Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Svo virðist semögn sé fariðað rofa til í
kórónuveiru-
faraldrinum í þeim
ríkjum Evrópu sem verst hafa
orðið úti, þó að enn séu eflaust
mánuðir í að hann verði að fullu
yfirstaðinn. Sá dagur rennur
sem betur fer upp á endanum, en
eflaust mun það taka mun lengri
tíma áður en ríki heimsins jafna
sig að fullu á afleiðingum farald-
ursins.
Hin efnahagslegu áhrif eru
þegar komin að einhverju leyti í
ljós og hafa menn jafnvel jafnað
faraldrinum við síðari heims-
styrjöld, sem gerði stóran hluta
Evrópu að rústum einum. Ljóst
er að sum ríki álfunnar eru verr
undir það búin að reisa sig upp
að nýju en önnur, og hefur því
jafnvel verið talað um „Mar-
shall-aðstoð“, sem ríki Evrópu-
sambandsins geti sammælst um
að veita hvert öðru til þess að
tryggja að ekkert aðildarríkj-
anna dragist aftur úr hinum þeg-
ar allt verður um garð gengið.
Þessar hugmyndir hafa hins
vegar, líkt og hér hefur verið
getið áður, ýtt undir deilur á
milli aðildarríkjanna, sem
skiptast nú nánast í tvær blokk-
ir, aðra í norðri og hina í suðri,
um afstöðuna til þess hvort að-
ildarríkin eigi sameiginlega að
ábyrgjast þær skuldir sem
stofna þarf til vegna endurreisn-
arinnar, eða hvort frekar eigi að
treysta á neyðarlán frá Seðla-
banka Evrópu, svipað þeim sem
knésettu fullveldi Grikkja í eft-
irköstum evrukrísunnar 2012.
Ítalir og Spánverjar hafa ekki
talið slík lán koma til greina,
enda telja þeir það ekki bjóð-
andi, þegar um er að ræða vanda
sem sannarlega er ekki kominn
til af þeirra völdum. Frakkar
hafa lagst á sveif
með þeim, en sumir
stjórnmálaskýr-
endur telja þann
stuðning meðal ann-
ars vera vegna þess að krafa
Ítala og Spánverja um kór-
ónubréf gæti á endanum leitt til
þess að ríki evrusvæðisins
neyddust til þess að samþætta
fjármál sín enn frekar og jafnvel
taka upp sameiginleg fjárlög.
Allar hugmyndir um sameig-
inlega ábyrgð á skuldum eru
hins vegar eitur í beinum Þjóð-
verja, Hollendinga og annarra
ESB-þjóða sem þekktar eru fyr-
ir ráðvendni í fjármálum sínum,
enda þætti líklega flestum
stjórnmálamönnum erfitt að út-
skýra fyrir skattborgurum sín-
um hvers vegna verið sé að nýta
þeirra fé til að borga fyrir
óráðsíu annarra þjóða.
Svo rammt hefur kveðið að
þessum deilum, að Angela Merk-
el Þýskalandskanslari sagði í
byrjun vikunnar að um væri að
ræða eina mestu áskorun við ein-
ingu Evrópusambandsins frá því
að ríki Evrópu hófu samruna-
ferlið. Bætti hún raunar við að
það væri allra hagur, og sérstak-
lega Þýskalands, að aðildarríkin
fyndu sameiginlega leið út úr
þeirri kreppu sem fyrirsjáanleg
er.
Fjármálaráðherrar Evrópu-
sambandsins funduðu síðdegis í
gær með það að markmiði að
finna sameiginlega leið, en óvíst
er um niðurstöðu þegar þetta er
skrifað. Ef og þegar hún liggur
fyrir þurfa leiðtogarnir að funda,
sem áformað er að verði eftir
páska. Á meðan vex vandinn og
óánægjan með að Evrópusam-
bandið skuli enn og aftur bregð-
ast þeim sem veikast standa,
þrátt fyrir allt tal um samstöðu
og samþættingu.
Enn kraumar undir
innan ESB}Deilt um „kórónubréf“
Kórónuveirangerir ekki
mannamun. Hún
virðir hvorki þjóð-
erni né kynþætti,
þótt hún leggist
þyngra á aldna en
unga og leiki karla
verr en konur. Það
skýtur því skökku
við að veirunni skuli hafa tekist
að kveikja fordóma og leiða til
ofsókna og kynþáttaníðs eins og
lesa má í fréttum víða að.
Kínverskir verkamenn á Ítalíu
hafa kvartað undan því að hafa
orðið fyrir fordómum og misst
vinnu vegna uppruna síns.
Í Kenía grýtti hópur manna til
bana mann vegna gruns um að
hann væri smitaður af veirunni.
Margar sögur hafa farið á
kreik um veiruna sem ekki fá
staðist. Kínverskir embættis-
menn hafa meira að segja látið
að því liggja að hún sé verk
Bandaríkjahers.
Í gær greindu þýsk stjórnvöld
frá því að merki
væru um að kór-
ónuveiran hefði
kynt undir gyð-
ingahatri í Þýska-
landi. Þetta var rak-
ið til samsæris-
kenninga og sagði
Felix Klein, sem
stýrir baráttu
þýskra stjórnvalda gegn andúð á
gyðingum, að beint samhengi
væri á milli þeirra og vaxandi
andúðar. Nefndi hann að á net-
inu gengju kenningar um að kór-
ónuveirufaraldurinn væri afleið-
ing misheppnaðrar tilraunar
ísraelsku leyniþjónustunnar með
veiruvopn og að öfgamenn hefðu
á undanförnum vikum reynt að
nýta veiruna sér til framdráttar.
Slíkur spuni kemur engum að
gagni og er rétt að hafa varann á
sér. Kórónuveiran veldur nógu
tjóni þótt hún verði ekki að verk-
færi til að ýta undir fordóma,
hatur og ofsóknir. Það eru ljótir
fylgikvillar.
Kórónuveiran veldur
nógu tjóni þótt
hún verði ekki að
verkfæri til að ýta
undir fordóma,
hatur og ofsóknir}
Fylgikvillar kórónuveirunnar
M
eirihluti mannkyns býr nú við
ferðatakmarkanir af ein-
hverju tagi og atvinnulíf er
sem lamað víða. Hver hefði
trúað því fyrir nokkrum vik-
um að slík yrði raunin í lýðræðisþjóðfélögum
nútímans?
Ráðamenn um allan heim takast á við út-
breiðslu faraldursins með aðstoð heilbrigðis-
yfirvalda og reyna jafnframt samtímis að
bregðast við og lágmarka efnahagslegt tjón
sem af honum leiðir. Sviðmyndir taka sífelld-
um breytingum og þær sem teiknaðar voru
upp í gær eru úreltar í dag. Allra leiða er leitað
til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrir-
tækja og að fólk haldi atvinnu sinni. Í þessu
skyni hefur Alþingi samþykkt samhljóða að-
gerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum
faraldursins.
Miðflokkurinn hefur bent á að hann styðji allar aðgerð-
ir sem ganga í þá átt að halda uppi atvinnu og aðstoða
fyrirtækin við að komast gegnum brimrótið. Við höfum
einnig bent á að ganga þurfi lengra og að ekki megi bíða
með aðgerðir sem skipta atvinnulífið mestu máli. Frestun
á gjalddögum getur verið skammgóður vermir. Fyrir-
tæki, sem nú horfa upp á brotthvarf viðskiptavina sinna,
eru ekki betur í stakk búin til að greiða opinber gjöld eftir
þrjá eða sex mánuði. Lækka þarf verulega eða fella tíma-
bundið niður tiltekin gjöld, t.d. tryggingargjald. Sveitar-
félögin þurfa að lækka fasteignagjöld enda hafa þau
hækkað verulega á undanförnum árum.
Með það að markmiði að skapa atvinnu og
spara gjaldeyri er nú tækifæri og tími til að
efla innlenda landbúnaðar- og grænmetis-
framleiðslu. Efla þarf ýmsa innlenda starf-
semi eins og nýsköpun og rannsóknir. Við
þurfum að vera sjálfum okkur nóg um sem
flesta hluti. Skapa má störf með einföldum að-
gerðum í þessa veru, t.d. með lækkun á raf-
orkuverði til gróðurbænda, innspýtingu í
skógrækt og átaki í kornrækt.
Miðflokkurinn hefur bent á að í því skyni að
verja heimilin þurfi að frysta verðtrygg-
inguna. Undirtektir af hálfu ríkisstjórn-
arinnar hafa reynst dræmar. Krónan hefur
fallið í verðgildi og fylgir því óhjákvæmilega
hækkun vöruverðs innanlands, sem aftur leið-
ir af sér hækkun vísitölu. Stöðva þarf þessa
keðjuverkun strax til að koma í veg fyrir hækkun verð-
tryggðra skulda heimilanna svo sagan frá hruninu end-
urtaki sig ekki. Síðar kemur í kjölfarið langþráð tækifæri
til að aflétta þessari 40 ára gömlu áþján af heimilum
landsmanna.
Miðflokkurinn hefur umfram allt talað fyrir almennum
aðgerðum, þeim sem gagnast sem flestum. Aðgerðir
þurfa að vera víðtækar og koma fljótt. Mikið liggur við og
því þurfa meðölin að vera öflug.
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Sviðsmyndir súrna
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
kgauti@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
flytti þjóðinni ávarp við fjármála-
hrunið haustið 2008 en það féll í hlut
Geirs H. Haarde, þáverandi forsætis-
ráðherra, að greina þjóðinni frá ótíð-
indunum í beinni útsendingu. Lauk
dramatísku ávarpi hans með orð-
unum „Guð blessi Ísland“. Líklega
hefur ekki þótt koma til greina að
Ólafur Ragnar ávarpaði þjóðina á
þessum tíma vegna þess hve margir
litu svo á að hann bæri á vissan hátt
nokkra ábyrgð á áfallinu með stuðn-
ingi sínum við umdeilda viðskipta-
jöfra og útrásina svonefndu.
Til að efla samheldni
Þá hafa forsetar Íslands ávarp-
að þjóðina þegar þeir hafa flutt ræð-
ur í beinni útsendingu útvarps og
sjónvarps á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní, og á þjóðhátíðum sem haldnar
hafa verið á Þingvöllum.
Þau ávörp sem forsetarnir hafa
flutt þjóðinni utan hefðbundinna
skyldustarfa hafa fyrst og fremst
haft þann tilgang að efla sam-
heldni fólks, telja kjark í lands-
menn og skapa tilfinningu fyrir
því að viðburðirnir snerti sam-
félagið allt og kalli á umhugsun,
stuðning og samhug allra lands-
manna. Sama er að segja um
ávörp þjóðhöfðingja ann-
arra landa við sams kon-
ar tilefni, enda eru þessi
embætti á sinn hátt
sameiningartákn þjóð-
anna.
Ávörp flutt á erfiðum
stundum í lífi þjóða
Guðni Th. Jóhannesson ræðir
hlutverk forseta Íslands á vís-
indavef háskólans. Hann
bendir á að forsetinn sé eini
embættismaður ríkisins sem
kosinn er beinni kosningu
allra kjósenda. „Frá upphafi
var þess vegna litið svo á að
forseti ætti að stefna að því
að vera „sameiningartákn“ Ís-
lendinga. Með því var átt við
að í embætti sínu kæmi hann
fram fyrir hönd þjóðarinnar
allrar innanlands sem utan.“
Honum sé ætlað að sýna
fyllstu hlutlægni. Þar að auki
sé forseta ætlað að tala til
þjóðar sinnar á tímamót-
um og örlagastundum,
t.d. þegar voði eða vá
dynur yfir, til dæmis
eldgos eða snjóflóð.
Með þessum hætti
sé forseta ætl-
að að stuðla
að einingu
fólks.
Stuðli að ein-
ingu þjóðar
HLUTVERK FORSETANS
Guðni Th.
Jóhannesson
Morgunblaðið/Eggert
Bessastaðir Embætti forsetans er gjarnan lýst sem sameiningartákni.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Forseti Íslands, Guðni Th.Jóhannesson, mun ávarpaokkur Íslendinga í beinniútsendingu í sjónvarpi síð-
degis á páskadag. Mun hann þar
ræða kórónuveirufaraldurinn sem nú
skekur heimsbyggðina og hefur lam-
að athafnalíf hér á landi. Sjaldgæft er
að forseti flytji sérstakt ávarp til
landsmanna í beinni útsendingu ef
undan er skilið hefðbundið ávarp í út-
varpi og sjónvarpi á nýársdag. Það
ávarp á sér sögu allt frá upphafi for-
setaembættisins við stofnun lýðveld-
isins. Þjóðhöfðingjar nágrannaland-
anna hafa einnig ávarpað landsmenn
sína undanfarna daga vegna veiru-
faraldursins, m.a. Margrét Dana-
drottning, Karl Gústaf Svíakonungur
og Elísabet Englandsdrottning.
Ávörp við sérstök tilefni
Dæmi eru þó um að fyrirrenn-
arar Guðna á forsetastól hafi flutt
þjóðinni ávörp í beinni útsendingu
við sérstök tilefni. Kristján Eldjárn
ávarpaði þjóðina eftir harmleikinn á
Þingvöllum þegar Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra, kona hans og
dóttursonur létust í eldsvoða 10. júlí
1970. Það gerði Kristján einnig dag-
inn sem eldgosið hófst í Heimaey 23.
janúar 1973 og flytja þurfti alla
íbúana á brott.
Vigdís Finnbogadóttir flutti
ávarp til þjóðarinnar 16. janúar 1995
eftir snjóflóðin á Súðavík. Hún flutti
einnig ávarp í sérstakri dagskrá á
báðum sjónvarpsstöðvunum þremur
dögum seinna, en þá hófst lands-
söfnun til stuðnings íbúum á Súðavík
eftir snjóflóðin þar tveimur dögum
fyrr. Þá ávarpaði Vigdís þjóðina í út-
varpi og sjónvarpi 26. október sama
ár eftir að snjóflóð féllu á byggðina á
Flateyri.
Ólafur Ragnar Grímsson hafði
annan stíl. Hann ávarpaði þjóðina
með óbeinum hætti á blaðamanna-
fundum í beinni útsendingu þegar
hann braut blað í sögu
embættisins með því að synja
lögum frá Alþingi staðfestingar, fyrst
fjölmiðlalögunum sumarið 2004 og
síðan Icesave-lögunum tvívegis 2010
og 2011. Sama gerði hann í apríl 2016
þegar hann synjaði þáverandi for-
sætisráðherra um heimild til þing-
rofs. Ætla hefði mátt að forsetinn