Morgunblaðið - 08.04.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
FRÉTTASKÝRING
Guðmundu Magnússon
gudmundur@mbl.is
Það er ekki öfundsvert hlutverk
að vera í forystu í þjóðlífi á ögur-
stundum, tímum farsótta, kreppu
eða styrjalda, eins og svo margir
hafa fengið að reyna í tímans rás.
Nú á dögum kórónuveirunnar hafa
þjóðarleiðtogar víða um heim
styrkst í sessi samkvæmt könn-
unum, vafalaust vegna þess að al-
menningur skynjar þörfina fyrir
sterka leiðtoga og óskorað umboð
til aðgerða. Stuðningur við heil-
brigðisyfirvöld, sem þurfa að
leggja til eða taka af skarið um
erfiðar ákvarðnir, er líka víðast
hvar afdráttarlaust. En ekki er
víst að meðbyrinn verði viðvarandi
til lengri tíma. Eins og sagan
kennir okkur geta mistök, óvin-
sælar ráðstafanir eða ónógar á
svipstundu gerbreytt almennings-
álitinu og feykt mönnum úr
ábyrgðarstöðum og af valdastól-
um; nýjasta dæmi þess er emb-
ættismissir landlæknis Skotands
sem brást dómgreindin og braut
reglur um útgöngubann í síðustu
viku. Og þá er eftir að nefna „dóm
sögunnar“ – hann getur verið
harkalegur þegar hann fellur,
jafnvel þótt þeir sem stóðu í stafni
hafi brotist í gegnum brimlöðrið
og komist til hafnar.
Sakaður um vanrækslu
Farsóttasaga Íslands geymir
dæmi um mikilhæfan mann í lyk-
ilstöðu sem varð miðdepill heift-
arlegra deilna og ásakana um van-
hæfni og vanrækslu á örlagastund.
Guðmundur Björnson var land-
læknir – og þar með yfirmaður
sóttvarna í landinu – þegar inflú-
ensan illskæða, „spænska veikin“,
barst hingað árið 1918. Í sorg-
arleiknum miðjum var hann op-
inberlega sakaður um að hafa orð-
ið á stórkostleg afglöp; að hleypa
faraldrinum inn í landið og gera
engar ráðstafanir til að takmarka
útbreiðslu hans. Kröfur komu
fram um brottvikningu hans úr
embætti. Hann varði stefnu sína
af ákveðni áður en fólk fór að
deyja unnvörpum, en eftir það
varð róður hans þyngri. Guð-
mundur Björnson hélt þó stöðu
sinni, en hann varð aldrei samur
maður eftir þessa orrahríð.
Önnur bylgjan var verst
Áður en lengra er haldið er rétt
að rifja upp meginatriðin í sögu
„spænsku veikunnar“ hér á landi.
Inflúensan var heimsfaraldur, eins
og kórónuveiran núna; lét þjóðir
hvergi í friði þar sem hún komst
inn fyrir dyr. Hafði raunar gengið
yfir í reglulegum faröldrum, mis-
skæðum þó, um okkar heimshluta
í fjögur hundruð ár. Á nítjándu
öld barst hún a.m.k. sex sinnum til
Íslands. Vorið 1866 veiktust nær
allir íbúar Reykjavíkur, 1.500 að
tölu, af inflúensu og létust um 3%
þeirra. Alls létust þá 1.290 manns
á landinu öllu, að talið er. Í inflú-
ensu 1894 munu um 900 manns
hafa látist hér. Árið 1900 varð
inflúensan sem hingð barst vægari
og er talið að innan um 100 hafi
þá látist. Heilbrigðisyfirvöld á Ís-
landi vissu því vel að inflúensa gat
verið mikill vágestur.
Sú tegund inflúensu sem nefnd
hefur verið „spánska veikin“ barst
hingað í þremur bylgjum 1918 til
1919. Fyrsta bylgjan kom sumarið
1918 með togara frá Englandi og
síðar farþegaskipi frá Kaup-
mannahöfn. Þórður Thoroddsen
læknir fór um borð í togarann og
greindi 9 manns um borð með
inflúensu. Samkvæmt grein sem
hann birti í Læknablaðinu 1919
skýrði hann Guðmundi Björnson
landlækni frá þessu, en hann sá
sér ekki fært að gera nokkrar ráð-
stafanir til varnar. Í grein Viggós
Ásgeirssonar í tímaritinu Sögu
2008 segir að einkenni þessarar
inflúensu hafi verið vægt lungna-
kvef, hár hiti og gjarnan maga-
kveisa. Veikin hafi lagst létt á
flesta og gengið yfir á fáeinum
dögum. Útbreiðslan hafi ekki ver-
ið hröð og allur almenningar
sloppið við smit. Ekki er að sjá að
afstaða landlæknis hafi orðið
ádeiluefni opinberlega.
Önnur bylgja inflúensunnar
barst til Reykjavíkur haustið 1918
frá Kaupmannahöfn 20. október
með farþegaskipinu Botníu. Veikin
barst hratt á milli fólks næstu
daga og samkvæmt grein Þórðar
var hún komin um allan bæinn
viku síðar. Þórður var ekki í vafa
um ástæðuna fyrir hinni hröðu út-
breiðslu: „Vanrækt var að taka þá
sjálfsögðu varúðarreglu þegar í
byrjun sóttarinnar að loka öllum
almennum samkomustöðum,“
skrifaði hann og hafði eftir fjölda
sjúklinga sem hann sinnti að þeir
teldu sig hafa smitast á bíósýn-
ingu.
Inflúensan barst síðan út á land
og stakk sér niður víða á Suður-
og Vesturlandi. En fyrir frum-
kvæði heimamanna, þ.á m. sýslu-
manna og héraðslækna fyrir aust-
an og norðan, tókst að koma í veg
fyrir að hún breiddist einnig þang-
að. Voru verðir settir á Holta-
vörðuheiði og við Jökulsá á Sól-
heimasandi og hindruðu þeir
ferðir aðkomumanna. Þá voru skip
sem komu að utan sett í sóttkví
vikum saman í höfnum á Norður-
og Austurlandi.
Veikin varð ákaflega skæð í
Reykjavík. Talið er að um 10 þús-
und íbúar hafi veikst af henni, en
skráðir sjúklingar í bænum voru
3.142 samkvæmt ritgerðinni í
Sögu. Skráning var ófullkomin á
þessum tíma og aðeins hinir veik-
ustu leituðu eftir læknishjálp. Á
landinu öllu voru skráðir sjúkling-
ar 6.914. Samkvæmt skýrslum
Hagstofunnar dóu 490 manns í
þessari annarri bylgju „spænsku
veikinnar.“ Í Reykjavík einni
mátti rekja til hennar um 250
dauðsföll. Áætlað er að alls 70-80
manns hafi svo látist í þriðju
bylgjunni sem kom til landsins í
mars 1919.
Flotið sofandi að feigðarósi?
Tæpri viku eftir að Botnía kom
til Reykjavíkur með með farþega
sýkta af inflúensunni birtist grein
á forsíðu Morgunblaðsins þar sem
Öll spjót stóðu á landlækni
Í „spænsku veikinni“ ákváðu stjórnvöld að gera ekkert til að hindra að pestin bærist til landsins
eða draga úr smithættu innanlands Af þessu spruttu heiftarlegar deilur Hér er þessi saga rakin
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Landlæknir Guðmundur Björnson var í eldlínunni í „spænsku veikinni“.
Ljósmynd/Myndasafn Morgunblaðsins
Tók frumkvæði Lárus H. Bjarnason
stýrði hjúkrunarnefndinni.
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Læknir Þórður Thoroddsen sinnti
sjúkum dag og nótt.
Guðmundur Björnson landlæknir (1864-1937) var í hópi mestu hæfileika-
manna Íslendinga. Hann var menntaður læknir en með svo fjölþætt
áhugamál að hann átti alla tíð erfitt með að einbeita sér að læknisstarf-
inu og landlæknisembættinu sem hann hlaut 1906. Seinni kona hans,
Margrét, var dóttir síðasta landshöfðingans, Magnúsar Stephensen og
með hjónabandinu tengdist hann ætt auðs og valda. Hann var mjög póli-
tískur, settist á þing og í bæjarstjórn og sat í fjölmörgum opinberum
nefndum og ráðum. Hann var handgenginn Hannesi Hafstein þegar hann
var ráðherra og hafði tengsl við alla helstu ráðamenn landsins. Guð-
mundur var framfarasinnaður og í forystuhlutverki þegar Reykvíkingar
fengu loks vatnsveitu. Þá var hann í fararbroddi þegar berkahælið á Víf-
ilsstöðum var reist. Guðmundur var líka maður listræns áhuga og orti
ágæt ljóð undir skáldanafninu Gestur.
En maður sem er lengi nátengdur miðstöðvum valdisns fær gjarnan til-
hneigingu til hroka og yfirlætis. Það var Guðmundi oft borið á brýn þótt
hann ætti líka til hlýjan persónuleika. Eitt af því sem nefnt var honum til
áfellis í hinum hörðu umræðum í inflúensunni 1918 var eiturnautn hans.
Hann misnotaði kókaín um árabil og margir töldu að þessi neysla hefði
brenglað dómgreind hans. Vel má vera að það hafi verið á rökum reist.
Brenglaði kókaín dómgreindina?
GUÐMUNDUR BJÖRNSON LANDLÆKNIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
SJÁ SÍÐU 26