Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 29

Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 29
skógum Vestur-Kanada og í Alaska. Hann þvælist stundum hingað og hef- ur reynt hér varp. Trjámáfurinn kenndi mér heilmikla lexíu og mér hefur farið fram í fræðunum síðan.“ Bannað að vinna á síðasta ári Guðmundur segist hafa haft nægan tíma síðustu misseri til að sinna fugla- skoðun, myndatökum og merkingum, en það kom ekki til af góðu: „Ég byrjaði til sjós 1980 þegar ég var 15 ára, það var hörkuvinna og það var því ekki mikið um skólagöngu. Ég var á bátum frá Höfn fram til 1996 og síðan á öðrum bátum, meðal annars við hvalaskoðun, og var ýmist stýri- maður eða skipstjóri seinni árin. Síð- ustu ár hef ég hins vegar verið með alvarlega hjartabilun og í fyrra bönn- uðu læknarnir mér að vinna. Þá lá beint við að fara að sinna fuglunum enn betur,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að án stuðnings og hvatningar frá konu sinni, Eyrúnu Önnu Gestsdóttur, hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt. Síðasta ár var líka heldur betur annasamt hjá Guðmundi, sem sá þá mikinn fjölda fugla, mismunandi merkilega fyrir safnara. „Ég sá fyrstu leirutítu sem hefur sést að vori hér á landi, en hún kemur frá Amer- íku. Mig vantaði talsvert af stelkum og náði að sjá trjástelk, flóastelk, hrísastelk og lyngstelk í fyrra. Ég fékk næturgala í netin mín í Sólbrekku við Seltjörn á Reykjanesi síðasta haust. Svo fékk ég amerískan tígultáta af ætt kardinála í netin í Sól- brekku aðeins viku eftir að nætugal- inn kom í heimsókn, ótrúlega skemmtilegir dagar. Það var þriðji fuglinn af tegundinni sem finnst á landinu og númer tvö sem finnst á lífi. Eitt árið fann ég auðnalóu og var það í annað skipti sem hún fannst hér. Áður hafði tegundin sest á bát úti á sjó, en fuglinn sem ég fann í fjörunni á Hvalsnesi á Reykjanesi gátu þessir helstu fuglakallar myndað í bak og fyrir.“ Háleggur og víxlnefur Guðmundur hafði heppnina með sér þegar hann sá hálegg fyrstur manna hér á landi, það var við Mið- hús í Garði sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017. Háleggur er suðlæg teg- und og eru varpstöðvar hans við Mið- jarðarhafið, Svartahafið og aðeins norður eftir Frakklandi. Þá sá Guðmundur fyrstur manna hérlendis og reyndar í allri Evrópu- amerískan víxlnef í Sólbrekku í nóv- ember 2017, en víxlnefur er skyldur krossnef sem hér hefur numið land. Eftir talsverðar rannsóknir var stað- fest að um amerískan víxlnef var að ræða, sem ekki hafði sést áður í Evr- ópu. Hann er talsvert öðruvísi en Evrópufuglarnir, m.a. syngur hann og kallar öðruvísi, og þótti þessi fund- ur talsverð tíðindi. Víxlnefinn skoðuðu ekki bara ís- lenskir fuglaskoðarar, heldur voru dæmi þess að menn kæmu gagngert til Íslands til að skoða fuglinn. Þannig kom stór flugvél til Keflavíkur með um 120 fuglaáhugamenn frá Bret- landi, lent var að morgni og haldið heim að kvöldi eftir að hafa eytt deg- inum að mestu við fuglaskoðun hjá Guðmundi í Sólbrekku. Svipaða sögu er að segja um kol- önd sem í mörg ár hefur komið á Keflavíkina. Haft var eftir Guðmundi í Morgunblaðinu 2017 að ferðamenn, bæði frá Ameríku og Evrópu, hefðu komið gagngert til landsins til að skoða fuglinn. Talað var um gjaldeyr- isskapandi kolönd! Án þess að það komi þessari sögu við má nefna að sumarið 2018 var Guðmundur skipstjóri á hvalaskoð- unarbáti frá Keflavík og einn góðan veðurdag kom hann auga á sléttbak í Faxaflóa. Dýr þessarar tegundar hafa verið sjaldséð við landið síðustu áratugi. Paradís fuglaáhugamanna Guðmundur dvelur mikið í Sól- brekku þar sem hann fylgist með fuglalífinu. Þar hafa í vetur dvalið um 20 skógarþrestir, en fuglunum fjölgar nú dag frá degi með hækkandi sól og fleiri farfuglum. Hann er með sérstök fuglanet og merkir fugla sem koma í netin, með leyfi Náttúrufræðistofn- unar. Segir að mest sé um smáfugla eins og auðnutittlinga, en fleiri rati í netið, eins og t.d. næturgali og tígul- táti í fyrra. Guðmundur segir að Reykjanes- skaginn sé paradís fyrir fugla- áhugamenn allan ársins hring, en mest sé um að vera vor og haust. Á haustin séu mestar líkur á að sjá flækinga sem koma hingað frá Am- eríku. Spurður um samfélag fuglaskoð- ara, sem leita fugla, mynda og skrá, segir Guðmundur að þeir mættu gjarnan vera fleiri sem leita fugla með markvissum hætti á okkar stóra landi. Í hópi hörðustu fuglaskoðara sé alls konar fólk og hæfileg keppni og metingur á milli manna, en líka góð samvinna. Harðar reglur gilda um hvernig menn fá fugla skráða á sinn fuglalista, ef myndir eru ekki fyrir- liggjandi þarf viðurkennt vitni að hafa verið með í för. „Víða erlendis eru samfélög fugla- áhugamanna gríðarlega stór og heil- mikil atvinna í kringum þetta. Ég vildi gjarnan sjá meira gert til að örva þátttöku í þessu sporti hér og svo ég tali nú ekki um til að fá fólk hingað til lands til að skoða fugla. Ég er sann- færður um hægt væri að fá þúsundir ferðamanna til landsins til að sinna fuglaskoðun,“ segir Guðmundur Falk. Næturgali Fannst í Sólbrekku 30. september í fyrra, þrettándi næturgalinn sem hér finnst. Leirutíta Kemur frá Ameríku og sást í Garði 10. maí 2019, sú fyrsta sem hér finnst að vori. Stúfgoði Fannst á Norðurkotstjörn í Sand- gerði 22. október 2018, fjórði fugl á Íslandi. Svalbrúsi Í Njarðvíkurhöfn 24. janúar 2020, þriðji fugl sinnar tegundar, hánorræn tegund. FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 OFN FYLGIROFN FYLGIR OFN FYLGIROFN FYLGIR Fjárfesting í vellíðan Tegund Stærð h x þv Sætafjöldi Listaverð 450 122 x 152 cm 2 - 4 . r. 460 122 x 182 cm 4 - 6 6 0.000 kr. 470 122 x 214 cm 5 - 8 740.000 kr. Tunnupottur úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi Listaverð 760 214 x 183 cm 2 - 4 910.000 kr. 770 214 x 214 cm 4 - 6 9 8.000 kr. 780 214 x 244 cm 6 - 8 99 .000 k . Saunatunna úr sedrusviði Tegund Stærð Sætafjöldi Listaverð. PSMINICL 214 x 214 cm 2 - 4 . .00 r Pod útisauna úr sedrusviðiTegund Stærð b x l Sætafjöldi Listaverð 860LU 244 x 182 cm 2 - 4 . r. 870LU 244 x 214 cm 4 - 6 . r. 880LU 244 x 244 cm 6 - 8 . r. Luna útisauna úr sedrusviði Tegund Stærð þv x l Sætafjöldi Listaverð 760 PV 214 x 182 cm 2 - 4 1 210.000 r. 770 PV 214 x 214 cm 4 - 6 2 0.000 kr. 780 PV 214 x 244 cm 6 - 8 290.500 r. Panorama sedrus saunatunna Smiðjuvegi 11 s. 571 3770, pall@sauna.is, sauna.is Saunatunnur, klefar og heitir pottar úr sedrusviði sem slegið hafa í gegn á Íslandi! 5% afsláttur af listaverði á neðantöldum gerðum af tunnum, pottum og klefum út apríl Kanadísku Dundalk pottarnir og saunaklefarnir eru úr sedrusviði sem fúnar ekki, þarf ekkert viðhald, er sterkur og hentar því einstaklega vel íslenskri veðráttu. Þess vegna velur þú sedrus!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.