Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
viðraðar voru áhyggjur af málinu.
Greinarhöfundur, líklega ritstjór-
inn Vilhjálmur Finsen, spurði
hvort menn ætluðu að fljóta sof-
andi að feigðarósi. Veikin væri
farin að leggja þúsundir manna í
gröfina á Norðurlöndum. Hefði
öllum samkomustöðum í Kaup-
mannahöfn verið lokað. Lækna-
stéttin yrði að taka á sig rögg til
að firra landið þeim háska sem yf-
ir vofði.
Þessi skrif urðu til þess að Guð-
mundur Björnson landlæknir birti
næstu daga fimm greinar í blaðinu
til að skýra afstöðu heilbrigðisyf-
irvalda og verja vinnubrögð sín. Í
fyrstu greininni er háðskur tónn
gagnvart almenningi og er áhyggj-
um fólks lýst eins og léttvægum
hræðslubölmóði. Staðhæfir hann
að engin þjóð í Evrópu eða Am-
eríku hafi séð sér fært að stöðva
faraldurinn eða verja land sitt fyr-
ir honum. Í annarri greininni seg-
ir hann að þótt mikið sé talað um
að veikin sé illkynjuð sé sannleik-
urinn sá að hjá miklum þorra
sjúklinga sem læknar bæjarins
hafi skoðað sé hún alls ekki
þyngri en þeir hafi átt að venjast.
Ótvírætt sé að vernda beri líf og
heilsu manna með því að sporna
við útbreiðslu næmra sjúkdóma
sem manntjón geti hlotist af. En
þá beri að spyrja hvort það sé
gerlegt. Í þriðju greininni telur
hann alla annmarka á því að hægt
sé að koma í veg fyrir að faraldur
eins og inflúensan komist inn í
landið. Kostnaður við að halda
skipum frá útlöndum í sóttkví sé
alltof mikill. Vitnar hann til
stjórnarformanns Eimskipafélags-
ins sem hafi sagt honum að hver
sóttkvíardagur skipanna myndi
kosta 2.000 krónur, en það var
mikið fé þá. Meðal allra menning-
arþjóða væri það meginregla að
teppa ekki skipaferðir nema í ýtr-
ustu lífsnauðsyn eins og þegar
banvænustu drepstóttir ættu í
hlut. Í fjórðu greininni gerði hann
að umtalsefni hvað gera bæri þeg-
ar pestin væri komin og hefði náð
fótfestu. Vissulega væri hægt að
tefja hana með því að loka skólum
og samkomustöðum, en það myndi
ekki stöðva hana. Og ekkert væri
unnið með því að tefja hana, þótt
slík aðgerð gæti hentað í útlönd-
um þar sem væru rúmgóð sjúkra-
hús og þá til að hindra að sjúk-
lingar kæmu þangað of ört. Hér
væru aðstæður aðrar og veikin
hefði engum manndauða valdið.
Færðist hún í aukana mætti taka
þetta til athugunar, en þá aðeins
ef vit væri í því en ekki bara til að
friða almenning.
Vantreysti ráðherra
landlækni?
Lokagrein landlæknis var rituð
31. október en þegar hún birtist í
Morgunblaðinu 3. nóvember var
fyrsti sjúklingurinn þegar látinn
eins og lesa mátti á öðrum stað í
blaðinu. Þetta var Sólveig Vigfús-
dóttir, 22 ára gömul. Hún var unn-
usta Péturs Hafsteins búfræðings,
sonar eins af hæststandandi
mönnum þjóðfélagsins á þeim
tíma, Lárusar H. Bjarnasonar,
forstöðumanns Lagaskólans og
fyrrverandi þingmanns. Andlát
hennar kann að hafa verið ástæða
þess að Lárus gekk á fund Sig-
urðar Eggerz, starfandi forsætis-
ráðherra, og bauð fram krafta
sína til að hjálpa sjúkum í bænum.
Mágur ráðherrans, Jón Krist-
jánsson lagaskólakennari, sam-
starfsmaður Lárusar, lá þá þungt
haldinn og lést nokkrum dögum
síðar, 33 ára gamall. Sigurður
hafði fram að þessu reitt sig á
ráðgjöf landlæknis, en ekki er
hægt að túlka ákvörðun hans 8.
nóvember um að fela óbreyttum
borgurum yfirstjórn hjálparstarfs-
ins með skipun hjúkrunarnefndar,
sem Lárus stjórnaði, öðruvísi en
sem beint vantraust á Guðmund
Björnson, enda vissi ráðherrann
að vaxandi ólga var í bænum
vegna skrifa landlæknis og af-
stöðu.
Hér er ekki rúm til að rekja
merkilegt starf hjúkrunarnefnd-
arinnar og þess fólks sem hún
fékk í lið með sér við þær hræði-
legu aðstæður sem skapast höfðu í
Reykjavík. Vert er að geta þess að
allir læknar bæjarins, þar á meðal
landlæknir, voru á þönum um bæ-
inn við að aðstoða veika. Sam-
kvæmt grein Þórðar Thoroddsen í
Læknablaðinu urðu sjúklingar
hans hátt í 400 þegar farsóttina
bar sem hæst um miðjan nóv-
ember 1918. Hann hóf störf kl. 6-7
á morgnana og var að til kl. 2-3 á
nóttunni. Sama mun Matthías
Einarsson læknir hafa gert. En lyf
voru engin til á þessum tíma og
úrræði læknanna beindust því
mest að því að gera aðstæður og
líðan sjúklinganna bærilegri. Um
aðferðir einstakra lækna og heil-
ræði var talsvert deilt en hér
verður ekki farið út í þá sálma.
Óvægin gagnrýni
Gagnrýnin á landlækni á prenti
var einna óvægnust í Vísi, sem
Jakob Möller ritstýrði, og Tím-
anum, sem Tryggvi Þórhallsson
stýrði. Hún birtist þó ekki fyrr en
upp úr miðjum nóvember þar sem
blöðin höfðu orðið að hætta útgáfu
í nær tvær vikur. Í Vísi var minnt
á að hvorki landlæknir né ríkis-
stjórnin hefðu gert neitt til þess
að stöðva veikina í upphafi eða
tefja fyrir útbreiðslu hennar svo
að hún yrði viðráðanlegri. Heil-
brigðisyfirvöld hefðu vanrækt að
fylgjast með því hvers eðlis far-
sóttin væri sem geisaði utanlands
þetta haust. Hefðu þó blöðin hér
þegar 18. október birt fréttaskeyti
frá Kaupmannahöfn þar sem fram
kom að inflúensan væri nú farin
að stinga sér aftur niður og væri
mjög mögnuð. Öll sjúkrahús væru
full og margir látnir. Nokkrum
dögum seinna hefðu birst blaða-
skeyti um að öllum samkomustöð-
um og skólum borgarinnar hefði
verið lokað. Þetta hefði engin
áhrif haft á heilbrigðisstjórnina
hér, engu hefði verið lokað og
veikin breiðst óhindrað út. Þótt
komið væri í ljós að um hreina
drepsótt væri að ræða hefðu
stjórnvöld enn ekki gripið til
neinna takmarkana. Þetta sýndi
ófyrirgefanlega léttúð og kæru-
leysi. Tefja hefði mátt útbreiðsl-
una innanbæjar meðan erfiðast
væri að veita fólki hjúkrun og
húsakynni í verstu ástandi yfir há-
veturinn. Þá hefði átt að tefja för
hennar út um landið til að gefa
mönnum tækifæri til viðbúnaðar.
Í Tímanum var bent á að þegar
landlæknir ákvað að stöðva ekki
landgöngu farþega Botníu hefði
hann enn ekki verið búinn að fá
svar við skeyti sem hann sendi til
heilbrigðisyfirvalda í Kaupmanna-
höfn með fyrirspurn um veikina.
Ofan á þessa vanrækslu hefði m.a.
bæst að engar ráðstafanir voru
gerðar til að hindra óðfluga út-
breiðslu inflúensunnar í Reykja-
vík, þótt slíkt hefði verið gert í
Kaupmannahöfn. Þá hefðu greinar
landlæknis í Morgunblaðinu gert
allan almenning mjög andvara-
lausan um sjúkdóminn og tónninn
í þeim verið óviðkunnanlegur.
Loks hefði landlæknir beinlínis
lagst gegn því að yfirvöld reyndu
að verja sveitirnar. Framganga
hans öll hefði verið með þeim
hætti að hann yrði að víkja úr
embætti og væri þó ekki horft
fram hjá því að hann hefði áður
unnið mjög gagnleg störf með því
að berjast fyrir vatnsveitu handa
Reykvíkingum og stofnun berkla-
hælis.
Stuðningur við
landlækni – og þó
Guðmundur Hannesson, mikils-
virtur læknir í Reykjavík, tók upp
hanskann fyrir landlækni í grein í
Ísafold 21. desember, þegar inflú-
ensan var um garð gengin. Taldi
hann að ekki hefði verið raunhæft
að stöðva landgöngu allra farþega
og skipverja til að koma í veg fyr-
ir að inflúensan bærist til lands-
ins. En aftur á móti viðurkenndi
hann að átt hefði að verja sem
flest byggðarlög eftir að hún hafði
numið land. „Þetta átti að gera í
tæka tíð, en hefir farið í handa-
skolum,“ skrifaði hann.
Um jólin kom Jón Magnússon
forsætisráðherra heim eftir
tveggja mánaða dvöl í Kaup-
mannahöfn, þar sem hann hafði
dvalist til að fá staðfestingu kon-
ungs á lögum um fullveldi Íslands.
Á meðan hafði Þóra, fullorðin
kjördóttir hans og einkabarn, lát-
ist hér heima í veikinni. Hann var
harmi sleginn en enginn veit hvað
honum fannst um stefnu og vinnu-
brögð landlæknis. Svo mikið er
víst að Guðmundur, sem var náinn
vinur hans og samstarfsmaður í
stjórnmálum til margra ára, hélt
embætti sínu og ekki var hlustað á
kröfur um opinbera rannsókn á
vinnubrögðum heilbrigðisstjórn-
arinnar. Páll V.G. Kolka læknir,
sem þekkti Guðmund vel, sagði í
tímaritsgrein löngu seinna að
árásirnar sem hann varð fyrir hafi
tekið á hann, þótt hann bæri harm
sinn í hljóði og léti aldrei eitt orð
falla til ámælis þeim mönnum sem
að þeim stóðu. Hann hefði breyst
talsvert við þetta, orðið gæfari en
áður, haft sig minna í frammi út á
við. Páll upplýsir að svo mögnuð
hafi heiftin í garð Guðmundar ver-
ið að oftar en einu sinni hafi verið
reynt að kveikja í húsi hans.
Í haust er væntanleg bók eftir
Gunnar Þ. Bjarnason sagnfræðing
um „spænsku veikina“ á Íslandi.
Þar verður saga hennar öll rakin
af meiri dýpt en hér eru tök á.
Mun mörgum vafalaust þykja
áhugavert að sjá í því riti hver
„dómur sögunnar,“ ef svo má
komast að orði, verður um það
heita deiluefni sem hér hefur verið
sagt frá og er mun margslungnara
en rúm er til að fjalla um í blaða-
grein.
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Inflúensan Aðeins voru tvö lítil sjúkrahús í Reykjavík í „spænsku veikinni“. Komið var á fót sjúkraheimili fyrir börn í húsnæði Barnaskólans.
Þúsund og ein nótt
Ókeypis um tíma
Hlusta.is