Morgunblaðið - 08.04.2020, Page 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Þessir skólakrakkar í borginni Huaian í Jiangsu-
héraði í Kína sneru aftur til náms eftir langa bið,
en upphaf vorannar frestaðist í kínverskum skól-
um vegna kórónuveirufaraldursins. Kennarar
sem nemendur fóru að öllu með gát og gengu um
með grímu.
Kínverjar sjá nú ljósið fyrir enda ganganna í
heimsfaraldrinum, en opnað var fyrir ferðalög
út úr Wuhan-borg í Hubei-héraði, þar sem fyrstu
tilfelli kórónuveirunnar komu upp. Voru íbúar
borgarinnar að sögn AFP-fréttastofunnar fegnir
því að ferðabanni þeirra var loksins aflétt.
Ljósið fyrir enda ganganna að birtast Kínverjum í ýmsum myndum
AFP
Vorönnin hefst á ný eftir faraldurinn
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nær ein og hálf milljón manns hefur
nú veikst af kórónuveirunni, og rúm-
lega 80.000 manns hafa látið lífið.
Faraldurinn hefur reynt svo á heil-
brigðiskerfi ríkja heims, að Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin WHO áætlaði í
gær að það vantaði um sex milljónir
menntaðra hjúkrunarfræðinga til
þess að hægt væri að ráða almenni-
lega við ástandið.
Dauðsföllum fjölgaði nokkuð í
ríkjum Evrópu, þar á meðal á Ítalíu,
þar sem stjórnvöld höfðu verið von-
góð síðustu daga um að faraldurinn
væri kominn í rénun.
Svipaða sögu var að segja á Spáni,
þar sem rúmlega 700 létust, en
stjórnvöld þar sögðu hina háu dánar-
tölu í gær aftur á móti skýrast af því
að þar væru tekin með þau andlát
helgarinnar sem ekki höfðu áður
verið tilkynnt. Telja Spánverjar sig
því enn vera á leiðinni yfir erfiðasta
hjallann.
Í Frakklandi voru aftur á móti til-
kynnt 830 andlát á einum sólarhring,
eitt hið mesta þar í landi frá því að
kórónuveiran kom upp.
Stjórnvöld í Svíþjóð tilkynntu í
gær að 114 manns hefðu látist á ein-
um sólarhring og að þau hygðust
herða á aðgerðum sínum gegn veir-
unni, en sóttvarnayfirvöld þar hafa
ekki gripið til sömu aðgerða og flest
nágrannaríki Svía. Alls hefur nú 591
dáið í Svíþjóð af völdum veirunnar,
en staðfest tilfelli eru 7.693. Svíar
hafa þó ekki prófað fyrir veirunni
nema hjá þeim sem leita til sjúkra-
húsanna með alvarleg einkenni.
„Ekki tíminn til að slaka á“
Samkvæmt tölum Johns Hopkins-
háskólans hafa nú nærri 400.000
manns greinst með kórónuveiruna í
Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru
öðru ríki. Dauðsföllum þar fjölgaði
mjög í gær, en samkvæmt talningu
háskólans létust 1.150 manns í
Bandaríkjunum á einum sólarhring.
Gert er ráð fyrir því að sú tala
muni hækka mjög á næstu dögum,
en Bandaríkjamenn hafa þegar verið
varaðir við því að vikan sem nú
stendur yfir muni reynast sú erf-
iðasta sem þeir hafi lifað til þessa.
Í New York-ríki mátti þó greina
örlítinn vonarneista, þar sem nokkuð
hægðist á fjölgun staðfestra dánar-
tilfella af völdum veirunnar á milli
daga. Andrew Cuomo ríkisstjóri
sagði hins vegar að nú væri ekki tím-
inn til þess að „slaka á“ í baráttunni
og Bill de Blasio, borgarstjóri New
York-borgar, sagði að borgin væri að
berjast við hinn ósýnilega óvin með
öllum mögulegum ráðum.
Engu að síður hafa nú að minnsta
kosti 5.500 manns dáið í New York-
ríki af völdum kórónuveirunnar og
vakti embættismaður á vegum borg-
arinnar máls á því í gær að gerðir
yrðu tímabundnir grafreitir, þar sem
grafnir yrðu skurðir sem gætu tekið
á móti tíu kistum hver, til þess að
létta á útfararstjórum í New York.
Pat Marmo, einn þeirra, sagði í
gær við AFP-fréttastofuna að hann
hefði þrisvar sinnum meira að gera
en á venjulegum degi. „Þetta er eins
og 11. september, bara dag eftir dag
eftir dag.“
Stefnt að frekari aðstoð
Þá keppast stjórnvöld ýmissa
ríkja við að setja saman svonefnda
„neyðarpakka“ sem geti forðað efna-
hagslífi þeirra frá því að hrynja al-
farið vegna afleiðinga veirunnar.
Stjórnvöld í Japan hyggjast leggja
fram neyðaraðstoð upp á 1.000 millj-
arða bandaríkjadala, en sú fjárhæð
nemur um 20% af landsframleiðslu
Japans.
Þá vakti Donald Trump Banda-
ríkjaforseti máls á því í gær að settur
yrði saman annar neyðarpakki fyrir
bandarísk fyrirtæki, en Bandaríkja-
þing samþykkti nýverið slíkan pakka
upp á um 2.000 milljarða bandaríkja-
dala. Sagði Trump að hann vildi jafn-
vel setja saman annan pakka sem
yrði þá svipað stór og sá fyrri.
Dauðsföllum fjölgar enn á ný
Rúmlega 80.000 manns hafa nú farist af völdum kórónuveirunnar Dauðsföllum fjölgar í ríkjum
Evrópu Svíar boða harðari aðgerðir gegn veirunni 1.150 dauðsföll í Bandaríkjunum á einum degi
AFP
Faraldur Útfararstjóri í Frakklandi
með grímu undirbýr jarðarför.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, var í gærkvöldi sagður í
stöðugu ástandi, en hann var fluttur í
fyrradag á gjörgæsludeild St. Thom-
as-sjúkrahússins í Lundúnum vegna
kórónuveirunnar. Sagði talsmaður
Johnsons að hann væri á gjörgæslu
svo læknar gætu fylgst náið með líðan
hans og að Johnson liði eftir atvikum
vel.
Fyrr um daginn kom fram að John-
son, sem er 55 ára gamall, fengi súr-
efni en hann hefði ekki þurft neina að-
stoð aðra við öndun og væri ekki
kominn í öndunarvél. Heimildir Daily
Telegraph hermdu að þær rannsókn-
ir sem gerðar hefðu verið á Johnson
bentu ekki til þess að hann væri kom-
inn með lungnabólgu, en engu að síð-
ur væri áhyggjuefni að hann ætti við
öndunarerfiðleika að stríða nú þegar
hann hefur verið með einkenni kór-
ónuveirunnar í meira en tíu daga.
Dominic Raab utanríkisráðherra
sinnir verkefnum Johnsons meðan
hann er á sjúkrahúsi og sagðist hann
vera viss um að Johnson myndi ná að
sigrast á veirunni.
Ástand Johnsons stöðugt
Forsætisráð-
herrann hefur ekki
þurft öndunarvél
AFP
Bretland Sendifulltrúi frá Pakistan kemur með blóm að Downingstræti 10,
embættisbústað breska forsætisráðherrans, vegna veikinda Johnsons.
Thomas Modly,
settur flota-
málaráðherra
Bandaríkjanna,
sagði í gærkvöldi
embætti sínu
lausu, en hann
hafði verið harka-
lega gagnrýndur
fyrir ræðu sem
hann flutti fyrir
áhöfn flugmóð-
urskipsins USS Theodore Roose-
velt. Nokkur styr hefur staðið um
skipið síðustu daga eftir að skip-
herra þess, Brett Crozier, var settur
af, en hann hafði þá skrifað bréf til
yfirmanna sinna þar sem hann var-
aði við því að kórónuveiran léki nú
lausum hala á skipinu og því þyrfti
að færa sem flesta frá borði.
Í ræðu sinni beitti Modly fúk-
yrðum til að verja ákvörðun sína um
að reka Crozier og kallaði hann bæði
„of barnalegan“ og „of heimskan“ til
þess að ráða við að stýra svo stóru
skipi. Crozier er hins vegar vel liðinn
meðal fyrrverandi áhafnar sinnar og
féll ræðan því í grýttan jarðveg.
Modly baðst afsökunar á ummælum
sínum og ákvað að segja af sér.
Flotamála-
ráðherrann
segir af sér
Thomas
Modly
Ummæli hans
gagnrýnd harkalega