Morgunblaðið - 08.04.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.04.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er búið að vera alveg brjálað að gera. Það hefur komið skemmtilega á óvart,“ segir Vil- hjálmur Sturla Eiríksson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá A4, um undanfarnar vikur. Að hans sögn tók salan kipp eftir að kórónu- veiran fór að gera vart við sig hér á landi. Hafa svokallaður föndur- vörur vegið einna þyngst í sölu- aukningunni. „Allar skapandi vörur á borð við spil, púsl og liti rjúka út. Fólk er meira heima með börnin og sem betur fer eru ekki allir að horfa bara á Netflix,“ segir Vil- hjálmur og bætir við að A4 hafi reynt eftir fremsta megni að hvetja til aukinnar samveru á kostnað skjátíma meðan á faraldr- inum stendur. „Við staðsetjum okkur hinum megin við tölvufyr- irtækin. Við vonumst til þess að fólk auki samveruna og minnki á sama tíma skjátímann. Það já- kvæða í þessu ástandi er að fleiri eyða tíma með sjálfum sér og börnum,“ segir Vilhjálmur. Meðan á faraldrinum hefur stað- ið hefur netverslun fjölda fyrir- tækja aukist svo um munar. Að sögn Vilhjálms er A4 þar engin undantekning. „Það er mörg hundruð prósenta aukning í net- verslun hjá okkur. Við vorum vel undirbúin en þrátt fyrir það eru ýmsar vörutegundir að klárast hjá okkur,“ segir Vilhjálmur, sem kveðst ánægður með að A4 hafi enn ekki þurft að grípa til upp- sagna líkt og fjölmörg önnur fyr- iræki. Þar að auki hafi fyrirtækið ekki þurft að nýta hlutastarfaleið ríkisstjórnarinnar. „Séu marsmánuðir bornir saman milli ára má greinilega sjá að sal- an er að aukast. Það er því nóg að gera og við höfum ekki þurft að nýta hlutastarfaleiðina. Við höfum þurft að bæta við okkur sendlum til að auka þjónustuna frekar í út- keyrslunni. Nú erum við farin að geta afhent vörur samdægurs á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Vil- hjálmur. Salan aukist verulega í marsmánuði  Netverslun A4 margfaldast milli ára  Ýmsar vörutegundir að klárast Ljósmynd/A4 Verslun Færri mæta nú í verslanir til að ganga frá kaupum. Að sama skapi hefur netverslun blómstrað og í sumum tilfellum jafnvel margfaldast. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Við póstsendum um allt land Sími 568 5170 Túnikur • Bolir • Buxur • Kjólar Töskur • Silkislæður Jakkapeysur og vesti Nokkrir litir Snyrtivörumerkin okkar eru: M a d e i n I c e l a n d Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Rauði kross Íslands (RKÍ) hefur m.a. það verkefni að opna fjölda- hjálparstöðvar þegar neyðarástand skapast vegna ófærðar eða annarra hamfara. Síðan fyrsti óveðurshvell- urinn skall á 9. desember sl. hafa sjálfboðaliðar RKÍ opnað fjölda- hjálparstöðvar alls 28 sinnum á 21 stað víðs vegar um landið. Oftast hefur verið opnuð fjölda- hjálparstöð á Kjalarnesi, eða fjór- um sinnum. Þrisvar sinnum hefur þurft að opna slíka aðstöðu á Sel- fossi og í tvígang á Flateyri og Laugarvatni. Eini landshlutinn sem hefur sloppið hvað þetta varðar er Austurland. Brynhildur Bolladóttir, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins, segir veturinn fara í sögubækurnar fyrir margar sakir. Mörgum vikum áður en kórónuveirufaraldurinn brast á hafi viðbragðsaðilar um allt land verið undir gríðarlegu álagi. Aldrei áður hafi RKÍ opnað fjöldahjálpar- stöðvar jafn oft á einum vetri. 150 manns komu í Vík Ef aðeins er tekið tímabilið frá 9. desember til 21. janúar sl. þá opn- aði Rauði krossinn fjöldahjálpar- stöðvar á 17 stöðum á landinu, alls 22 sinnum, aðallega sunnan- og norðanlands. Febrúar var heldur rólegri, aðeins einu sinni var opnuð fjöldahjálparstöð þann mánuðinn, eða í Heimalandi undir Eyjafjöllum þann 28. febrúar, en þangað leituðu um 100 ferðalangar vegna óveðurs og ófærðar. Að sögn Brynhildar komu þó lík- lega flestir í Vík þann 9. mars, þeg- ar um 150 manns komu í fjölda- hjálparstöð sem þá var opnuð. „Síðasta helgi var óvenjuleg að mörgu leyti, þá hlupu sjálfboðaliðar okkar til bæði á Kjalarnesi og Laugarvatni. Þetta voru fyrst og fremst Íslendingar í vandræðum á vegum úti, enda nær allir erlendir ferðamenn búnir að yfirgefa landið. Þeir voru hins vegar langstærstur hluti þeirra sem þurftu á aðstoð að halda í desember og janúar. Núna biðlum við bara til fólks um að halda sig heima um páskana,“ segir Brynhildur, sem vonast til þess að ekki þurfi að opna oftar fjöldahjálp- arstöð á þessum vetri, í öllu falli ekki vegna ófærðar og veðurs. Rauði krossinn er samanlagt með um 3.000 sjálfboðaliða á skrá í 4.000 störfum um allt land, þar af eru um 600 sem sinna neyðarvörnum. Í því felst m.a. að opna fjöldahjálparstöð og sinna þeim sem þangað koma. Patreksfjörður Kjalarnes**** Flateyri** Akureyri***** Vík í Mýrdal Ísafjörður Siglufjörður Stórutjarnir Heimaland undir Eyjafjöllum Grímsnes Ólafsfjörður Sólvangur á Tjörnesi Gullfoss kaffi Selfoss*** VarmahlíðHvammstangi Blönduós Dalvík Kirkjubæjarklaustur Laugarvatn** Reykjanesbær Fjöldahjálparstöðvar RKÍ í vetur* *Fjöldahjálparstöðvar sem hafa verið opnaðar frá 9. desember 2019. Kortagrunnur: Loftmyndir. **Tvisvar sinnum. ***Þrisvar sinnum. ****Fjórum sinnum. *****Glerár kirkja, hvíldaraðstaða fyrir björgunarsveitir. Fjöldahjálparstöðvar opn- aðar 28 sinnum á 21 stað  Sjálfboðaliðar RKÍ hafa aldrei upplifað annan eins vetur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.