Morgunblaðið - 30.03.2020, Side 32

Morgunblaðið - 30.03.2020, Side 32
Sífellt fleiri menningarstofnanir nýta netið til að streyma efni á tímum samkomubanns víða um lönd og er Breska þjóðleikhúsið, National Theatre, þeirra á meðal. Leikhúsið hefur nú tilkynnt að völdum sýningum verði streymt á fimmtudagskvöldum og það án endur- gjalds. Nefnist verkefnið National Theatre at Home og mun standa yfir í tvo mánuði. Fyrsta sýningin sem streymt verður er One Man, Two Guvnors, gamanleikrit með James Corden í einu aðalhlutverkanna. Upptökur á sýningunum verða sýndar kl. 19 að breskum tíma og verða aðgengilegar í viku í senn eftir streymið. Breska þjóðleikhúsið streymir sýningum á netinu á fimmtudögum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skátahreyfingin lætur ekki ytri að- stæður eins og samkomubann trufla sig heldur heldur fjörinu gangandi með því að setja inn verkefni á netið daglega (skatarnir.is/ studkvi/). Á heimasíðu skátanna hvetja þeir fólk til að láta sér ekki leiðast þó að sam- félagið sé í sóttkví. „Tök- umst á við ástandið með glaðværð og forvitni að vopni, með því að leysa skemmtileg skátaverk- efni!“ Tekið er fram að boðið verði upp á föndur, fræðslu, tilraunir, þrautir eða bara hvað sem er. Hvatt er til þess að verkefnunum sé deilt með myllu- merkinu #STUÐKVÍ. Það vísi til stuðningsins sem skátarnir vilji veita og líka til þess að gaman geti verið að takast á við samgöngubann. Ávallt COVIDbúin! „Þetta hefur gengið mjög vel og viðbrögðin hafa verið mjög góð,“ segir Sigurgeir Bjartur Þórisson, erindreki hjá skátunum. Hann segir að verkefnunum hafi verið deilt á ýmsa hópa á samfélagsmiðlum og það sé af hinu góða. „Við sjáum að skátar eru duglegir að taka þátt í stuðkvínni en líka ungmenni og fjöl- skyldur sem tengjast okk- ur ekki og það gleður okk- ur að þetta skuli nýtast svona mörgum eins og við höfðum vonað.“ Öflugir sjálfboðaliðar Skátar og útilega er eitthvað sem allir tengja saman og því kemur ekki á óvart að byrjað var á verk- efninu innilega! Síðan kom pokagerð, ljósmyndamaraþon og svo framvegis. Hjálpsemi er einkenn- andi fyrir skáta og fyrir helgi var verkefnið góðverkagangan komið á vefinn. Sigurgeir segir að verkefna- valið taki mið af aðstæðum og því sé fyrst og fremst verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt og hentugt fyrir yngri einstaklinga og foreldra þeirra til að vinna saman. „Verk- efnin henta öllum aldurshópum en við sjáum að krakkar í yngri kant- inum eru duglegust að nýta sér dag- skrána.“ Hefðbundið félagsstarf liggur niðri vegna kórónuveirunnar, en skátafélög um allt land hafa verið hvött til þess að nýta sér tæknina til að halda utan um einstaklinga og hópa. Sigurgeir segir að samfara fyrrgreindum verkefnum á netinu verði útbúin sérstök verkefni fyrir skáta 10-12 ára og 13-15 ára. „Dag- legu verkefnin eru í léttari kantinum og hugsuð sem fjölskyldugaman fyr- ir fólk á öllum aldri en hin taka mið af félagsmönnum okkar og þörfum þeirra, eru hnitmiðaðri með tilliti til reynslunnar sem við teljum að þau búi yfir vegna þátttöku sinnar í skátastarfinu.“ Hátt í 30 sjálfboðaliðar hafa unnið að gerð verkefnanna og síðan hafa fjórir starfsmenn hjá landssamtök- unum og Skátasambandi Reykjavík- ur sett þau á netið. „Sjálfboðalið- arnir okkar höfðu frumkvæði að þessu verkefni og bera það uppi,“ segir Sigurgeir. Stuðkví Þegar ekki má fara í útilegu vegna samgöngubanns er ekkert mál að fara í innilegu í stofunni heima. Stuðkví hjá skátunum  Ný verkefni fyrir félagsmenn og aðra sett inn daglega á vef skátahreyfingarinnar  Henta öllum aldurshópum MÁNUDAGUR 30. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Þetta eru um 65% af tekjum félagsins þessa tvo mán- uði sem er einfaldlega bara óvissa um. Við gerum okkur auðvitað vonir um að eitthvað af því komi síðar á árinu en við þurfum engu að síður að stilla okkur af og bregð- ast við þessu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmda- stjóri KA, meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag um reksturinn hjá félaginu um þessar mundir. Óvissa ríkir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Starf KA er viðamikið og félagið er til dæmis með aðkomu að sex liðum í efstu deild í þremur íþróttagreinum. »27 Þurfa að stilla sig af og bregðast við tekjuskerðingunni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.