein-
um eins og sjávarútvegi segir Dið-
rik að gögnin bendi til að nú sé ráð
að hampa því að íslenskur fiskur sé
holl hágæðavara og að bæði veiðum
og vinnslu sé þannig háttað að
tryggir að varan er hrein og heil-
næm þegar hún berst í hendur
neytenda. „Við getum ímyndað okk-
ur að veirufaraldurinn hafi þau
áhrif að fólk bæði hafi meiri tíma
fyrir matseld en áður, leggi aukna
áherslu á hollt mataræði, og geri
enn ríkari kröfu um að vita sem
mest um gæði og upprunaland mat-
væla eins og sjávarfangs – en séu
líka reiðubúin að borga gott verð
fyrir bestu vöruna.“
Upphafið að löngu
viðskiptasambandi
Ekki þarf að koma lesendum á
óvart að netverslun er í mikilli sókn
um þessar mundir og segir Diðrik
að vöxturinn í matarinnkaupum á
netinu sé líklega mestur í aldurs-
hópnum 60 og uppúr, en sá hópur
virðist hafa verið á eftir en yngri
aldurshópum í því að tileinka sér að
nota netið til að kaupa í matinn. Má
reikna með að þegar allur þorri
neytenda, bæði á Íslandi og í öðrum
löndum, hefur komið því upp í vana
að kaupa matvæli á netinu þá muni
þeir halda því áfram að veirufar-
aldrinum liðnum. Þá gæti núna ver-
ið að ganga í garð tímabil þar sem
neytendur gera upp hug sinn um
hvaða net-matvöruverslunum þeir
treysta best: „Á Íslandi má t.d.
reikna með að ef neytandi sér að
hann getur reitt sig á það fyrirtæki
sem hann velur fyrst til að gera
matarinnkaupinn þá haldi hann sig
við sömu verslun eftirleiðis. Hér
Diðrik Örn
Gunnarsson
● Þýski bílaframleiðandinn Volkswag-
en segist ætla að standa við áætlanir
sínar og afhenda fyrstu eintökin af
rafmagnsbílnum ID.3 í ágúst þrátt
fyrir að röskun hafi orðið á fram-
leiðslu bílanna.
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur
VW þurft að loka verksmiðjum sínum
um allan heim og tapar af þeim sök-
um u.þ.b. 2 milljörðum evra í viku
hverri. Er búið að skerða starfshlutfall
u.þ.b. eins þriðja af 300.000 starfs-
mönnum VW í Þýskalandi.
Ef VW selur ekki nægilega marga
rafmagnsbíla á þessu ári gæti fyrir-
tækið sætt háum sektum vegna evr-
ópskra útblástursreglna. ai@mbl.is
ID.3 enn á áætlun