Morgunblaðið - 30.03.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.03.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Alþjóðlegur dagur leiklistar var hald- inn föstudaginn 27. mars. Líkt og síð- ustu ár voru í tilefni dagsins flutt tvö ávörp hérlendis, eitt frá Íslandi og annað alþjóðlegt. Innlenda ávarpið samdi Margrét Bjarnadóttir dans- höfundur og það alþjóðlega Shahid Nadeem leikskáld frá Pakistan, sem Hafliði Arngrímsson íslenskaði. Morgunblaðið birtir hér brot úr ávörpunum tveimur. Bræðir íshelluna hið innra „Þegar leikhúsinu er lýst er oft tal- að um að það sé aðeins til í núinu. Leiklist og dans eru þau listform sem reiða sig á núið, raungerast þegar leikari eða dansari mætir áhorfanda og við öndum að okkur sama loftinu. Í dag veit aftur á móti heimurinn all- ur að það er varasamt að anda að sér sama loftinu. Að sitja í myrkvuðum sal, í miklu návígi við annað fólk, í nokkra klukkutíma er í besta falli bannað og í versta falli lífshættulegt. Árið 2020 er Alþjóðlega leiklistardeg- inum fagnað um allan heim á með- an leikhúsin standa tóm,“ skrifar Margrét Bjarnadóttir. „Það sem hefur alltaf heillað mig mest við leikhúsið eru áhorfendur sem kaupa miða, taka frá tíma, skipta jafnvel um föt, mæta á svæðið og ganga inn í algjöra óvissu en með von í brjósti og beina síðan óskiptri athygli sinni og einbeitingu að því sem fram fer á sviðinu. Í áhorfandanum birtist eftir- vænting, forvitni og örlæti. Í samein- ingu hlaða flytjendur og áhorfendur salinn af orku,“ skrifar Margrét og bendir á að leiklist geti sýnt okkur hluti sem við höfum sjálf upplifað eða hluti sem aðrir hafa upplifað og við vitum að við munum aldrei í lífinu þurfa að reyna á eigin skinni – eða eitthvað sem við gætum mögulega átt eftir að ganga í gegnum síðar. „Dans getur sýnt okkur eitthvað sem við vissum kannski ekki að byggi innra með okkur. Eitthvað sem erfitt er að útskýra með orðum og verður ekki skilið með heilanum. Hvort tveggja, leiklistin og dansinn, eiga rætur í fórnum og fornum helgisiðum og e.t.v. er það þess vegna sem við förum í leikhús – af því að leikhúsið felur enn í sér möguleikann á tilfinn- ingalegri útrás og hreinsun. Þegar vel tekst til þá bræðir leikhúsið ís- helluna innan í okkur eins og Franz Kafka orðaði það – brýtur frosin út- höfin innra með okkur með exi – þannig að frumur sem legið hafa í dvala vakna á ný,“ skrifar Margrét og bendir á að það sé svo sannarlega ekki alltaf gaman í leikhúsi. Tækifærin felast í leiða „Rannsóknir benda til þess að manninum hafi aldrei leiðst jafn mik- ið og undanfarin ár. Á móti kemur að flóttaleiðirnar hafa aldrei verið fleiri. […] Raunar er leikhúsið einn af fáum stöðum sem eftir eru í samfélagi okk- ar þar sem við getum raunverulega upplifað leiða, ótrufluð, í nokkra klukkutíma. […] En þegar leiðinn læðist að okkur og engin flóttaleið er í boði er eins og tilvist okkar sé stungið í samband við magnara. Og þá er ekki annað hægt en að leggja við hlustir. Þetta er dýrmætt á okkar dögum. Leiðinn er mikilvægt afl, liggur mér við að segja. Afl sem má beisla og nýta til góðs,“ skrifar Mar- grét og bendir á að leiði skapi pláss fyrir fyrir íhugun og endurskoðun. „Það eru tækifæri í leiðanum, tæki- færi til umbreytinga. Leiði er lognið á undan sköpun og húmor,“ skrifar Margrét og bendir á að á tímum kórónuveirunnar hafi fólk haft tölu- verðar áhyggjur af því að því muni leiðast í sóttkvínni. „Það er eins og við séum á risa- stórri leiksýningu – þeirri fjölmenn- ustu í sögunni. Og rétt eins og í leik- húsinu er engin flóttaleið. Það eru allir í heiminum með hugann við það sama. Hver og einn speglar sig í aðstæðum og fréttum en jafnframt er komið gat á frosna íshelluna hið innra og nú sem aldrei fyrr leita tilfinningar og hugsanir sem legið hafa í dvala upp á yfirborðið. Við vitum nú þegar að við munum ekki ganga söm út af þessari leiksýningu. […] Þegar við stígum út úr þessu tímabili munum við sjá betur hvers við söknuðum. Hvað viljum við taka með okkur og hvað skiljum við eftir? Eins og staðan er núna bjóða öll auðu svið heimsins ekki upp á neitt – nema endalausa möguleika,“ skrifar Margrét. Stöðnun þarf að kollvarpa „Mér er það mikill heiður að semja boðskap Alþjóðlega leiklistardagsins 2020. Tilfinningin er fyrst og fremst auðmýkt, en einnig spenningur þar sem Alþjóða leiklistarsambandið, sem er áhrifamesta og virtasta leiklist- arsamband heims, hefur viðurkennt pakistanskt leikhús og Pakistan al- mennt. Þessi heiður er einnig virðing- arvottur við Ma- deeha Gauhar, leikhúsfrömuð og stofnanda Ajoka leikhússins. Hún var jafnframt lífsförunautur minn og lést fyrir tveimur árum. Leið Ajoka leik- hópsins var löng og torfær, bók- staflega af götunni og inn í leikhús. En svo sannarlega er saga margra leikhópa þannig. Það er aldrei eins og að sigla lygnan sjó. Allt- af barátta,“ skrifar Shahid Nadeem og bendir á að hann sé frá landi þar sem múslímsk gildi ríkja. „Þar sem nokkrar herforingjastjórnir hafa stjórnað með harðri hendi, árásir trúarlegra ofstækishópa voru tíðar og við háðum þrjár styrjaldir við ná- grannaland okkar Indland. Enn í dag lifum við í ótta við að stríð brjótist út við tvíburaland okkar og nágranna jafnvel kjarnorkustríð þar sem bæði lönd búa yfir kjarnorkuvopnum. Stundum segjum við í spaugi: „Erf- iðir tímar eru góðir tímar fyrir leik- húsið“. Það er enginn hörgull á alls kyns áskorunum sem við þurfum að horfast í augu við, þverstæðum sem þarf að afhjúpa, stöðnun sem þarf að kollvarpa. Leikhópur minn, Ajoka, og ég höfum þrætt þennan vandfarna veg í meir en 36 ár. Þetta hefur svo sannarlega verið einstigi: Að halda jafnvægi milli skemmtunar og fræðslu, milli leitar og lærdóms af fortíðinni til undirbúnings framtíð- inni, milli skapandi frjálsrar tján- ingar og ævintýralegs uppgjörs við valdið, milli samfélagslegrar gagn- rýni og fjárhagslega lífvænlegs leik- húss, milli þess að ná til fjöldans og vera framúrstefnuleg. Maður gæti sagt að til þess að geta unnið í leik- húsi þurfi fólk að vera töframenn. Í Pakistan hefur aðgreining hins trúarlega og hins veraldlega verið afar skýr. Hið veraldlega hefur ekk- ert pláss fyrir trúarlegar vangavelt- ur, og hið trúarlega leyfir hvorki opinskáar rökræður né nýjar hug- myndir,“ skrifar Nadeem og bendir á að Ajoka hafi verið stofnað á níunda áratugnum þegar herforingjastjórn ríkti í Pakistan. Pólitískt andófsleikhús „Það var hópur ungra listamanna sem mótmæltu einræði með sam- félagslegu og pólitísku andófsleik- húsi. Þau fundu tilfinningum sínum, reiði og angist óvæntan farveg hjá súfaskáldinu Bulleh Shah sem var uppi fyrir 300 árum. Ajoka uppgötv- aði að með hjálp skáldskapar hans gæti það mótmælt spilltu yfirvaldi og hræsnisfullri trúarelítu af ógnar- legum sprengikrafti. Yfirvöld gátu bannað okkur og hrakið okkur burt en ekki virt og vinsælt skáld eins og Bulleh Shah. Við uppgötvuðum að líf hans var jafn dramatískt og róttækt og skáldskapur hans sem hafði valdið honum refsingum og bannfæringu,“ skrifar Nadeem sem er höfundur leikritsins Bulha sem fjallar um líf og baráttu Bulleh Shah. Rifjar hann upp að listráðið í Lahore hafi hafnað handritinu með þeirri útskýringu að það væri ekki leikrit heldur ævisaga, en leikritið var engu að síður frum- sýnt í Goethe-stofnuninni við góðar viðtökur. Í framhaldinu var farið í leikferð um Pakistan með Bulha sem sýnt var „á öllum hugsanlegum stöðum Ind- lands, jafnvel á tímum gríðarlegrar spennu milli landanna og á stöðum þar sem fólkið skildi ekki orð í púnjab-málinu en naut samt sem áður hverrar sekúndu sýningarinnar. Allar dyr að pólitísku samtali og sam- bandi lokuðust hver á fætur annarri en hlið leikhússins og hliðin að hjört- um Indverja héldu áfram að vera opin upp á gátt,“ skrifar Nadeem og rifjar upp að í þau 18 ár sem þau ferðuðust með Bulha hafi hópurinn fengið mikil og góð viðbrögð frá áhorfendurm sem sem augljóslega voru ekki vanir sviðslistum. „Sýningin er ekki einföld afþreying eða hvatning til hugsunar heldur andleg samkoma, sem snertir sálina,“ skrifar Nadeem og rifjar upp að indverskur fræðimaður hafi skrif- að grein um sýninguna með titlinum „Þegar leikhús verður helgiskrín.“ Berjumst gegn græðgi „Plánetan okkar sekkur dýpra og dýpra í loftslags- og veðurfarshörm- ungar og heyra má hófadyn hesta riddaranna á hinsta degi. Við verðum að endurnýja andlegan styrk okkar; við verðum að berjast gegn afskipta- leysi, sleni og tómlæti, svartsýni og græðgi og berjast gegn öllum þjösna- skapnum gagnvart heiminum og jörð- inni okkar. Leikhús hefur hlutverki að gegna, göfugu hlutverki, með því að styrkja og virkja mannkynið svo það rífi sig upp úr forarpyttinum sem það er að sökkva í. Það getur um- breytt leiksviði og sýningarrými í helgistað. Í Suður-Asíu, snerta listamenn leiksviðið af lotningu áður en þeir stíga á það. Það er forn hefð frá tím- um þegar hið andlega og menningar- lega voru enn nátengd. Það er kom- inn tími til að enduruppgötva þetta samband listamanns og áhorfanda, fortíðar og framtíðar. Leiklist getur verið heilög list og leikarar geta svo sannarlega orðið avatarar hlutverk- anna sem þeir leika. Leikhús lyftir list leikarans á æðra andlegt stig. Leikhús getur orðið helgiskrín og helgiskrínið orðið að leikrými,“ skrif- ar Nadeem í lokaorðum ávarps síns. Leikhúsið sem helgiskrín Shahid Nadeem Margrét Bjarnadóttir Ljósmynd/Eddi Ljósmynd/Grímur Bjarnason Ljósmynd/Auðunn NíelssonLjósmynd/Patrik Ontkovic Samtal við samtímann Nokkrar þeirra leiksýninga sem voru á fjölum leikhúsa hérlendis þegar samkomubannið var sett á fyrir tveimur vikum. Í efri röð frá vinstri er Brúðumeistarinn í Þjóðleikhúsinu og Níu líf í Borgarleik- húsinu. Í neðri röð frá vinstri eru Polishing Iceland í Tjarnarbíói og Vorið vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.