Morgunblaðið - 08.04.2020, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-
pakki, Sport-pakki, bakkmyndavél, Bang &
Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum,
hiti í stýri, fjarstart o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6),
10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque.
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 RAM Limited 3500 35”
Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L
Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö, togar
1000 pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin
sjálfskipting, dual alternators 440 amps,
loftpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld
sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing
technology pakki.
VERÐ
11.980.000 m.vsk
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Dark Sky Metallic/ Dark walnut að
innan. 2020 GMC Denali, magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track
millikassi, multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleira.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 Ford F-350 Lariat Sport
Kominn með 10 gíra Allison sjálfskipt-
ingu! Litur: Star white, svartur að innan,
6,7L Diesel ,475 Hö, 1050 ft of torque. Með
Sport-pakka, Ultimate-pakka, FX4 offroad
pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan
pall, fjarstart, lyklalaust aðgengi, Bang
Olufssen hljómkerfi, trappa í hlera.
VERÐ
12.280.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Páskaegg Gotterí og málshættir létta lundina á þessum undarlegu tímum.
Fólkið eygir
vor og betri tíð
Ketilbjölluæfingar, málningarvinna, gönguferð-
ir og bóklestur eru dægradvöl um páska. Þetta
segja viðmælendur Mogrunblaðsins; fólk sem
sumt er á kórónuvaktinni. En allt fram streymir
– það er að koma vor með betri tíð! sbs@mbl.is
„Vaktirnar um páskana verða efalítið langar og strang-
ar. Því er mikilvægt að hafa að einhverju góðu að hverfa
á frívöktunum; slaka á og núllstilla hugann,“ segir Þóra
Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og
aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu Landspítalans í Foss-
vogi. Á þeirri deild er sinnt fólki sem veikst hefur af Co-
vid-19 og hefur rúmum þar verið fjölgað úr sex í átján.
„Sem hjúkrunarfræðingur hef ég upplifað margt og
reynt en faraldur kórónuveirunnar og Covid er það sem
mest hefur tekið á. Starfsfólk er samtaka og margir til-
búnir að leggja okkur lið, til dæmis fólk sem hefur
reynslu af gjörgæsluhjúkrun og er í öðrum störfum en
hefur komið nú til að hjálpa okkur. Álagið er mikið en
þegar fólk er jákvætt og tilbúið að leggjast á eitt auð-
veldar það störfin. Svo er líka mjög hvetjandi fyrir okkur
starfsfólkið þegar sjúklingarnir eru á batavegi og út-
skrifast,“ segir Þóra. Bætir við að nú sem aldrei fyrr sé
mikilvægt að hlúa vel að eigin heilsu og nota frítímann til
að hlaða batteríin.
„Mér finnst gott og róandi að hlusta á bókalestur í
gegnum Storytel og þar er margt fínt efni að finna, rétt
eins og sjónvarpsefni Netflix. Göngutúrar eru líka nauð-
synlegir við aðstæður eins og nú og þar búum við Hafn-
firðingar vel, en mér finnst frábært að labba til dæmis í
Heiðmörk, við Hvaleyrarvatn og um Norðurbakkann.
Svo koma páskaegg og lambalæri, fyrir alla aðra en mig
kjötætuna, og allt þetta er uppskrift að góðum páskum
þó öðruvísi verði en vanalega,“ segir Þóra.
Hjúkrunarfræðingur Mjög hvetjandi þegar sjúkling-
arnir eru á batavegi, segir Þóra Gunnlaugsdóttir.
Gönguferðirnar
núllstilla hugann
„Fastur liður í mínu lífi er að taka hlaupahring um bæ-
inn; héðan af Digranesinu suður að sundlaug og svo
upp Himnastigann sem svo er kallaður og upp í hæð-
irnar,“ segir Guðrún Gísladóttir, félagsráðgjafi í Kópa-
vogi. „Þetta gefur mér mikið og regluleg hreyfing er
okkur öllum mikilvæg, sennilega aldrei meira en í þeim
undarlegu aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu.
Við fjölskyldan munum því stunda einhverja útiveru
um páskana, þá innan þeirra marka sem læknar og aðr-
ir hafa sett.“
Guðrún og Magnús Orri Sæmundsson eiga þrjú börn
sem eru 4, 10 og 12 ára. Því er oft líflegt á heimilinu og
þá ekki síst að undanförnu, þegar börnin hafa verið
heima við enda skóla- og frístundastarf allt með breytt-
um brag. „Hér heima eru spilatímar, fimleikaæfingar
og fleira skemmtilegt. Reyndar hafa aðstæður að und-
anförnu boðið upp á svo margt áhugavert og óvenju-
legt; nafngjafarveisla þar sem fimm fjölskyldur sam-
einuðust í gegnum fjarfundabúnað og dóttir mín lék á
hljóðfæri var heilmikið upplifun,“ segir Guðrún og að
lokum:
„Á þessu heimili er því alltaf heilmikið líf og fjör og
hænurnar sjá um undirleikinn með gaggi sínu. Svo
háttar til að við erum til gamans með þrjár hænur hér í
bakgarðinum sem skila okkur tveimur til þremur eggj-
um á dag – sem við munum nú að sjálfsögðu kalla
páskaegg. Einhver slík úr súkkulaði verða þó vænt-
anlega tekin, enda ómissandi.“
Kópavogsbúi Heilmikið líf og fjör og hænurnar sjá um
undirleikinn með gaggi sínu, segir Guðrún Gísladóttir.
Fær páskaegg frá
hænum í garðinum
„Björgunarsveitir verða í við-
bragðsstöðu um páska en ég vonast
til að sem fæstir verði á ferð,“ segir
Þór Þorsteinsson, formaður Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar. „Um
síðustu helgi þurfti okkar fólk í all-
mörg útköll til aðstoðar fólki sem
lenti í vanda vegna ófærðar og veð-
urs. Hafði þá ekki skeytt um veð-
urspá eða tilmæli um að halda sig
heima. Þetta voru mér vonbrigði en
flutningar á heilbrigðisfólki til og
frá vinnu eru þó sjálfsagt mál.“
Æðruleysi og samstaða eru lýs-
ing Þórs á viðbrögðum vegna kór-
ónuveirunnar. Vel hafi reynst að
láta sérfræðingum sviðið eftir enda
hafi rök þeirra og ráðstafanir
reynst vel. Stjórnmálamenn hafi
haldið sig til hlés og eftirlátið sér-
fræðingunum sviðið og athyglina,
sem sé vel.
„Í þessum erfiðu aðstæðum erum
við öll í sama liði,“ segir Þór sem
verður í heima um páska. „Við höf-
um í nógu að snúast í Lund-
arreykjadal í Borgarfirði þar sem
ég bý. Verið er að dytta að ýmsu
sem hefur setið á hakanum, smíða,
mála og sitthvað fleira. En vonandi
gefst líka tími til gönguferða.“
Björgunarsveitarmaður Í við-
bragðsstöðu, segir Þór Þorsteinsson.
Vonandi
verða fáir á
ferðinni
„Samfélagið getur lært margt á
þeim aðstæðum sem nú eru uppi og
tilveran hefur gjörbreyst. Kósí-
kvöldin og samverutíminn sem við
fjölskyldan höfum átt að undanförnu
í samkomubanni eru þegar allt kem-
ur til alls gæðastundir,“ segir Milla
Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður
mennta- og menningarmálaráð-
herra.
Nú í apríl stendur ráðuneyti
menntamála fyrir verkefninu Tími
til að lesa þar sem börn og fullorðnir
eru hvött til að nýta lausar stundir á
tíma veirunnar til að lesa í bók.
Stefnt er á heimsmet og ekkert
minna! Sjálf segist Milla vera með
margar bækur í takinu, svo sem
skáldsöguna Eyland eftir Sigríði
Hagalín Björnsdóttur. Þar segir
meðal annars frá því þegar enda-
skipti verða á samfélaginu á Íslandi
þegar skortur á vörum, lyfjum, elds-
neyti og fleiru slíku verður ljós
vegna skyndilegrar einangrunar.
„Mér fannst þessi skáldsaga
skyndilega svo nærri raunveruleik-
anum að ég lagði hana frá mér.
Næst mér nú eru ljóðabækur eftir
Hauk Ingvarsson og Jón Kalman
Stefánsson,“ segir Milla Ósk.
Aðstoðarmaður Höfum átt gæða-
stundir, segir Milla Ósk.
Ljóðin og
raunveruleg
skáldsaga
„Mér finnst ótrúlegt hve góðu jafn-
aðargeði landsmenn hafa haldið í
ástandi þar sem vondar fréttir af
veirunni berast okkur ótt og títt. En
sitt hefur að segja að fólkið í fram-
línunni er æðrulaust og skilaboð
þess til okkar eru að vera skynsöm.
Ef samkomubann og aðrar aðgerð-
ir hefðu stíft yfirbragð væri mórall-
inn í samfélaginu annar,“ segir
Andri Dagur Símonarson, slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamaður.
Andri er í áhöfn sjúkrabíls sem
er staðsettur í Vesturbæ Reykjavík-
ur, þaðan sem farið er í útköll svo
sem vegna kórónuveirunnar.
„Þegar við flytjum fólk með CO-
VID-19 er fyllsta viðbúnaðar gætt
og við útbúnir eins og geimfarar.
Milli útkalla erum við hér í bæki-
stöð á Grandanum og hér höfum við
allar græjur; þrekhjól, handlóð og
ketilbjöllur þannig að við getum
haldið okkur í formi, segir Andri
sem er á vakt um páskana.
„Okkur í slökkviliðinu er uppá-
lagt að vera heima og umgangast
fáa. Það er ekkert mál; ég á frá-
bæra fjölskyldu, get farið út að
hlaupa, og sjónvarpið er fullt af
góðu efni.“
Slökkviliðsmaður Vera heima og
umgangast fáa, segir Andri Dagur.
Landsmenn
halda jafn-
aðargeðinu