Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 43

Morgunblaðið - 08.04.2020, Side 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2020 ✝ Guðbjörg Torf-hildur (Bobba) fæddist á sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 10. nóvem- ber 1950. Hún lést á Landspítalanum 2. apríl 2020. Foreldrar henn- ar eru Kristján Ólason klæðskeri, f. 4.6. 1926, d. 9.10. 1996, og Magnhildur Magnúsdóttir, f. 5.9. 1926. Bræður Guð- bjargar eru: Magn- ús, f. 22.1. 1953, hálfbræður sam- feðra: Brynjar, f. 18.12. 1966, Ing- ólfur, f. 28.12. 1969, og Helgi, f. 7.3. 1972. Útförin fer fram 8. apríl frá Egils- staðakirkju. At- höfninni verður streymt á egilsstadakirkja.is/ youtube.com. „Elsku besta Bobba okkar allra, amma á Reyðarfirði númer tvö, mikið óskaplega er þetta nú skrítið og sárt allt saman. En við huggum okkur við það að nú ertu komin á draumastað þar sem þú mátt faðma, kyssa og hitta alla sem þú vilt. Stað þar sem allt flæðir í „Bobbugosi“, þar sem þú velur matseðilinn, einskonar Hvoll okkar systkina. Stað þar sem þú hjólar um allt í rauðri kaupfélagsflíspeysu og rekst á ástvini sem hafa kvatt þennan veraldlega heim. Stað þar sem nóg er af hægindastólum sem hef- ur verið stillt upp fyrir framan vegg sem hægt er að koma fót- unum kirfilega fyrir upp við. Þessi staður er einnig botnlaus upp- spretta platna, kassetta, geisla- diska, sjónvarpsefnis og alls kon- ar föndurs. Enginn mun tuða í þér um neitt á þessum nýja stað og þú getur borðað eins mikið af sæl- gæti og þú getur í þig látið. Þú varst gædd fjölmörgum eiginleikum og þá ber einna helst hversu mannglögg þú varst. Við skildum aldrei í því hvernig þú gast munað nöfn á öllu fólki sem þú hafðir hitt eða heyrt af. Við eigum þér svo ótal margt að þakka. Ef ekki væri fyrir þig hefðum við mögulega farið á mis við Bakkabræður, allt sem Kaup- félagið og sjoppan hafði upp á að bjóða, vitneskju um hin og þessi skyldmenni, spilakassann í FIS búðinni hennar Sigrúnar, böggla- berarúnta um gangstéttir Reyð- arfjarðar og svo mætti endalaust lengi telja. Það sem við erum þó hvað þakklátust fyrir er að þú gerðir okkur að betri manneskjum bara með því að vera þú, alveg eins og þú varst, elsku besta dásamlega Bobba. Þrátt fyrir sorgina og söknuð- inn er það notaleg tilhugsun að vita af þér þarna hinum megin að horfa eftir okkur og börnunum okkar. Í mínu minni á ég obba man þú alltaf sagðir já Elsku besta góða Bobba Brennungum þú hvílir hjá Síðla kvölds og snemma dags þú snertir okkar hjörtu. Á hvolfi sast með Pepsi Max og fótaförin svörtu Mannkyninu varðst þú missir en komin ert á betri stað. Hvar flestallir eru fullvissir, sé súkkulaðifreyðibað. Þar til við hittumst næst, Gríslingarnir þínir, systkinin á Furuvöllum 7. Magnhildur Ósk Magnúsdóttir Hafliði Bjarki Magnússon Kristján Orri Magnússon Sveinn Elmar Magnússon. Við viljum minnast æskuvin- konu okkar Guðbjargar Torfhild- ar, Bobbu, með nokkrum orðum. Við ólumst upp á Búðareyri við Reyðarfjörð. Við systur lékum við Bobbu og Magnús, bróður henn- ar, uppi á lofti í Hvoli, þar sem þau höfðu stórt leiksvæði. Hvergi var betra pláss fyrir krakka til að leika sér. Við lékum okkur líka í gullabúinu á Tunguhólnum, sóttum mold í stóran bala og bök- uðum moldarkökur, sem við punt- uðum með alls konar fallegum blómum. Á myndum af okkur stelpunum í kaffisamsæti á for- stofupallinum, sem stofnað var til á góðviðrisdögum, er vinkona okkar Bobba ævinlega meðal gesta. Bobba var skemmtileg í um- gengni, hún var viðræðugóð og gaman að spjalla við hana um allt mögulegt, hún hafði líka gaman af öllu glensi og gamni og var oft hnyttin í tilsvörum. Hún hafði stálminni og rifjaði oft upp fyrir okkur ýmiss konar atburði, sem við vorum löngu búnar að gleyma. Nágrannar okkar á Reyðarfirði voru margir eftirminnilegir kar- akterar og var alltaf mikið um glens og spaug. Bobba var engin undantekning, gerði grín að öllum og öllu og vorum við ekki undan- skilin frá öðrum. Hún lýsti eitt sinn atburði hjá okkur í Tungu á svo skemmtilegan hátt að við get- um endalaust hlegið dátt að. Þegar ég, Vilborg, flutti til Neskaupstaðar eftir búsetu í Reykjavík kom Bobba í heimsókn og gistingu og síðar hafði hún uppgötvað að hann Egill í Brú, sem var orðinn bóndi á Héraði, hafði auglýst að fólk mætti taka upp kartöflur, rófur og fleira á bú- garði hans þar upp frá, gegn vægu verði. Þetta þurftum við Bobba að prófa og lögðum land undir fót þangað upp eftir. Fórum nokkrum sinnum eftir það og eru þessar ferðir mér mjög svo minn- isstæðar. Ekki bara að gott væri að ná í björg í bú, heldur var svo gaman hjá okkur Bobbu í þessari kartöfluupptöku og lá hún ekki á liði sínu við að koma með alls kon- ar grín til gera viðburðinn skemmtilegri. Bobba fluttist til Egilsstaða ásamt mömmu sinni Magnhildi, þar sem bróðir hennar bjó fyrir. Þar mun henni hafa liðið vel. Sótti hún m.a. námskeið í keramiki og postulínsmálun. Ég fékk frá henni í afmælisgjöf fallegan blómavasa sem hún hafði málað. Hann hefur verið til punts hjá mér ætíð síðan. Ég, Ásta, minnist ferðarinnar austur á Hornafjörð, þegar við Hjálmar komum frá Reykjavík og mæltum okkur mót við Bobbu og Vilborgu, sem komu að austan. Þar hittumst við og fórum í öku- ferðir um nærliggjandi sveitir, austur að Eystrahorni og ókum alveg upp að Vatnajökli og upp- lifðum fegurðina við rætur jökuls- ins. Við gistum á gömlum bónda- bæ sem hafði verið gerður upp sem orlofshús. Þessi bær stóð al- veg upp við jökul. Þar var alveg kolsvartamyrkur, engin útiljós. En það kom ekki í veg fyrir og ýtti jafnvel undir fjörið hjá okkur þarna í „moldarkofanum“, eins og Bobba kallaði bóndabæinn. Þetta var hin eftirminnilegasta ferð og í hvert skipti sem við töluðum sam- an seinna var talað um að end- urtaka þessa skemmtilegu ferð. Við þökkum okkar kæru vin- konu allar ánægjulegar stundir og sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ásta og Vilborg. Elsku Bobba. Orð fá varla lýst þeim tilfinn- ingum sem bærast innra með okk- ur, en þakklæti er okkur efst í huga fyrir hvað þú varst, hvað þú vildir öllum vel, máttir ekkert aumt sjá, umhyggjusemi gagn- vart börnum okkar og barnabörn- um, hvað þú gast verið orðheppin, sagt okkur hispurslaust til synd- anna þegar svo bar undir, þú varst alltaf svo sterk þegar eitt- hvað bjátaði á, hafðir svo gaman af að ferðast, ljómaðir öll eftir Te- nerife-ferðina í vetur, varst svo glöð og ánægð eftir að þú fluttir í sambýlið í Bláargerði í byrjun mars. Við spyrjum okkur hér sem eftir sitjum hvort þig hafi grunað að eitthvað væri í vændum, þú hringdir í svo marga rétt fyrir andlátið til að segja hvað þú værir glöð og liði vel, það er okkur hugg- un harmi gegn að frétta af þessum samtölum, sem kannski segja okkur að þú hafir kvatt þennan heim sátt. Minn friður er á flótta, mér finnst svo tómt og kalt; ég geng með innri ótta, og allt mitt ráð er valt. Ég veit ei, hvað mig huggi, og hvergi sé ég skjól; mér ógnar einhver skuggi, þótt ég sé beint við sól. Ég spyr mig: hvert skal halda? en hvergi flýja má; ég hrópa: hvað skal gjalda? því hvergi neitt ég á. Því stenzt minn styrkur eigi, sem stormi lostin björk mitt höfuð þreytt ég hneigi á hryggðar eyðimörk. Þó lýsir líknarvonin, ég lyfti trúar staf; ég er í ætt við soninn, sem eta girnist draf. Ég sé mitt frelsi, faðir, ég fylgi sveini þeim; ég þekki ráðið, það er: til þín að hverfa heim. Þú breiðir arma bjarta og barnið faðmar þitt, ég finn þitt heita hjarta, og hjartað fagnar mitt. Ég vil ei við þig skilja, ég vel þitt náðar-skjól; mitt veika líf er lilja, þín líkn er hennar sól. (Matthías Jochumsson) Sofðu rótt, góður Guð geymi þig. Guðrún María (Nunna Maja) og Magnús. Guðbjörg Torfhild- ur Kristjánsdóttir ✝ Gylfi Þór Þór-hallsson fædd- ist á Akureyri 23. maí 1954. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 29. mars 2020. Foreldrar Gylfa eru Þórhallur Jónasson, f. 3. mars 1909, d. 15. desem- ber 1985, og Lilja Guðrún Þórunn Guðlaugsdóttir, f. 7. september 1919, d. 2. júlí 2008. Systkini hans eru: Margrét Guðlaug búsett í Vatnshlíð, A-Húnavatnssýslu, Þórhalla í Burlington, útborg Toronto í Kanada, Valdimar á Akureyri og Eyþór er búsettur í Garða- bæ. Gylfi var búsettur á Akureyri til ársins 2009 en þá fluttist hann suður og bjó í Kópavogi frá árinu 2012 til dánardags. Fljótlega á ung- lingsárum var ljóst að Gylfi hafði af- burðatök á skáklistinni. Upp frá því lá metnaður hans í skákinni hvort sem um var að ræða keppni, félagslíf eða skákkennslu fyrir unga skákiðkendur. Útförin fer fram í kyrrþey. Fallinn er frá góður félagi og mikill lærifaðir í skáklistinni. Það er erfitt að gera Gylfa skil í fáum orðum. Ósérhlífinn og harð- duglegur koma upp í hugann, en fyrst og síðast var Gylfi einn mesti öðlingur sem ég mun nokkru sinni kynnast. Ég minnist þess raunar aldrei að Gylfi hafi gert eitthvað fyrir eigin hags- muni, allt snerist um hvað hann gæti gert fyrir aðra. Heimurinn væri sannarlega betri staður ef sem flestir fylgdu í þau fótspor. Gylfi var afar skemmtilegur maður og ósjaldan var kátt í höll- inni þegar hann var í stuði. Ótelj- andi sögur koma upp í hugann, fáar þó þess eðlis að þær komist til skila svo vel sé á prenti. Það lýsir Gylfa kannski best að hann var einn af þeim fyrstu sem maður sem lítill polli fór að ná jafntefli gegn í skákinni, sem gekk auðvitað engan veginn upp þar sem hann var einn sá al- sterkasti í bænum. Eftir á að hyggja er auðvitað afar ljóst að það var með vilja gert hjá honum, stappaði í mann stálinu og taldi manni trú um að allt væri hægt, fyrst maður gæti náð jafntefli við Gylfa. Þannig var Gylfi. Alltaf að hugsa um aðra, fyrst og síðast. Blessuð sé minning þín, Gylfi minn, heimurinn er mun fátækari fyrir vikið. Hvíl í friði. Halldór Brynjar Halldórsson. Kveðja frá Skákfélagi Akureyrar Það var heldur feimnislegur ungur maður sem hóf að venja komur sínar á skákfundi á Akur- eyri undir lok sjöunda áratugs síðustu aldar. Hann sagði fátt en tefldi af þeim mun meiri hörku og vakti brátt athygli ráðsettari skákfélaga fyrir baráttuvilja og útsjónarsemi við taflborðið. Á fáum árum haslaði hann sér völl sem einn helsti meistari Skák- félags Akureyrar og leiðtogi þess. Gylfi var þrekmenni. Um það bar vott glíma hans við langvinn- an og erfiðan sjúkdóm sem að lok- um varð hans banamein. Þrek hans og dugnaður hafði þá um langt árabil ekki dulist neinum sem fylgdist með félagsmálum og tafliðkun í hinum íslenska skák- heimi. Ekki einasta tefldi hann mikið sjálfur, heldur voru uppeld- isstörfin mikilvirk. Gylfi var óþreytandi við að laða börn að skákíþróttinni og hafði einstakt lag á því að mæta hverjum og ein- um byrjanda þar sem hann var staddur, hvetja og leiðbeina. Aldrei var hann svo tímanaumur að hann hefði ekki stund til að setjast niður með ungum skákiðk- anda og kynna fyrir honum ein- hvern af leyndardómum listar- innar. Það var ekki síst fyrir tilverknað Gylfa hversu vel tókst til við að laða ungt fólk að félaginu og halda því við efnið – hann var bæði hvetjandi og kröfuharður lærimeistari. Sama þrek einkenndi skákstíl Gylfa. Hann var sókndjarfur og áhættusækinn og brá sér hvorki við sár né bana. Um nokkurra áratuga skeið tók hann þátt í öllum helstu mótum á vegum Skákfélagsins og náði oft frábær- um árangri. Þannig varð hann þrettán sinnum skákmeistari Akureyrar, hafði sigur á Haust- móti félagsins átta skinnum og varð níu sinnum skákmeistari Norðlendinga. Hvergi komu þó kraftar hans betur í ljós en í deildakeppninni í skák – Íslands- móti skákfélaga. Ekki einasta var hann forystumaður skáksveitar- innar, heldur tók þátt í öllum viðureignum félagsins á hverju einasta ári í rúman aldarfjórðung frá upphafi keppninnar árið 1974. Í heilan mannsaldur var Gylfi við stjórnarstörf hjá félaginu, þar af formaður í fjórtán ár. Hann var kjörinn heiðursfélagi Skákfélags Akureyrar sextugur árið 2014, en hafði þremur árum áður verið gerður að heiðursfélaga Skák- sambands Íslands. Gylfi Þórhallsson hefur nú teflt sína síðustu skák. Með honum er genginn sá eldhugi íslenskrar skákhreyfingar sem þekktur var fyrir ljúfmannlegt fas, ástríðu fyrir skáklistinni og heilladrjúg störf um áratuga skeið. Hann skilur því eftir sig stórt skarð. Við félagar hans úr Skákfélagi Akureyrar kveðjum gamlan vopnabróður með þökk og virð- ingu. Blessuð sé minning Gylfa Þórhallssonar. Áskell Örn Kárason. Margs er að minnast við fráfall vinar míns Gylfa Þórhallssonar. Gylfa kynntist ég fyrst fyrir um 45 árum er ég hóf reglulega skák- iðkun hjá Skákfélagi Akureyrar. Þá var Gylfi að marka sín spor sem einn öflugasti skák- og fé- lagsmálamaður sem félagið hefur alið. Afrek hans við skákborðið ætla ég ekki að tíunda hér, en þau eru mörg. Einnig kom Gylfi mikið að skákþjálfun ungra drengja og stúlkna sem voru að byrja að tefla. Ég veit að mörg þeirra eiga honum mikið að þakka. Gylfa kynntist ég enn betur þegar ég kom fyrst í stjórn félagsins um 1980 og störfuðum við meira og minna saman á þeim vettvangi, eða í um 30 ár. Eldmóður hans og dugnaður var mikill svo að eftir var tekið. Hann ætlaðist til mikils af þeim sem störfuðu með honum og hann gat alveg látið menn vita af því ef þeir voru ekki með hug- ann við efnið. Nokkrar ferðir fórum við til út- landa að tefla og eru þær minn- isstæðar. Minnisstæðust er þó ferðin til Gausdal í Noregi 1992, en þar tefldi Gylfi eina af sínum bestu skákum, við stórmeistar- ann Tomas Ernst, sem hann lagði að velli glæsilega. Gylfi bjó nánast alla tíð í inn- bænum á Akureyri, í Hafnar- stræti 33. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum Lilju Guðlaugs- dóttur og Þórhalli Jónassyni, en faðir hans lést 1985. Eftir að Þór- hallur féll frá hélt Gylfi heimili með móður sinni. Það var ekki í kot vísað að heimsækja þau mæðgin, rjúkandi kaffi, smurt með kindakæfu og uppvafðar pönnukökur voru aðalsmerki Lilju. Oft vorum við feðgar búnir að njóta þeirra heimsókna. Gylfi vann ýmsa verkamannavinnu, við lagningu malbiks hjá Vegagerð- inni, múrverk og byggingar- vinnu. Vafalaust hafa þessi störf haft þau áhrif að Gylfi fór að kenna sér meins í lungum. Það mein átti eftir að draga mikinn þrótt úr honum og að lokum varð hann að játa sig sigraðan. Aldrei heyrði ég Gylfa kvarta, það var ekki hans stíll. Eftir að Gylfi flutti til Reykjavíkur árið 2010 urðu samverustundirnar færri, en oft leit ég inn og mikið var spjallað og rifjað upp. Eitt af síðustu skákmótum sem Gylfi tók þátt í var 100 ára afmælismót Skák- félags Akureyrar í maí í fyrra. Þar duldist engum að Gylfi gekk ekki heill til skógar, en það veit ég að það var honum mikið kappsmál að vera með, því Skák- félag Akureyrar var honum mikið hjartans mál. Það vita allir og á félagið honum mikið að þakka. Að lokum vil ég senda ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir og hafðu þökk fyrir allt. Smári Ólafsson. Fallinn er frá einn helsti klett- ur skákhreyfingarinnar síðustu áratugi, langt um aldur fram. Gylfi Þórhallsson var frum- kvöðull. Hann var klettur í norð- lensku skáklífi og á mikinn þátt í því hversu öflugt það hefur verið. Var hann í stjórn Skákfélags Akureyrar í um 30 ár á þeim 100 árum sem félagið hefur starfað. Fyrstu minningar mínar um Gylfa eru frá Grensásveginum þar sem Deildakeppnin í skák var haldin á níunda áratugnum. Þá voru Gylfi og Áskell Örn Kárason að tefla hraðskákir í bókasafninu á meðan þeir biðu eftir flugi norður. Við ungu mennirnir horfðum dolfallnir á þessa snill- inga. Síðar áttum við Gylfi gott sam- starf þegar ég var skákstjóri á nokkrum Norðurlandsmótum í kringum aldamótin, meðal ann- ars á Húsavík og í Grímsey. Gylfa munaði ekki um að fara með mót- ið hingað og þangað um Norður- landið. Keyrði mig á milli Akur- eyrar og Húsavíkur þar sem maður komst varla fyrir í bílnum vegna skákbúnaðar sem flytja þurfti á milli sveitarfélaga. Skáksamband Íslands gerði Gylfa að heiðursfélaga árið 2011. Það var óvenjulegt að skákmaður sem hafði aldrei setið í stjórn sambandsins væri heiðraður með slíkum hætti en Gylfi þótti vel að því kominn enda hafði hann unnið ómetanlegt starf innan grasrót- arinnar. Gylfi var kátur og skemmti- legur. Gat verið alvarlegur þegar svo bar undir og bar ávallt hags- muni landsbyggðarinnar fyrir brjósti á aðalfundum SÍ. Eftir að hann flutti suður var hann reglu- legur gestur á mótum á höfuð- borgarsvæðinu. Gylfi var grjót- harður skákmaður sem gat unnið hvern sem er á góðum degi og hefur sigurskák hans gegn sænska stórmeistaranum Thom- asi Ernst farið víða. Ég hitta Gylfa síðast á Íslands- mótinu í skák (Icelandic Open) á 100 ára afmælishátíð félagsins á Akureyri síðasta sumar. Þá tefldi hann á síðasta skákmóti sínu en lét ekki súrefnisvélina trufla sig of mikið frá því að sýna gamla sóknartakta. Meðal annars knúði hann fram vinningsstöðu gegn einum fremsta stórmeistara þjóðarinnar. Gylfa verður sárt saknað. Skákhreyfing hefur misst einn sinn besta mann. Blessuð sé minning Gylfa. Aðstandendum votta ég samúð mína. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gylfi Þór Þórhallsson Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, sambýlismaður og afi, JÓHANN ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Brekkugötu 1, Garðabæ, lést sunnudaginn 5. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Vegna aðstæðna verður jarðarförin auglýst síðar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildarinnar fyrir hlýju og góða umönnun. Sigurður Jóhannsson Hildur Sigurjónsdóttir Guðmundur Jóhannsson Unnur Ósk Björgvinsdóttir Ólöf Dómhildur Jóhannsd. Atli Þór Jakobsson Þórunn Ólafsdóttir barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.