Morgunblaðið - 30.03.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.03.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2020 ICQC 2020-2022 AF TÆKIFÆRUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það er ekkert grín að vera innilok- aður, eins og fangar vita manna best. Þeir komast þó af og til undir bert loft, út í port eða garð en slíkt geta geimfarar ekki leyft sér en fara þó sjálfviljugir út í geim og dvelja þar oft til lengri tíma. Þó að útsýnið sé gott er slíkt starf mar- tröð í mínum huga og þarf sannar- lega sterkar taugar í að þola álag slíkrar einangrunar. Það þekkir Scott nokkur Kelly af eigin raun, fyrrverandi geimfari Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Að hafa það skemmtilegt Í grein eftir Kelly sem birtist í New York Times 21. mars síðast- liðinn fjallar hann um nær árslanga dvöl sína í alþjóðlegri geimstöð. Hvort sem hann var vakandi eða sofandi var hann alltaf í vinnunni, bendir hann á og engin undan- komuleið. Kelly segir vissulega erf- itt að vera fastur heima fyrir, líkt og margir eru nú á tímum sam- komubanna og sóttkvía, og á góð ráð handa þeim sem þurfa nú að sætta sig við slíka einangrun. Eitt það mikilvægasta er skipulag og að nýta tímann vel, segir hann. Ekki er síður mikilvægt að hafa það skemmtilegt, horfa til dæmis á skemmtilegar kvikmyndir með fjöl- skyldunni, spila, hlusta á góða tón- list, lesa bækur og þá líka bæk- urnar sem þú hefur alltaf ætlað að lesa en hefur aldrei komið þér að því. Nú er tími til kominn og líka til að horfa á sígildar kvikmyndir og kynna þær um leið börnunum. Vonandi ná þau að halda sér vak- andi yfir 2001: A Space Odyssey! Málað með Bob Ross Kelly segist hafa saknað mest af öllu útiverunnar á meðan hann dvaldi í geimstöðinni, að komast út í náttúruna. Að finna lyktina af gróðri eða hafi, að finna sólskin á andliti eða láta snjóa upp í sig, ekk- ert jafnast á við það. Maður sem liggur veikur í rúminu getur ferðast í huganum með lestri, hljóðbók eða hlaðvarpi. Á tímum netsins er úrvalið endalaust, mögu- leikarnir óteljandi og þeir sem segjast ekki hafa neitt að gera hafa líklega ekkert hugmyndaflug. Hvernig getur það gerst á vorum dögum að fólk finni sér ekkert að gera? Nú er rétti tíminn til að læra að spila á hljóðfæri, prófa sig áfram í listsköpun eða handavinnu. Panta liti og striga með heimsendingu og herma eftir Bob Ross á YouTube. Ross lést fyrir aldarfjórðungi og má finna mörg gömul myndbönd með honum þar sem hann talar sef- andi röddu á meðan hann málar (frekar ljót) málverk. Miklar vin- sældir hans hljóta að þýða að eitt- hvað hafi verið í hann spunnið og einkum þá hæfileika hans til að róa áhorfendur sína niður. Listsköpun er hin fullkomna leið til að slaka á og hverfa inn á við. Bókin sem þú hafðir ekki tíma til að skrifa Nú er líka rétti tíminn til að endurraða öllum bókunum í bóka- skápunum, t.d. í stafrófsröð eða litaröð. Einnig má setja gamlan vínil á fóninn og gráta yfir glataðri æsku. Hlusta á Zeppelin og ferðast aftur í tímann, svo vitnað sé í kóng- inn. Nú er rétti tíminn til að læra samkvæmisdans á netinu. Af hverju ekki? Það er enginn að horfa á þig! Svo er það skáldsagan sem þú hefur ætlað að skrifa í tuttugu ár en hefur aldrei komið þér að því, aldrei fundið tíma til þess. Nú hef- ur þú enga afsökun. Hvað varð um barnabókina sem þú ætlaðir bæði að skrifa og myndskreyta og er ekki hægt að læra kínversku á net- inu? Að maður tali nú ekki um allar Tími til kominn? Sjónarspil Úr kvikmynd Stanley Kubrick, 2001: A Space Odyssey, einni af þeim áhrifameiri í kvikmyndasögunni. jógaæfingarnar, armbeygjuáskor- anirnar og núvitundaræfingarnar sem þar má finna. Þú gætir meira að segja samið einleik og frumsýnt hann í beinni á Facebook. Fundið upp nýja tegund af sætabrauði. Lokað þig af inni í kassa og sýnt frá því í beinni á netinu. Nei, bíddu við, Almar er víst búinn að því. Fuglafit? Þú getur fyllt baðkarið og farið í sjóorrustu, eins og einn vinur minn stakk upp á. Rennt þér niður stiga og endað í bjórvaskafati. Gert eftir- líkingar af öllum byggingum Guð- jóns Samúelssonar úr eldspýtum. Sett heimsmet. Hvað varð um fuglafit, er ekki tími til kominn að rifja það upp? Nú eða æfa norð- lenskan hreim eða einhvern annan hreim. Þú getur líka klætt þig í öll fötin þín og deilt myndbandi af þeim gjörningi á Instagram. Að öllu gamni slepptu er þó mikilvægast af öllu að þvo á sér hendurnar, eins og Scott Kelly, fyrrverandi geimfari, bendir á. Öll él birtir upp um síðir og aðalmálið nú er að þrauka. Möguleikarnir þegar kemur að dægradvöl innan veggja heimilisins og sköpun eru fjölmargir. Það eina sem þarf til er hugmyndaflug. »Nú er rétti tíminn tilað læra að spila á hljóðfæri, prófa sig áfram í listsköpun eða handavinnu. Panta liti og striga með heim- sendingu og herma eftir Bob Ross á YouTube. Lærimeistari Bob Ross á einum af mörgum mynddiskum sínum þar sem hann kennir fólki listmálun. Tímaflakk Robert Plant á sviði í Laugardalshöll fyrir hartnær 50 ár- um. Að hlusta á Zeppelin er góð leið til að ferðast aftur í tímann. Í kassa Almar Atlason, þá listnemi, dvaldi í kassa í heila viku árið 2015 sem hlýtur að teljast afar óþægilegt. Morgunblaðið/Eggert Jóga Fólk getur stundað jóga hvar og hvenær sem er og hér má sjá jóga- kennarann Eygló Egilsdóttur sýna eina góða stöðu heima í stofu. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.